Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.01.1999, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 21.01.1999, Blaðsíða 15
AR ALDRAÐRA Sameinuðu þjóðimar hafa sam- þykkt að tileinka árið 1999 öldruðum með yfir- skriftinni „Þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri". Heilbrigðisráð- herra Ingibjörg Pálmadóttir er formaður framkvæmdastjómar sem unnið hefur að undirbún- ingi vegna þessarar samþykktar S.Þ. Framkvæmdanefnd Heil- brigðisráðuneytisins mun leggja talsverða áherslu á heilbrigðis- mál almennt hjá öldruðum og hefur sett sér þau markmið að aukin verði samvinna þeirra sem vinna að heilbrigðismálum þeirra, hvatt verður til iðkunnar líkamsræktar og aukin verður forvamarstarf svo sem vegna beinþynningar. Nauðsynlegt er líka að huga betur að ýmsum málum er snerta aldraða og mættiþar nefna félagsmálin. Margir eiga erfitt með að hætta að vinna og því þarf að undirbúa fólk undir starfslok og koma í veg fyrir einangrun ef nokkur kostur er. Hagsmunasamtök aldraðra spila þar lykilhlutverk að mínu áliti. Þá skiptir máli að aldraðir fái fræðslu um hinar öm tækni- framfarir, sérstaklega á sviði samskipta. þá þarf lfka að efla fjármálaráðgjöf til handa öldruðum og efast ég ekki um að fjármálastofhanir bæta um beturá árinu. Bæjarstjóm Reykjanesbæjar hefúr samþykkt tillögu um stefnumótun í málefnum aldr- aðra. Fjölskyldu- og félags- málaráð mun leiða þá vinnu. Stefnumótunina þarf að vinna í góðu samstarfi við félag eldri borgaraog aðra þá aðila sem vinna að hagsmunamálum aldr- aðra. Reykjanesbær hefur keypt fasteignina að Kirkjuvegi 5 og fjarlægt hana af lóðinni. Við það hefur skapast gmndvöllur til þess að dusta rikið af gömlum hugmyndum frá fyrri bæjar- stjóm Keflavíkur að byggja samskonar hús og er á Kirkju- vegi 11. Jafnvel verður gmnd- völlur til þess að byggja þjón- ustubyggingu á milli húsanna eins og var þá inn í myndinni. Ljóst er að nú þegar er talsverð þörf fyrir leiguíbúðir fyrir aldr- aða í Reykjanesbæ. Samkvæmt nýlegri könnun sem fjölskyldu- og félagsmálaráð gerði vantar 78 tveggja- til þriggja herbergja íbúðir íyrir aldraða til þess að fullnægja þeim biðlista sem jregar er til staðar. Væntanleg stefnumótun Reykjanesbæjar í máleíhum aldraðra mun því þurfa að taka mið að húsnæðis- málunum sem og öðmm veiga- miklum hagsmunamálum aldr- aðra borgara í Reykjanesbæ. Heilbrigðismál aldraðra á Suð- umesjum em og verða í brenni- depli næstu missera. Nú er verið að byggja D-álmuna langþráðu. Þörfin fyrir hjúkmnarrými er staðreynd og endurspeglast ekki síst í vaxandi þörf fyrir heimahjúkmn og heimaaðstoð og sífellt þyngri sjúklingum á Garðvangi. Garðvangur hefur þar að auki tæplega þau úrræði að geta sinnt jressum vaxandi þyngslum svo vel sé. Sam- kvæmt samningi Sveitarstjóma á Suðumesjum og Heilbrigðis- ráðuneytisins um byggingu D- álmu stendur nú yfir könnun á hagkvæmni þess að sameina Garðvang undir stjóm Heil- brigðisstofnunar Suðumesja. Niðurstöðu þeirrar athugunar verða fljótlega kynntar. Kveðja, Skúli Þ Skúlason forseti bæjarstjórnar Revkjanesbæjar tíi ■ Heilun ■ /5 j Nudd ■ Nærinaarráígjöf. flecíric Cily Sexwear ■ ' * ' Sjálfstæður areilingaraðili á Herbalife og Dermajetics. tMIS TILB0< I G' Visa - Euro - Póstkrafa Ingibjörg Þorsteinsdóttir Hraunsvegur 25 - 260 Niarðvík Sími 421 5989 - 86 J 2089 Jesús Kristur er svarið Samkoma öll fimmtudagskvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Barna og fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. 7 7.00. Hvítasurmukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavík. VEFSIÐA: www.gospel.is í fullum gangi Nýjar vörur daglega! HAGKAUP Njarðvík Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.