Víkurfréttir - 30.03.1999, Síða 9
W & sykurlaust
Loðiðlífí
undirheimum!
I síðustu viku
fór skólpið á
tveimur salern-
uin hjá Verka-
lýðs- og sjó-
mannafélagi
Keflavíkur og
nágrennis. Þegar hugað var
að viðgerðum og bæjar-
starfsmenn hófu að mynda
holræsin komu að linsunni
kunnugleg trýni og ljóst
varð að ekki er minna líf
undir Hafnargötunni en á
henni. Rottur hafa alltaf
skotið upp kollinum öðru
hvoru í Reykjanesbæ, þar
sem gömlu skólplagnirnar
eru enn við lýði, og þarna
hafa blessaðar skögultenn-
urnar séð sér færi á að koma
sér upp fjölskyldu í bilinu
sem myndaðist er leiðslurn-
ar brugðust. Litlu loðnu kið-
fættu greyin með langt skott
og höktandi göngulag, leiftr-
andi augnaráð og óbilandi
vinnuþrek. Mmm.
Friðum Framsokn!
Pistlaskrifari hefur um
stund ætlað aðljúka úttekt á
léttu nótunum um flokka-
flóruna á Islandi.Aðeins nú-
verandi stjórnarflokkar áttu
eftir aðfá sitt.En erfitt
revndist þrátt fyrir góðan
vilja aðfinna nokkuð-
skemmtilegt eða fyndið við-
Sjálfstæðisflokkinn.Hvað er
fyndið við flokk sem lætur
einn mann segja sér um
hvað má tala og hvað ekki
og livaða mál eru yfirhöfuð
á dagskrá. Er eitthvaðf ynd-
ið viðráðherra sem líkir
borgarstjóra viðalræmdasta
fjöldamorðingja ( Pol Pot)
síðan Hitler og Stalín lögðu
upp laupana.Hreint ekki.
Framsókn aftur á móti, Það-
er huggulegur og skemmti-
legur flokkur. Pabbi heitinn
og hinir bændurnir í
Bjarnafirðinum voru Fram-
sóknarmenn, enda lítið vit í
öðru. Framsókn „reddaði”
Farmölum og öðru slíku,
réði oftast landbúnaðarmál-
um og stjórnaði af alkunnri
snilld.Bjarnafjörðurinn er
aðvísu að mestu kominn í
eyði núna líkt og fleiri Fram-
sóknarsveitir.Þaðer sjálfsagt
ástæðan fvrir því að Fram-
sókn hefur revnt að ná af sér
Hrafnkels
saga
sveitabragnum á síðustu
árum og sækja fram í þétt-
bylinu. I stað Blesa er komið
mótorhjól.badmintonspaði
kemur í stað kevris og leð-
urgalli í staðinn fyrir gömlu
grænu Sambandsúlpuna.
Fvrir síðustu kosningar
tókst nokkuðvel að plata
þéttbylingana og pistlaskrif-
ari sem er
vonlaus
sveitaróm-
antíker
hafði
áhyggjur af
að gamli
kúffélags
sjarminn
væri að
hverfa, en sem betur fer Þá
nær gamli Framsóknarand-
inn alltaf yfirhöndinni.
Við skulum ekkert minnast
á ræðu Páls Péturssonar um
litasjónvarpið hér um árið
Það er gömul lumma, en ný-
ustu og framsæknustu
Framsóknarmennirnir sýna
góða takta með tillögum um
t.d. úrvalssveit hestamanna,
sem ríða skuli fylktu liði á
tyllidögum um bæi og héruð
ekki síst viðkomur þjóðhöfð-
ingja.Pistlaskrifara þætti
líka við hæfi að haldnar vrði
skrautsýningar samfara
Þessu ineð þátttöku sauð-
kindarinnar og íslcnska
hundsins.
