Víkurfréttir - 12.02.1998, Side 18
Spinning kynnt byrjendum
Líkamsræktarstöðin Perlan
hefur tekið miklum breyt-
ingum á síðustu vikum og
hefur stöðin stækkað um eina
200 fermetra. Opnaður hefur
verið sérstakur Spinningsalur
og tækjaslaurinn hefur jafn-
framt verið stækkaður. Þeir
sem aldrei hafa prófað spin-
ning gefst kostur á að kynna
sér þetta nýja íþróttaæði á
Perlunni laugardaginn 21.
febrúar kl. 13:30 en þá verð-
ur boðið upp á tvo ftía kynn-
ingartíma. Tuttugu manns
komast í hvom tíma. Jafn-
framt getur fólk kynnt sér
aðra starfsemi Perlunnar.
Helgina þar á eftir verður
síðan boðið upp á frían
kynnigartíma í eróbikk.
Perlan hefur áhuga á að
komast í samband við
íþróttahópa sem hafa áhuga á
að nýta sér eróbikk- og
spinningsal ásamt tækjasla
sem er að sögn frábær.
Þjálfarar eru beðnir að hafa
samband við Perluna.
Stúlkur vantar í Fegurð 1998
Enn vantar stúlkur úr Garði, Sandgerði og Grindavík í
Fegurarðsamkeppni Suðurnesja 1998. Ábendingar um
stúlkur úr þessum byggðarlögum berist til Ágústu í síma
4216362 eða 421 5099.
lul
Fundur um fjárhags-
áætlun og fjölnota
íþróttahús í kvöld!
Kynningarfundur um fjárhagsáætlun
Reykjanesbæjar verdur haldinn í
Félagsheimili framóknarmanna,
Hafnargötu 62, fimmtudaginn 12.
febrúar 1998 kl. 20.30. Bæjarfulltrúar
Framsóknarflokksins, Drífa Sigfúsdóttir
og Steindór Sigurðsson, munu kynna
fjárhagsáætlunina. Einnig mun Gísli
Jóhannsson kynna tillögu að fjölnota
íþróttahúsi.
Allir velkomnir og þeir sem sitja í
nefndum fyrir Framsóknarflokkinn eru
sérstaklega hvattir til að mæta.
Stjórn fulltrúaráðsins
Leikur ísfirðinga og Grind-
vfldnga ætti að vera peningana
virði. Grindvflcingar hafa leikið
best allra framan af vetri og eru
langefstir í DHL-deildinni.
ísfirðingar hafa kontið mjög á
óvart, leikið geysivel og verið
með efstu liðum allt tímabilið.
Leiðir liðanna í úrslitaleikinn
voru mjög ólíkar, Grindvíkingar
fengu einn erfiðan leik, Hauka á
heimavelli, en hinir leikirnir
voru gegn liðum í neðri deild-
um. Isfirðingar hafa haft lukku-
na sín megin og einungis fengið
heimaleiki. Heimaleikimir hafa
ekki verið af verri endanum,
Tmdastóll, Keflavík, Njarðvík.
Leikskipulag liðanna:
sóknarleikur.
ísfirðingar leika rólega og
skipulagt. Þeir einbeita sér að
því að koma boltanum inn í
vítateiginn til Bevis og Friðriks
sem eru þar erfiðir viðureignar.
Ekki má þó gleyma skyttunum
Ólafi og Baldri sem og leik-
stjórnandanum Salas. Af
bekknum kemur síðan þjálf-
arinn, margreyndur bikarúrslita-
maður, Guðni Ó. Guðnason
sem ekki má gleyma eitt andar-
tak. Lykillinn er þó Bevis sem
smitar liðið allt með áræði sínu
og hæfileikum. Grindvflcingar
leika hratt og á tíðum óskipu-
lega. Þeir treysta á að geysilegir
sóknarhæfileikar stjarnanna
þriggja Darryls Wilson, Helga
Jónasar Guðfinnssonar og
Konstantíns Tsartsaris beri liðið
sóknarmegin. Pétur Guðmunds-
son, Guðlaugur Eyjólfsson,
Bergur Hinriksson og Bergur
Eðvarðsson eru traustir leik-
menn sem refsa fljótt reyni
varnarmenn þeirra að hjálpa
gegn stjömunum. Hver um sig
geta þremenningarnir gert út
um leikinn slflcir em sóknarhæ-
fileikamir og ef allir þrír „detta í
stuð“ verður liðið ekki stöðvað.
