Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.01.1999, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 21.01.1999, Blaðsíða 19
Góður stuðningur Knattborðsstofa Suðurnesja færði Þroskahjálp á Suðurnesjum og íþróttafélaginu NES 46.000 kr. stuðning á dögunum. Peningarnir eru borðaleiga KBS í tólf daga fyrir og eftir jól. Það var Guðbjörn Gunnarsson á KBS sem afhenti Gísla Jóhannssyni formanni Þroskahjálpar peninginn. KallaOur „Pallister 11 Páll Axel Vilbergs- son, leikmaður Grindvíkinga í körfuknattleik hefur fengið mikla umfjöllun í fjöl- miðlum undanfar- ið bæði vegna góðrar frammi- stöðu og vegna mikillar umræðu um meinta lyfja- misnotkun hans. Hann undirgekkst lyfjaprót eftir úr- slitaleik Eggjabikarkeppninnar og skömmu síðar varð altalað að leikmaður Grindvíkinga hefði fallið á lyfjaprófí. Síðan það gerðist hafa fjölmiðlar farið hamförum og mikil umfjöllun um lyfjaprófun ISI almennt og refsingar við misnotkun hor- mónalyfja. Sjálfur hefur ekkert birst frá Páli sjálfum enda fjölmiðlar varast að nefha hann á nafn en hvað fmnst honum um þetta mál allt saman. ..Það kom gnðarlega á óvart og varð mér mikið áfall þegar Sigurður frá ISI hringdi í mig og sagði mér að það hefðu greinst ólög- leg lyf í mér. Mér var kynnt að karlhormónamagnið (testerer- one) í mér hefði mælst 6,9 á móti einum en innan við 1% karlmanna hefði svo hátt magn af eðlilegum ástæðum.Eg var boðaður í annað lyfjapróf og niðurstaðan úr því var 4,6 á moti einum sem skv. upplýsingum mínum er eðlileg sveifla. Ekki nægði þetta og því var tekið einn eitt sýnið og niður- staða ætti að birt- ast einhvem næstu daga. Strax eftir fyrstu niðurstöður spurðu ÍSÍ-menn mig hvort það væri ekki lagi að kynna fjölmiðlum stöðuna sem mér fannst mjög eðlilegt en umfjöllunin hefur farið út fyrir allan þjófabálk. Héma heima í Grindavík hafa menn enga trú á að ég hafi haft rangt við en þessa langa bið eftir lokaniðurstöðu er farin að taka á taugamar og umfjöllun fjölmiðla ekki til þess fallin að bæta líðanina. Það jákvæða er að ég hef ekki orðið fyrir neinu áreiti frá öðrum körfuknatt- leiksmönnum og þetta mál allt gleymist þegar í leikinn er komið. Eg óttast það helst að öll þessi neikvæða umfjöllun hafi áhrif á möguleika mína á því að fá tækifæri með lands- liðinu eða öðrum úrvalsliðum KKÍ. Nú settir þú íslandsmet í skor- uðum þriggja stiga körfum og nýtingu gegn Val á dögunum. Vom þetta einhver skilaboð til þeirra sem völdu stjömuliðið? „Nei, nei, ég ætlaði meira að segja ekkert að vera að skjóta þriggja stiga skotum í þessum leik heldur einbeita mér að því að leika inni í teignum. En svo hitti í ég úr fyrstu skotunum og þá var ekkert annað að gera en að halda áfram að skjóta. Mér kom aldrei til hugar að ég væri að slá eitthvað met.” Ertu besta íslenska langskyttan í dag? „Ég er það ef lið halda áfram að skilja mig eftir í opnum skotfæmm". JAK Páll Axel með 41 stig Páll Axel Vilbergsson sýndi vanþóknun sína á vali leikmanna til þátttöku í Stjömuleik KKÍ með því að skora 41 stig gegn Valsmönnum og slá met í fjölda ltriggja stiga karfa (12/15) og nýtingu (80%) hjá íslenskum leikmanni í úrvalsdeildinni. Grindvíkingar sigmðu örugglega 94-110 og alls skomðu þeir úr 24 þriggja stiga skotum (72 súg) í leiknum. VEISLA HJA DAM0N AISAFIRÐI Áður en fólk var alveg búið að átta sig á afreki Páls í Valsheimilinu lögðu Keflvík- ingar í óvissuferð á Isafjörð. Þeir vom án Fals Harðarsonar sem fékk frí af persónulegum ástæðum en sigruðu santt örugglega 88-111 í leik þar sem Danton Johnson skoraði fleiri stig en ntargir ntinni spá- rnenn skora á heilu tímabili eða 62 samtals. Það var ekki allt því hann skoraði úr 14/18 þriggja stiga skotum og 25 stig í röð í upphafi seinni hálfleik. „Þetta var bara einn af þessum dögum. Isfirðingar gerðu engar breytingar á varnar- leiknum þrátt fyrir að ég byr- jaði afar vel, bökkuðu of langt frá ntér og ég hélt bara áfram að skjóta og skora. Ég skil eiginlega ekki hvað fyrir jteim vakti en hvað sem það var þá gekk það engan veginn upp að þessu sinni. Þetta var alveg einstakt og ég hef aldrei áður skorað jafn mikið í einum leik. Það væri gaman að detta í svona ham fyrir framan okkar áhorfendur", sagði Damon í samtali við blaðið. Bílstjóri óskast S.B.K. hf óskar eftir bílstjóra í fullt starf, sem felst í akstri strætis- vagna, hópferdabifreida o.fl. Nánari upplýsingar á staðnum hjá Einari og Sigurði. S.B.K. er elsta fyrirtæki landsins í hópferdaakstri. Fyrirtækid sinnir m.a. akstri strætisvagna í Reykjanesbæ, akstri skólafólks til og frá nágranna- byggðunum, áætlunarakstri til Höfuðborgarsvæðisins og um Suðurnes. Einnig hópferðir með íslenska og erlenda ferðamenn um allt land. o.fl. S.B.K. hf. Grófinni 2-4, 230 Keflavík. Sími 421 5551. Er l/Vindows uppsetningin eða tölvan biluð ? Viltu láta lagfæra bilunina. Hringdu í síma 42 1 424 7 eftir kl. 18 og frá kl. 10 um helgar Athugiði Uppfæri gamlar tölvur, þannig að gamla tölvan verður eins og ný! Hef einnig hugbúnað til sölu. ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ATAK-ATAK Er með til sölu frábæra fæðubótaefnið. Góður árangur - góð eftirfylgni. Vísa/Euro, póstsendi. Sími 895-5695. Láttu þér líða vel. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ J ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ DHL-deildin Keflavík-Skallagrímur 21. janúar klukkan 20:00 í íþróttahúsinu í Keflavík. Landsbankinn Langbestt&p Hafnargötu 62 • 230 Keflavík • Simi 421 4777 Víkurfréttir 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.