Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.01.1999, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 21.01.1999, Blaðsíða 18
M Jón Gunnarsson, þátttakandi í prófkjöri samfylkingarinnan_ Hvernig stendur Reykjaneskjördæmi Þegar staða Re.vkjanes- kjördæmis er skoðuð í samanburði við önnur kjördæmi á íslandi þá kemur vmislegt fróðlegt í Ijós. Þetta næsttjölmennasta kjördæmi landsins virðist engan vegin koma ár sinni eins vel fyrir borð og önnur kjördæmi og það eru mý- mörg dæmi sem sanna það. Það er ótrúlegt að fulltrúar okkar á Alþingi hafi ekki staðið fyrir hávæmm mótmælum innan sinna flokka vegna þess misræmis sem verið hefur á atkvæðavægi kjósanda í kjör- dæmimu miðað við hin lands- byggðarkjördæmin. Það getur verið að einhver segi að þetta | skipti ákaflega litlu máli, en eftir að hafa starfað sem sveit- arstjómarmaður hér á svæðinu undanfarin 12 ár þá er alveg Ijóst í mínum huga að vegur þessa kjördæmis gæti verið allur annar en hann er f dag. það er nánast sama hvaða málaflokkur er skoðaður, Reykjaneskjördæmi stendur illa í flestum þeim málaflokkum sem Alþingi hefur með að gera. Samgöngumál. Framlög ríkisins til vegamála í Reykjaneskjördæmi em skammarlega lítil þegar þau em borin saman við önnur kjör- dæmi. Eðlilegar og sjálfsagðar framkvæmdir eins og tvöföldun Reykjanesbrautar em aftur og aftur kosningaloforð þing- manna fyrir alþingiskosningar en ekkert gerist. Mérertilefs að samgönguæð annarsstaðar á landinu með sama umferðar- þunga og jafnmikilli slysatíðni væri lengi í því ástandi sem brautin er áður en þingmenn þeirra kjördæma gripu í taum- ana og tryggðu eðlilegar endur- bætur. Suðurstrandarvegur milli Grindavíkur og Þorlákshafhar er annað dæmi um langþráðan draum í vegamálum kjördæmis- ins. Ef tillögur að breyttri kjör- dæmaskipan verða samþykktar og Suðurland og Suðumes verða sama kjördæmið árið 2003, þá er alveg nauðsynlegt að þessi tvö svæði verði tengd með þeirri beinu tengingu sem Suðurstrandarvegur er. Það hlýtur að vera krafa íbúa í Reykjaneskjördæmi að í sam- göngumálum komi efndir og athafnir í stað loforða. Heilbrigðismál Nokkuð hefur verið ritað um stöðu heilbrigðismála á þessu svæði. Allir þekkja þá miklu vamarbaráttu sem í gangi hefur verið við að viðhalda þjónustu- stigi heilbrigðisstofhana í kjör- dæminu. Það var erfitt hlutverk að sitja í stjóm Heilsugæslu og Sjúkrahúss Suðumesja, sem nú hefur verið sameinað í eina stofnun undir nafni Heilbrigðis- stofnunar Suðumesja og horfa upp á það gengdarlausa mis- ræmi sem var á fjárveitingum hingað í samanburði við aðrar stofnanir á landsbyggðinni. Allir muna stríðið við að fá ríkisvaldið til að standa við lof- orð sín um byggingu D-álmu við sjúkrahúsið sem að endingu vannst fyrir samstöðu íbúa og sveitarstjómanna á Suður- nesjum. Stjóm Heilbrigðis- stofnunar Suðumesja hefur í gegnum tíðina talað fyrir dauf- um eymm ríkisvaldsins þegar knúð var á um leiðréttingar á rekstrargmnni og aflleysi þing- manna var hrópandi. Málefni fatlaðra. Eins og flestum er kunnugt þá hefur verið í umræðunni að sveitarfélög taki við málefnum fatlaðra frá ríkinu. I framhaldi