Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 30.03.1999, Side 14

Víkurfréttir - 30.03.1999, Side 14
Stærsta grafa Evrópu á leið til Grindavíkur Samningur um dýpkun innsiglingarinnar í Grindavík var á dög- unuin undirritaöur af Haildóri Blöndal sain- gönguráðherra, Einari Ein- arssyni bæjarstjóra, Mar- gréti Gunnarsdóttur for- manni hafnarnefndar og Lennart Henrikson fram- kvæmdarstjóri Skanska Dredging AB. Einnig voru viðstaddir Kjell Helgesson sem verður verkefnastjóri og Hans Lindström en hann sá um alla samningagerð fyrir fyrirtækið. Að sögn Lennarts Henrikson mun fyrirtækið koma með sín bestu tæki til verksins og koma þeir með stóran pramma sem mun standa á löppum og verður hann notaður við boranir. Grafan sem verður notuð til verksins er stærsta grafa sinnar tegundar í Evrópu. Skanska mun koma með allan sinn búnað í endaðan apríl og verður verkið hafið um miðjan maí og er áætlað að dýpkun verði lokið í endaðan ágúst. Meöal gesta sem fögnuðu þessum áfanga voru nokkrir þingmenn kjördæmisins starfsmenn siglingastofnunar ásamt bæjarstjórn og hafnar- nefnd. Grindavík „openu Fyrir skemmstu var haldið Opna Grinda- víkurmótið í pílukasti í Festi í Grindavík. Barna voru mættir allir bestu pílukastarar landsins en 28 þátttakendur voru á mótinu fró nokkrum píluk- lúbbum. I undanúrslitum mættust þeir Guðjón Hauksson frá Pílufélagi Grindavíkur og Oli Sigurðs- son frá Pílukastfélagi Reykjanesbæjar annar vegar og Jóhannes Harðar- son og Kristinn Magnússon báðir frá Pílukastfélagi Reykjanesbæjar. Guðjón og Jóhannes mættust svo í úrslita leik og eftir mjög harða og spennandi keppni stóð Jóhannes uppi sem sig- urvegari. Itæjarstjóri Grindavíkur afhenti svo verðlaunin og glæsilegan farandbikar sem Grinda- víkurbær gaf til keppninar í fyrra. Þótti mönnum mótið takast mjög vel og vel að öllu staöiö. Mótstjóri vildi taka fram að það væri helst að þakka styrktaraöilum hvernig hefði til tekist en þeir eru Stakkavík, Fiska- nes, Bílaþjónusta Halldórs, Vélsmiðja Þorsteins, Vísir, Þorbjörn og Grindavík- urbær. Landssamband slökkviliðsmanna efndi til Eldvamarviku í desember sJ. og heimsóttu slökkviliðsmenn nær alla grunnskóla landsins hver í sínu starfssvæði og lögðu fyrir nemendur þriðja bekkjar sérstakt verkefni ásamt eldvamargetraun og ræddu unt eldvamir. Dregið var úr innsendum lausnum og í Grindavík var það Lilja Ósk Sigmarsdóttir sem fékk afhent áritað viðurkenningarskjal frá Landssambandi slökkviliðsmanna ásamt pakka sem í var m.a. fjölskylduspil, reykskynjari. eld- vamarteppi og fl. Asmundur Jónsson slökkvil- iðsstjóri bauð svo Lilju Ósk í ökuferð á slökkvibíl og hafði hún mjög gaman af. Undirbúningur stendur yfir- Lndirbúningur l'yrir Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 1999 stendur sem hæst. Meðfylgjandi myndir voru tek- nar í undirbúningi keppninnar. Um hárgreiðslu sjá Bjarklind Gísladóttir og Aldís Sigurðardóttir. Förðun annast Stefanía Björnsdóttir, Ciuðrún Osk (junnlaugsdóttir og Guðleif Arnardóttir. Þá sér Guðný Osk Hauksdóttir um neglur stúlknanna. VF-myndir: Páll Ketilsson M 99 Hvítar nærbuxur í Sandgerði! Umfjöllun tímarits Víkurfrétta um fjölda jeppa í Garðinum miðað við höfðatölu fór misvel í fólk og bárust blaðinu skeyti, skop og níð að því tilefni. Þar á meðal var símbréf frá óþekkt- um aðila sem lagði til að „pap- arazzar" blaðsins eltust við flöktandi fatasnúrur Sand- gerðinga næst, þar væri að finna flestar hvítar nærbuxur. Gmnar Víkurfréttir að þama hafi verið á ferð harður and- stæðingur sameiningar, á 35 tommu Krúser hið minnsta... Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.