Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1998, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 08.10.1998, Blaðsíða 13
Hugleiösluvika í Reykjanesbæ Nikkel-svæðið verður Reykianesbær! } Um langa hríð hefur eitt helst lýti á Reykjanesbæ verið Nikkel-svæðið. Ekki einasta hefur það komið í veg fyrir eðlilega þéttingu byggðar hel- dur og er umgjörð þess afskaplega lítið augnayndi fyrir bæjarbúa alla, ekki síst þá er í nágrenninu búa. Lengi vel hefur allt staðið fast varðandi afhendingu vamarliðsins á þessu svæði. | Veldur þar einkum tregða til að ganga úr skugga unt hugsanlega megnun frá gömlu olíutönkunum. Loksins hyllir undir að Reykjanesbær fái svæðið til umráða. Utanríkisráðherra fékk í síðustu viku samþykkt í ríkisstjórn að láta fara fram athugun á svæðinu með það í huga að Reykjanesbær fái það til umráða. Þetta er árangur af óformlegum viðræðum sem átt hafa sér stað að undanför- nu milli ýmissa aðila er málinu tengjast. Skynsamleg og hentug lausn fannst á málinu með þessum góðu niðurstöðum. Vonir standa til að fljótlega verði hafist handa um rannsóknirnar og má búast við niðurstöðum áður en langt um líður. Ymislegt bendir til að hreinsun svæðisins sé ekki jafn flókin og lengi var talið. Þetta eru tímamót fyrir fbúa Reykjanesbæjar. Fari fram sem horfir fá bæjaryfirvöld til umráða mjög skemmtilegt svæði, nokkurn veginn um miðbik bæjarfélagsins. Með metnaðarfullu skipulagi má koma þama upp skemmtilegu svæði, íbúum öllum til hagsældar. Þar með verður hægt að skipuleggja bæjar- félagið allt á heilstæðan hátt en Nikkel-svæðið hefur lengi vel komið í veg fyrir eðlilega þéttingu byggðarinnar. Vonandi tekst að fylgja þessu mikla framfaramáli vel eftir og hvur veit nema þarna skapist grunnur að glæsi- legum miðbæjarkjarna fyrir Reykjanesbæ. Hjálmar Arnason, alþingismaður Leidbeinendurnir á hugleidsluvikunni Á næstunni verður haldið í | Reykjanesbæ ókeypis kynn- | ingamámskeið í hugleiðslu. Það er ætlað fólki sem hefur áhuga á að ná fram slökun og aukinni einbeitingu og vinna þannig að meira jafnvægi og betri árangri í lífi sínu. Þetta kynningamámskeið er hluti af hugleiðsluviku, 12-18. október, sem Sri Chinmoy miðstöðin stendur að samtímis á fimm stöðum á landinu, þ.e. í Reykjavík og Reykjanesbæ og á Selfossi, Akureyri og Akranesi. Eftir kynningarnámskeiðið býður ...Fari fram sem horfir fa bæjaryfirvold til umráda mj'ög skemmtilegt svæði, nokkurn veginn um midbik bæjarfélagsins... segir Hjálmar Árnason, alþingismadur Sri Chinmoy miðstöðin upp á ókeypis fjögurra vikna framhaldsnámskeið í jóga og hugleiðslu fyrir þá sem vilja ná meira valdi á hugleiðslun- ni. Kynningamámskeiðið verður haldið í Fjölbrautarskóla Suðumesja þriðjudaginn 13. október kl. 20. Það verður síðan endurtekið fimm- tudaginn 15. október á sama stað kl. 20. Á námskeiðinu verða til sölu bækur og diskar sem tengjast efni námskeiðsins. exv ný™* • sýnishorn SUMAR '99 VETUR '98'99 25% afsl. * * * * * AIRWALK SKÓR KR. 4400-4800 !!! TWIST BOLIR 50% AFSLÁTTUR TÖSKUR 15% AFSLÁTTUR VESKI - NÝ SENDING 15% APSLÁTTUR BUXUR 10% AFSLÁTTUR Víkurfréttir 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.