af þessu hefur verið gerð könn- un á stöðu fatlaðra í kjördæm- inu og samanburður gerður við önnur kjördæmi. Iþessum málaflokki eins og svo mörgum öðrum sem ríkið hefur séð um er niðurstaðan sláandi. Ríkis- valdið hefur á engan hátt staðið undir þeim skyldum sem lög um málefni fatlaðra leggur því á herðar. Mörghundmð milljónir vantar upp á bæði til rekstrar og fjárfestinga til að skyldur samkvæmt lögunum séu upp- fylltar. Reykjaneskjördæmi stendur alveg skelfdega illa í samanburði við önnur kjör- dæmi í þesum málaflokki sem og í mörgum öðmm. Þessu þarf að breyta. Það er ekkert náttúmlögmál að Reykjaneskjördæmi skuli koma jafhilla útúr samanburði við önnur kjördæmi og raun ber vitni. Það hljóta að vera á þessu einhverjar aðrar skýringar. Það er vitað, að á Alþingi fer ffarn mikil hagsmunagæsla þing- manna fyrir kjördæmi sín, við getum verið ósátt við þetta kjör- dæmapot eins og það hefur verið kallað en það er deginum ljósara að ef okkar þingmenn beita ekki sömu aðferðum og þingmenn annarra kjördæma þá munum við bera skarðan hlut frá borði. Það hefur einnig komið í ljós á undanfomum misserum að það virðist miklu skipta, að kjördæmi hafi ráð- herra í ríkisstjóm til að tryggja hagsmuni sína. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri samfylkingar sem fram fer 5-6 febrúar nk. og stefnir þar á 2. sæti listans. Guðmundur Ámi Stefánsson alþingismaðun SAMFYLKING Á FULLRIFERÐ! Samfylking Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista er loks koniin á beinu brautina. Eftir langar og um margt erfiðar fæðing- arhríðir er nú gatan greið til kröftugrar og markvissrar kosningabaráttu, þar sem Samfylking jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrelsis, mun gera glögga grein fyrir stefnumálum sínum og vera sá valkostur sem fjölmargir hafa beðið eftir í íslenskum stjómmálum. Nú stendur fyrir dyrum að velja á og stilla upp fram- boðslista Samfý'lkingarinnar í Reykjaneskjördæmi og verð- ur það gert með prófkjöri 5.og ó.febrúar næstkomandi. Það er mikilvægt að vel takist til og saman veljist góður og dugmikill hópur fólks. Það standa öll efni til þess, því nú þegar er fyrirséð að fjöldi góðra manna og kvenna gef- ur kost á sér til setu á listan- um. Þess vegna er ástæða til að hvetja alla áhugamenn um vöxt og viðgang jafnaðar- stefnu og félagshyggju að taka þátt í prófkjörinu. TIL FORYSTU Eg mun bjóða mig fram í prófkjörinu og leita eftir stuðningi til að leiða hinn nýja lista Samfylkingarinnar í góðri samvinnu við félaga mína. í þessu prótkjöri verður valin ný forysta fyrir nýja stjórn- málahreyfingu, sem byggir að sönnu á gömlum og traust- um grunni. Eg býð mig ekki fram gegn einum né neinum, heldur fyrst og síðast starfs- krafta mína og stefhumið. Prófkjör er lýðræðisleg leið, þar sem stuðningsmenn raða samherjum á framboðslista. ÖFLUGUR VALKOSTUR Samfylking jafnaðar og fé- lagshyggju er mætt til leiks - eini raunhæfi valkostur launafólks og alls almenn- ings, valkostur gegn sérhags- munum og blindri markaðs- hyggju núverandi stjórnar- flokka, valkostur almanna- heilla, þar sem raunverulegt frelsi einstaklingsins í einka- ltfi sem og í atvinnulífi er í heiðri haft, en samhjálp og samstaða er jafnframt ríkj- andi. Oft var þörf - nú er nauðsyn. Tökum höndum saman - fyrst í prófkjörinu. svo í kosning- unum og síðan í samvinnu um að endurskapa íslenskt þjóðfélag, jtar sem frelsið, jafnréttið og bræðralagið eru í öndvegi. Guðmundur Arni Stefánsson alþingismaður. ATTAVILLT I STAPA 6. FEBRÚAR TIL LEKíU I.