Best var þó tillaga uni
verndun íslenskra bæjar-
nafna.Allir vita, að til er
nefnd sem hefur vit fyrir fá-
vísum og illa uppöldum al-
menningi þegar kemur að
því að gefa
krakka-
skömmun-
um
nafn.Færri
vita aðfram
kom tillaga
um nefnd
er styrði
hvaða nöfn-
um menn gætu nefnt bæina
sína, ófært væri aðnienn
skýrðu Þá t.d. Southfork eða
Starlight. Af einhverjum
ástæðum vakti þessi þjóð-
þrifa tillaga ekki tilætlaðan
áhuga.
Þaðer engin ástæða til aðláta
hér staðar numið.Verndum
þjóðleg gildi og skipum
nefndir sem fylgjast meðöll-
um nafngiftum í sveitunum.
Einhverjir söngleikjaaðdá-
endur gætu tekið upp á því
aðkalla traktorinn Starlight
Express, hundinn Evitu og
köttinn Cats. Þetta gæti jú
riðið íslenskri sveitamenn-
ingu að fullu.Ein nefnd í
hverjum hrepp væri nokkuð
passlegt og veitti nýju lífi í
sveitirnar og ekki van þörf
á.Voru ekki líka gefin loforð-
um 12.000 ný störf hér ein-
hvern tímann. Reyndar er
búið aðs verfa þannig að
sauðfjárbændum aðkalla
mætti samtök þeirra „Les
Miserabbles” en það er
önnur saga.
En nú eru erfiðir tímar.
Þrátt fyrir að vera áberandi
skemmtilegasti flokkurinn á
Framsókn undir högg að-
sækja.Ég vil því aðf lokkur-
inn verði friðaður áður en
það er um seinan og tryggt
að hann fái alltaf tvo menn á
þing. Þar af annan á Norð-
urlandi vestra. Sú kvöð
mætti gjarnan fylgja, að þeir
klæddust sauðskinnsskóm í
þingveislum og kvæðu rím-
ur.a.m.k. algjört lágmark að
þeir geti komiðsaman fer-
skeytlu. Fleiri en tvo þing-
menn spyr einhver.Ja til
hvers?
Meðkveðju frá Southfork
Hrafnkell.
Af vitfimngum og
öðrum bæjarfulltrúum
Hátt á annað ár hafa bæjar-
búar og aðrir landsmenn fyl-
gst með undirbúningi og
framgangi varðandi byggingu
fjölnota íþróttahúss í Reykja-
nesbæ. Eins og oft þegar stór
mál eða framtíðarfram-
kvæmdir eru í vinnslu í bæjar-
félaginu eru ekki allir sam-
mála. Útaf fyrir sigerekkert
óeðlilegt við slíkt, bæjarfull-
trúar sjá hlutina í misjöfnu
ljósi og haga þá málflutningi
sínum og atkvæðagreiðslu í
samræmi við það.
A undanfömum árum hefur
farið fram nijög málefnaleg
og fagleg umræða í bæjar-
stjóm Reykjanesbæjar um
hin fjölmörgu verkefni sem á
dagskrá hafa verið hverju
sinni. Bæjarfulltrúar verið
sjálfum sér samkvæmir jafnt
fulltrúar meirihluta sem
minnihluta og gætt virðingar
í hvívetna. Nú bregður svo
við að með tilkomu J-listans
við síðustu kosningar hafa
menn þar á bæ tamið sér ann-
að orðbragð, óvandaðra og
gæta ekki virðingar sinnar.
En nýir siðir koma með nýj-
um herrum og er sjálfsagt
ekkert við því að gera.
Tjarnargata 12
Árið 1989 gerði Keflavíkur-
bær samkomulag við fslenska
Aðalverktaka um að taka á
leigu til 20 ára óuppsegjanlegt
og síðan forleigurétt á efri-
hæðinni að Tjamargötu 12.
