Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 30.03.1999, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 30.03.1999, Qupperneq 11
LIF MITT BREYTTIST Fyrir nokkrum árum lifði ég ósköp hversdagslegu J m lífi sem ég var að mestu Í1 tfl leiti ánægð með, en fann samt að eitthvað vantaði . Innra með mér var tóma- rúm, sem ég reyndi eftir bestu getu að fylla á ýms- an hátt. En ég fann ekki gildi lífsins á skemmti- stöðum og ekki sannleikann þar sem ég leit- aði hans. Ég var á endanum komin á þá skoðun að það væri bara eitthvað að hjá mér. Engin af mínum nánustu virtist skilja þetta tómarúm mitt, þvj líf mitt var ekkert frábrugðið lífi annara. Ég átti allt sem ég þurfti. Nema Jesú. Svo var það kvöld eitt að ég ákvað að kíkja á samkomu hjá Hvftasunnukirkjunni. Það sem ég sá og heyrði þar.var einmitt það sem ég þuifti og án þess að hugsa mig um tók ég á móti Jesú. Strax þá fylltist hjarta mitt af gleði og ffiði og ég fann að ég hafði fundið það sem ég hafði leitað svo lengi að. Ég byrjaði síðan að kynnast Guði með því að lesa biblíuna, biðja og fara á samkomur. Þetta gerðist fyrir einu og hálfu ári síðan og enn í dag er ég að kynnast föður mínum á himnum, kærleika Hans og umhyggju og vilja hans með líf mitt. Tómarúmið er orðið yfirfullt. Margir halda, að fylgja Jesú sé bara boð og bönn. En þegar við byijum að elska hann, eyða tfma með honum, verða þeir hlutir sem áður voru skemmtun, einskis virði í samanburði við það sem Guð gefur. Er það ekki svo að þegar einhver elskar, þá vill hann þeim aðila hið besta. Þannig er Guð. Hann er alltaf til staðar fyrir mig og þó að allt mannlegt bregðist þá er Guð ávallt mér við hlið til að mæta öllurrí rnínuin þörf- um. Hann er sá eini sem aldrei bregst. Mitt líf í dag er yndislegt og ég myndi ekki skipta á því sem ég á í dag og öllu heimsins gulli. Jesús dó fyrir okkar syndir svo við gætum eignast eilíft líf. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa honum alla mína ást, öll mín hjart- ans fylgsni. eða bara allt nritt líf. Drottin blessi þig. Guðrún Erla Gunnlaugsdóttir. www.qospel.is Þeir sem vilja kynnast Hvítasunnukirkjunni Veginum í Reykjanesbæ betur og hafa aðgang að internetinu er bent á heimasíðuna http://www. gospel. is Hvítasunnukrikjan Ve?urinn Hafnargötu 84 • 230 Keflavík www.gospel.is Auglýsing FYRIR UNGUN6A? Tómas Davíð Tómasson 15 ára. Tómas, ertu ekki alltofungur til aðfara lifa fyrir Guð? Tómas: Nei, Guð er fyrir alla á öllum aldri og vill taka þátt í lífi okkar. Eru þó margir á þinum aldri sem vilja virkilega jylgja Jesá? 1 omas: Veit ekki um mjög marga, mættu vera fleiri. Hrað viltu segja við unglinga sem halda að trúin sé leiðinleg? Tómas: Trúin er langt frá því að vera bara boð og bönn, mað- ur eignast gleði og frið. Svo veit ég líka að Guð er með mér f öllu sem ég geri. Auður Adda Halldórsdóttir 14 ára: Auður, nú man ég að þú harðneitaðir að koma á samkomur og sagðir að trúin vœri leiðinleg. Afhverju byrjaðirþú síðan að koma í kirkju og það á hverja einustu samkomu? Auður: Ég frelsaðist og það breytti öllu mínu lífi. Ég var þunglynd, átti erfitt með svefn, var leiðinleg, einmana og smá- borgari og hafði takmarkað skopskyn. En núna er ég svo til alltaf glöð, líður mikið betur, ekki lengur smáborgari, heldur konunglegur ríkisborgari í hinrninum. Nú ert þú bara 14 ára þaiftu ekki að prófa að