ítil íbúð á góðum stað í Keflavík. Aðeins reyk- laust fólk. Góð umgengni áskilin. Uppl. í síma 421- 2141. 3ja herb. íbúð í Keflavík, einnig 3ja lierb. íbúð í Garði. Uppl. í síma 892-5123. Mikið uppgerð íbúð í gömlu húsi. Uppl. í síma 421-5693. Itjört og góð 3ja herb. íbúð leiga kr. 35.000- pr mán. með hússjóð. Leigist frá og með 1. febrúar. Nafn og símanúmer leggist inn á skrifstofu Víkurfrétta merkt: 3ja herb. 80 fermetra, 3ja herb. íbúð á besta stað í Keflavík. Uppl. ísíma 699-1596. 3ja herb. íbúð í mjög góðu ástandi á góðum stað í Keflavík. Laus um næstu mánaðar- mót. Ahugasamir leggi inn nafn og símanúmer á skrifstofu Víkurfrétta merkt 3 HERBERGI. ÓSKAST TIL LEIGU 4-5 herb. einbýlishús eða sérhæð í minnst 2 ár. Uppl. í síma 421-6350 Sigríður. Hús cða íbúð í tvö ár fyrir barnlaus amerísk hjón í Keflavík eða Njarðvík. Góðri umgengni heitið. Uppl. hjá David í vs. 425-2228 og hs. 425-7858. Einstæð móðir óskar eftir 4ra herb. íbúð í Keflavík sem fyrst. Uppl. í síma 436-1236. Lítil íbúð eða herbergi. Til sölu fá sama stað nýlegt furuhjónarúm á 40 þús. Uppl. í síma 421- 4086 og 899-3875. TIL SÖLU Fyrirtæki Æfingarbekkir Dísu, (slender you 6 bekkir). Uppl. í síma 421-3405. Whirpool ísskápur m/frystihólfi, er enn í ábyrgð. Hæð 85cm. Verð ca 15.000.- Uppl. í síma 421- 5354. Vel með farin Pedigree barnavagn. Verð kr. 12.000.- Uppl. í síma 422- 7050. Daihatsu Charade CX árg. '88 ekinn 164 þús. Verð 80.000,- Uppl. í síma 422-7254. Góð 3ja herb. íbúð í Keflavík, nýtt á gólfum ný eldhúsinnrétting. Gott verð, góðir greiðslu- skilmálar. Uppl. í síma 486-5521 og 895-8414. Mitchelin sumardekk 185/65 R14“ og álfelgur undan Toyota Corollu, einnig felgur undan Hi lux DC. Uppl. í síma 421- 3701. ÓSKAST PC tölva, pentium 133 til 200Mhz. Uppl. í síma 421-6303 millikl. 07-12. ATVINNA Starfsmenn óskast í fiskvinnslu. Uppl. í síma 421-7484 og 899-8033. BARNAPÖSSUN Get tekið að mér börn hálfan eða allan daginn. Skiptipössun kemur líka til greina. Uppl. í síma 421-2182. TAPAÐ/FUNDIÐ Smábarnaskór svartur lakkskór, upp- reimaður nr.3. er í óskilum á Víkurfréttum. ÝMISLEGT Húshjálp Get tekið að mér þrif á heimilum frá 8-12 á há- degi 1 sinni í viku eða oftar. Einnig hálfs- mánaðarlega. Uppl. í síma 421-5639, 422-7259 og 699-5639. Oska eftir ræstingu eftir hádegi eða tek að mér gæslu á börnum eftir hádegi. Uppl. í síma 421- 3263 eftir kl.20. Ert þú búin að prófa allt? Viltu láta þér líða vel og grennast á sama tíma? Höfum vörur sem skila 98% árangri og læknar mæla með. Stuðn- ingur og persónuleg þjón- usta 100% trúnaður. Póst- kröfuþjónusta. Uppl. í síma 897-4512 eftir kl. 18. virka daga og allar helgar. Þóra og Bjarki. 18 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.