Víkurfréttir - 08.10.1998, Blaðsíða 18
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Tónlistarskólinn í Grindavík 25 ára
Frá tónleikur strengjasveitar frá
Tónlistarskólanum í Grindvík.
Haustdagar á Suðurnesjum
Tilboö til vinstri
03 haegri
1
♦♦♦♦
Þá hefur verið samþykkt að
nemendur í 3. bekk fái áfram-
haldandi hljóðfærakennslu á
skólatíma, þeim að kostnaðar-
lausu. Það er þroskandi og
gefur börnunum undirstöðu
að alast upp við tónlist og
kynnast hljóðfæraleik. Auk
þess er boðið upp á svokallað
75% nám. þar sem tveir
nemendur á samskonar
hljóðfæri koma tvisvar í viku
og eru saman annan tímann.
Einnig geta byrjendur verið
saman í tíma (tveir með sam-
skonar hljóðfæri) tvisvar í
viku og eru þetta kennslu-
fyrirkomulag ódýrara nám.
Siguróli sagði að skóli gæti
útvegað hljóðfæri til áns eða
leigu til að byrja með.
í dag eru 140 nemendur í
Tónlistarskóla Grindavíkur í
öllum deildum og starfa 7
fastráðnir kennarar við skól-
ann ásamt skólastjóra.
Þann 21. maí sl. hélt skólinn
afmælistónleika í kirkjunni,
þar sem að lengra komnir
nemendur léku fyrir fjölda
gesta og tókust þeir vel.
Skólanum bárust nokkrar
gjafir í tilefni afmælisins og
munaði mest um nýja flygil
sem bæjaryfirvöld létu
skólanum í té til afnota fyrir
kennslu og tónleikahald í
skólanum.
Að sögn Siguróla hefur starf-
semi skólans verið mjög
blómleg þau 25 ár sem hann
hefur starfað og sagðist hann
vona að aukning verði á því í
framtíðinni. Þakkaði hann það
bæjaryfirvöldum og góðu
starfsfólki.
strengja- og söngkennsla. í
dag er kennt á öll algengustu
blásturshljóðfæri, fiðlu, gítar,
píanó og hamióníku auk tón-
Ifæði- og forskólakennslu".
Að sögn Siguróla hefur for-
skólakennsla tekið miklum
breytingum frá því að vera
eingöngu fyrir þau böm sem
skráðu sig í Tónlistarskólann
og greiddu skólagjöld til þess
að vera fyrir alla 6 og 7 ára
nemendur grunnskóla Grinda-
víkur.
„Bæjaryfirvöld samþykktu
fyrir tveimur ámm að öll böm
í 1. og 2. bekk gmnnskóla fái
fría forskólakennslu og fer sú
kennsla fram á skólatíma í
Grunnskólan Grindavíkur.
Hófst hún nú á haustdögum.
Bólusetning gegn inflúensu hefst
næstkomandi föstudag 9. október frá
kl. 9:00 til 15:00.Bólusett verður alla
föstudaga í október og nóvember frá
kl. 9:00 til 15:00 á stöðinni í
Beykjanesbæ og í Grindavík.
íbúar í Sandgerði, Garði, Vogum eru
beðnir um að skrá sig í bólusetningu
hjá riturum í útibúum á viðkomandi
stöðum.
Hverja á að bólusetja?
Alla einstaklinga eldri en 60 ára.
Öll börn og fullorðna sem þjást af
langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og
lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja
sjúkdómum og öðrum ónæmis-
bælandi sjúkdómum.
Brýnt er að bólusetningu Ijúki eigi
síðar en í nóvemberlok.
Við viljum einnig minna á bólusetn-
ingar gegn lungnabólgu á 10 ára
fresti til handa öllum einstaklingum
sem eru eldri en 60 ára og 5 ára fresti
til handa öllum einstaklingum sem eru
í sérstökum áhættuhópum.
Yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri
Tónlistarskólinn í Grindavík
fagnar 25 ára afmæli sínu á
þessu ári en starfsemi skólans
hófst haustið 1972 og hefur
hann starfað óslitið síðan.
Skólastjóri Tónlistarskólans f
dag er Siguróli Geirsson tón-
listarkennari og organisti en
hann tók við störfum árið
1990
Fyrsti skólastjóri skólans var
Eyjólfur Olafsson tónlistar-
kennari. Fyrstu árin voru
kennslugreinar aðallega píanó
og gítarkennsla auk forskóla-
kennslu. árið 1976 jókst fjöl-
breytnin í hljóðfæravali er Jón
Hjaltason trompetleikari og
blásarakennari kom til starfa.
Hann stofnsetti öfluga málm-
blásarasveit sem starfaði af
miklum krafti í mörg ár. Jón
varð síðar skólastjóri fram til
ársins 1988.
Að sögn Siguróla. skólastjóra,
jókst starfsemi skólans til
muna á þessum ámm og staða
hans þá orðinn fastur punktur
í uppeldis- og menntamálum
Grindavíkur.
„Fjölbreytni í hljóðfæravali
jókst áfram þegar ég tók til
starfa við skólann þar sem við
bættist kennsla á tréblásturs-
hljóðfæri. Síðar bættist við
3- Haustferð
Iðnsveinafélags Suðurnesja verður farin föstu-
daginn 16. október nk. ef næg þátttaka fæst.
Lagt verður af stað kl. 14:00 frá húsi félagsins
að Tjarnargötu 6.
Nánari upplýsingar og skráning í ferðina fer
fram á skrifstofu félagsins í síma 421-2976 og
lýkur 13. október. Þátttökugjald er kr. 500.
Félagar fjölmennið!!
Iðnsveinafélag Suðurnesja
heilsugæslusvið
Bólusetning gegn
inflúensu
Blómlegt starf
18
Víkurfréttir