Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.01.1999, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 21.01.1999, Blaðsíða 6
Ertu leitand? Hver er tilgangur lífs þíns? Er ALFA námskeið eitthvað fyrir þig? Skráning og upplýsingar um næsta ALFA námskeið sem hefst 27. janúar '99 er hafin. Sími: 421 3985, 421 4345 og 421 4337. Kefla víkurkirkja. Fasteignaþjónusta Suðurnesja hf. og skipasala Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - sími 4213722 - fax 4213900 Heiftarliolt 14, Keflavík. Góð 2ja herbergja, rúmlega 50nv íbúð á 1. íueð. 4.000.000,- Fífumói la, Njarðvík. 2ja herbergja íbúð á 1. hæð. Parket á gólfum, kapalkerfi. 4.200.000.- Melbraut 23, Garði. 138m- einbýlishús ásamt 42m’ bflskúr. 4 svefnherbergi 9.000.000.- Suðurgata 42, Keflavík. 3ja herbcrgja íbúð á neðri hæð í tvíbýli. Sér inngangur. 4.500.000,- Ránarvellir 9, Keflavík. 93m; raðhús ásamt 25m: bílskúr. 3 svefnherbergi. Hagstætt áhvfl. 9.700.000,- Tjarnargata 9, Sandgerði. Góð 120nv, 4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýli. Töluvert endumýjuð. 6.100.000,- Eyjaholt 17, Garði. 5 herbergja 135m: einbýlishús ásamt 53nv bílskúr. Hagstætt áhvflandi. Laus fljótlega. 9.600.000,- Kirkjubraut 20, Njarðvík. Um 90m! 3ja herbergja efri hæð í tvíbýli. Góð kjör. 3.900.000,- Hultsgata 17, N jarðvík. 5 herbergja einbýlishús ásamt bflskúr. Hagstætt áhvílandi. Skipti möguleg. 11.000.000.- Heiðarból 8, Keflavík. Mjög góð 2ja berbergja íbúð á 2. hæð. Flísar og parket á gólfum Skipti á stærri. 4.200.000,- AÐ FARA ...eðafara ekki! Heil og sæl öllsömul! Það er óneitanlega langt liðið frá síðasta pistli og engu um að kenna, nema leti pistlaskrifara. Nú er hugmyndin að bæta um betur og hrista fram nokkra pistla á árinu. Já, meðan ég man gleðilegt ár og þakka ykkur allt gamalt og gott! Einhver hefur eflaust ráðið það af fyrirsögn og tímasetningu pistilsins, að hann tjalli um prófkjör. Eflaust muna einhver ykkar, að ykkar elskan- legur brá sér í prófkjörsslag fyrir fjómm ámm og náði fjórða sæti á lista Alþýðuflokksins á eftir þrem þáverandi þingmönnum.I kosn- ingunum var síðan lagt kapp á að halda þess- um þremur inni, en það tókst því miður ekki. Eg (og mitt fólk eins og alvöru pólitíkusar segja) ákvað, að í næstu kosningum yrði stefnt á þriðja sætið, baráttusæti og auðvitað að vinna þingsætið. Varla hefur farið fram hjá neinum að Alþýðu- flokkurinn býður í ár fram með vinuni og vandamönnum undir heiti Samfylkingar. Eg sem mikill áhugamaður um pólitík fylgdist vandlega með byrjun þreyfinga og af mikilli athygli. Sú athygli breyttist fljótlega í undmn sem jókst daglega eftir því sem fjölgaði inn- og útgöngum kvennalistakvenna í flestum landshornum. Undmnin vék síðan smá saman fyrir leiða, þar til ég hrökk upp með andfælum við það að skila átti inn prófkjörstilkynningum eftir viku. Hlutimir voru sem sé aldeilis komnir á fullt. Fresturinn rennur út á morgun ( 15. jan) og að sjálfsögðu fá Suðumesjamenn mfnar skýringar á ákvörðun minni. Venjan er að segja að margir hafi hvatt mann til að fara fram, en það væri bara haugalygi. Þeir sem hafa talað við mig liafa undan- tekningarlaust held ég ráðlagt mér að láta slíkt eiga sig. Hvort það er með mína velferð eða samfylkingarinnar í huga verður hver að gera upp við sig. Ljóst er að fyrirkomulag prófkjörs þýðir, að þingmenn Jafnaðarmanna fá tvö af fjórum efstu sætum og síðan það fimmta. Óbreyttir jaffiaðarmenn eins og ég og fleiri eigum von á 6. Sæti og síðan næst því níunda. Fyrir fjómm árum ákváðum við að auglýsa ekki í fjölmiðlum fyrir prófkjör, svokallað heiðurs- mannasamkomulag, sem flestir héldu fullkom- lega. Nú er ekkert heiðursmannasamkomulag gert heldur ákvörðun að ofan um að allir skulu jafnir, og skulu fá jafnmikla kynningu í flokkslegri blaðaútgáfu næstu 3 vikur, bæði þingmenn sem allir þekkja með nafni og í sjón og sfðan lítt frægir menn eins og ég. Finnst nokkmm þetta ójafn leikur? Ekki er heldur loku fyrir það skotið að þingmönnum takist að láta sér bregða fyrir í sjónvarpi alveg óvart næstu daga og vikur. Reyndar er það nú svo, að ég hef oft í leik og starfi verið tilbúinn til að leggja mig allan fram þó ójafn væri leikurinn, en sannleikurinn er sá, að ég finn mig því miður skorta sam- fylkingareldmóðinn, sem þarf til að vera f framlínu fyrir þessi samtök á Reykjanesi. því eftirlæt ég öðmm það að berjast um þau sæti sem minn flokkur fékk í kvóta þar. Ég verð að sjálfsögðu áfram gamaldags jafiiaðarmaður og óbreyttur liðsmaður í þeim slag sem framund- an er. Það er meira að segja aldrei að vita nema ég sendi frá mér létta grín- og ádeilupistla á næstunni. Af nógu er jú að taka! Mottó dagsins ? “Fjörið í kjörið “ Með hafnfirskri kveðju Hrafnkell HRAFNKELL ÓSKARSSON SKRIFAR FRÉTTAVAKT í SÍMA 898 2222 Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju óskar eftir tilboðum í verkid „Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju- ÚTBOD 4". Verkið fellst í innanhússfrágangi safnaðarheimilisins. Veggir og loft skulu fullfrágengin, öll gólfefni (nema flísalagnir og steingólf), innréttingar og önnur smíði. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 2000. Boðið verður upp á vettvangsskoðun þann 25. janúar 1999 kl. 14. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Suðurnesja ehf, Hafnargötu 58, Keflavík, gegn 10.000. kr skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð í Kirkjulundi, við Kirkjuveg, miðvikudaginn 10. febrúar 1999 kl. 11. Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.