Um áramótin 1990-91 þegar
byggingu lauk voru samning-
ar undirritaðir. Ekki vom allir
sáttir með þá gjörð, meðal
annarra kom þá til bæjarstjór-
ans jafnaðarmaður sem lýsti
andúð sinni á leigusamning-
inn og sagði að það ætti ekki
að leigja,, bærinn ætti að
kaupa. Honum var tjáð að
þessi leið væri hagstæð bæn-
um, hann hristi hausinn og
fór. Nú nýlega var stofnað
eignarhaldsfélagið Tjamar-
gata 12 ehf. af Víkum ehf.,
Lífeyrissjóði Suðumesja og
Reykjanesbæ. Félagið keypti
af fslenskum Aðalverktökum
allt húsið, og leigir síðan
Sparisjóðnum, Lífeyrissjóðn-
um og bænum sama húsnæði
og þeir hafa til næstu 20 ára
óuppsegjanlegt. Sami jafnað-
armaður kom nú í heimsókn
og óskaði bænum til ham-
ingju með að vera búinn að
kaupa bæjarskrifstofumar og
sagði í leiðinni. „Þetta sagði
ég alltaf, þú áttir að kaupa
húsið í upphafi en ekki
leigja”. Við þessi orð reiknaði
ég út hvað húsið hefði kost-
að í upphafi með láni til 35
ára. Heildar kaupverð hefði
orðið um 2.2 milljarðar og
hlutur Keflavíkurbæjar tæpar
700 milljónir kr.
Leigugjald á sama tíma er
rúmar 230 milljónir kr. allt á
sama verðlagi. Þegar ég
sýndi þessum ágæta jafnað-
armanni niðurstöðuna og
benti honum vinsamlega á
að húseigandinn hefði nú af
ýmsum ástæðum talið heppi-
legt að selja og við að kaupa
þar sem verðið væri hagstætt,
þá viðurkenndi hann að valin
hefði verið rétt leið í upp-
hafi að leigja til langs tíma og
vera síðan reiðubúinn í kaup
þegar rétta tækifærið gafst.
Spamaður skiptir hundruðum
milljónum króna.
Fjölnota íþróttahús
„Fyrst ég er nú kominn í
heimsókn á annað borð langar
mig að fá skýringar á þessu
íþróttahúsi” hélt gestur minn
áfram. „Vinsamlegast settu
það fram í nokkrum áherslu-
þáttum! Mín er ánægjan svar-
aði ég.
I fyrsta lagi er mjög góð
reynsla af leigufyrirkomulag-
inu sem bærinn hefur liaft
vegna Tjamargötu 12 sl. 9 ár.
I öðru lagi mjög vönduð
mannvirkjagerð íslenskra Að-
alverktaka.
I þriðja lagi hagstætt verð
miðað við gæði, glæsileg
bygging.
í fjórða lagi hefur bæjarsjóð-
ur nú lagt um 1,7 milljónir kr.
í undirbúning en með hefð-
bundnum útboðshætti má
áætla að 26 milljónir kr. hefði
þurft frá bænum til að hanna
og bjóða út.
I fimmta lagi sér eigandinn
um viðhald utandyra fyrstu
fimm árin.
í sjötta lagi er verð á fer-
metra helmingi lægra en í
venjulegum íþróttahúsum.
f sjöunda lagi er hægt að
kaupa húsið hvenær sem er
t.d. eftir 5-7 ár eða síðar.
í áttunda lagi eru mjög miklar
líkur á að EVRAN verði kom-
in sem gjaldmiðill á íslandi
innan 10 ára og þá lækka
vextir.
I níunda lagi eykst rými í
íþróttahúsum bæjarins með
hagkvæmum hætti, með því
að ýmsar íþróttagreinar sem
nú eru þar inni flytjist til.
í tíunda lagi að bæta eins
og kostur er æfinga og keppn-
isaðtöðu ungra stúlkna í
fþróttum, en brottfall þeirra er
mikið áhyggjuefni. Marg
sannað er að besta forvöm
gegn vímu- og fíkniefnum er
aukin íþróttaiðkun ungs
fólks.
Agæti lesandi, mér þótti rétt
að setja á blað stutt brot úr
viðtali mfnu við þennan
ágæta jafnaðarmann, sem fór
mjög sáttur til síns heima og
sagði um leið og hann kvaddi
„segðu fleirum en mér, það
þarf að margsegja sumum”.
Ellert Eiríksson
bœjarstjóri
Víkurfréttir
9