Leikskipulag liðanna:
varnarleikur:
Isfirðingar em gríðarlega sterkir
undir körfunni þar sem Bevis
og Friðrik stjóma málum. Þeir
frákasta og loka almennt
teignum mjög vel. Vöm bak-
varðanna var akkilesarhæll
liðsins í upphafi tímabils og
skomðu bakverðir andstæðing-
anna mikið, tölur eins og 54 stig
og 48 stig sáust. Þeir hafa sfðan
verið stöðugt að stoppa í gatið
en þetta verður að teljast helsti
veikleiki liðsins. Grindvíkingar
leika á tíðum geysisterka
liðsvöm. Pétur og Konstantín
ná vel saman undir körfúnni, sá
fyrmefndi niðri en hinn uppi.
Álgengt er að leikmenn bijótist
framhjá hinum hávaxna
Konstantín aðeins til að fá mðn-
ing dæmdan fyrir að ryðjast yfir
Pétur sem er skyndilega kom-
inn í veg fyrir þá. Bakverðimir
Wilson, Helgi Jónas og Guð-
laugur leika fasta maður á mann
vöm. Þeir pressa boltann stíft út
vitandi af Konstantín fyrir aftan
sig tilbúnum til að verja skot
andstæðingana. Þetta veldur því
að þeir stela oft boltanum og fá
ódýrar körfur. Veikleikinn er að
svona stíf vöm kostar oft marg-
ar villur ásamt því að takist and-
stæðingnum að vemda tuðmna
kemur vömin sér oft úr jafn-
vægi sem kostar auðveldar
körfur.
Hvernig lýst þér á leikina?
Hrannar Hólm,
körfuknattleiksspekúlant:
Grindvíkingar em mun sigurstranglegri. Bakvarðaparið Wilson
og Helgi Jónas mun reynast fsfirðingum þungt í skauti. Wilson
kann ömgglega vel við stemminguna í höllinni og komist hann í
“gott grúv” er voðinn vís. Isfirðingurinn Bevis er einn 3 bestu
erlendu leikntannana í ár, skynsamur, stöðugur og jákvæður.
Hann ásamt Friðriki Stefánssyni gætu reynst ofjarlar Grikkjans
unga. Annars verður taugastyrkur lykilatriði, falli sjálfstraustið
fer sigurinn á sama tíma. Líkurnar eru Grindvíkinga,
tvímælalaust. Kvennaleikurinn verður eign Keflvíkinga frá
upphafi til enda. Búnar að kaupa kampavín.
NYR BANDARIK JAMAÐUR
Keflvíkingar hafa
fengið nýjan banda-
ríkjamann í stað
Dana Dingle sem fór
heim í vikunni. Piltur er
nefndur Maurice Spillers
og lék hann með Utah
State háskólanum á síðustu
leiktíð. Hann mun vera 23
ára blökkumaður, u.þ.b.*
200 cm á hæö og u.þ.b.*
100 kg. Að sögn fróðra
manna á Spillers aö vera
fjölhæfur leikmaður,
duglegur og drífandi.
(**U.þ.b er ailtaf sett þegar
verið er að meta nýja banda-
ríska leikmenn sem enginn
hefur séð nema á pappír
vegna þess að loftþrýstin-
gurinn yftr Islandi á það til
að minnka og þyngja þes-
sar stjörnur). Sigurður
Ingimundarson, þjálfari
Keflvíkinga, sagði val
erlendra leikmanna oft
ákvaröast af tölulegum
staðreyndum og svo væri
einnig að þessu sinni. „Ég
rakst á þá staðreynd að við
Spillers eigum sameigin-
legan afmælisdag og sá þá
að hann hlyti að búa yfir
miklum mannkostum, í
raun ekki hægt að velja
annan leikmann. Ef hann
reynist 110 cm og 220 kg
verður bara að hafa það,
örugglega pottþéttur
karakter” ,bætti Siggi
kokhraustur við.
Mánudagsfundur Félagar munið eftir mánudagsfundi sem haldinn verður n.k. mánudag 16. febrúar kl. 20.30 að Hafnargötu 31. í Keflavík Bæjarmálafélag jafnaðar- og félagshyggjufólks vXv gt.
18
V íkurfréttir