lifa lífinu fyrst? Auður: Ég er að lifa lífinu, búin að lifa í heiminum og það er ekkert stuð miðað við þetta. Hvað viltu segja við unglinga? Guð gefur eilífan frið og gleði og ef þið viljið það, þá fylgið Guði. ERUM VIÐ SERTRUARSÖFNUÐUR? Árið 1993 voru Hvítasunnu- menn og aðrar skyldar kirkjudeildir yfir 420 millj- ónir í hciminum, en eru um- talsvert fleiri í dag. Lútherskir eru í dag taldir 61,5 miiljónir. Allar þessar kirkjur játa Jesúm Krist sem frelsara, upprisu mannsins, endur- komu Krists og eilífan dóm. Kenningarmunur hvíta- sunnunianna og lútherskara felst í því að Lútherskir skíra barnaskírn en hvíta- sunnumenn og flestar aðrar kirkjur skíra fólk eftir að það tekur trú, og þá niður- dýfingarskírn, sem er sú skírn sem viðhöfð var í upp- hafí kristni á Islandi. Égvarleitandi Allt mitt líf hef ég verið leitandi. Mig vantaði innri frið, og líf mitt var hamingjusnautt. Ég lærði innhverfa íhugun í leit minni að innri friði, en ekkert gekk . Á unglingsárunum fór ég að nota áfengi, tóbak, og önnur eiturlyf, en ekki fann ég hamingjuna í eiturlyfjunum. Ég varð aðeins þræll þeirra til margra ára. Fyrir tveimur og hálfu ári síðan eignaðist ég lifandi trú á Guð. Jesús Kristur kom inn f líf mitt og frelsaði mig. Á einum degi hætti ég að nota áfengi, tóbak og önnur eiturlyf. Öll löngun hvarf. Ég fór ekki í meðferð, missti ekki dag úr vinnunni og þetta kostaði ríkið ekki krónu. Það besta var að þetta er löglegt. Ég fékk ekki fráhvarfseinkenni, |xtta var eias og ég hefði aldrei notað eiturlyf. I dag er ég hamingjusamur á innri frið og þekki sannleikann. Málið er einfalt. Jesús Kristur er svarið. Guðmundur Árnason. Víð verðum að velja Hver er ég, hvaðan er ég komin, hvað verður um mig þegar ég lýk þessu jarðlífi? Er líf eftir dauðann, er til einhver andlegur heimur? Hvemig varð þetta allt saman til og hver er tilgangurinn? Á unglingsárunum fór ég að velta íyrir mér tilgangi lífsins. Leit mín að sannleikanum var hafin. Ég vissi ekki þá að ég yrði svo heppin sem raun ber vitni. Sannleikann fann ég án þess að lenda í meiri- háttar hremmingum. Ég fann Jesú Krist og svörin við spurningum mínum komu eitt af öðru. Síðan á unglingsárunum hefur Jesús verið besti vinur minn. Hann hefur fylgt mér gegnum súrt og sætt og staðið mér við hlið allar götur síðan. Eftir þessa reynslu mína gæti ég ekki hugsað mér að fara í gegnum lífið án Jesú enda er hann sá vinur sem í raun reynist. Lífið í þessum heimi er síbreytilegt, þau gildi sem í dag standa eru fallin á morgun. Þess vegna er nauðsynlegt að eiga eitthvað sem er öruggt og óbreytanlegt, eitthvað sem ekki fylgir tísku- straumum, breytist vegna viðhorfa manna eða nýjustu uppgötv- ana vísindanna. Þannig er Jesús. Hann er sú festa sem ég hef fundið í lífinu og ekki bara í mínu jarðneska lífi heldur nær kær- leikur hans út yfir gröf og dauða . Biblían , sem er Guðs orð lof- ar okkur því að ef við tökum við Jesú Kristi sem okkar persónu- lega frelsara munum við lifa með honum um alla eilífð . Biblían talar skýrt og ákveðið um lífið eftir dauðann síðan er það okkar að velja og hafna. Ég valdi að fylgja Jesú, trúa honum og treysta fyrir lífi mínu og hef aldrei séð eftir því vali. Hann er góður Guð sem þráir persónulegt, daglegt samband við okkur , sköpun sína. María Magnúsdóttir. V íkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.