Víkurfréttir - 15.04.1999, Blaðsíða 11
Starfsmönnum Verkafls sem vinna að byggingu nýs baðstaðar Bláa lónsins í lllahrauni vestan Þorbjarnar við
Brindavík gerðu sér dagamun um síðustu helgi þegar boðið var upp á grillsteikur og bjór. Nú er unnið allan
sólarhringinn að byggingarframkvæmdum og stefnt að opnun nýja Bláa lónsins um Hvítasunnuhelgina.
Verslunarmannafélag
Suðurnesja
Aðalfundur
Verslunarmannafélags Sudurnesja
verdur haldinn að
Vatnsnesvegi 14, Keflavík,
þriðjudaginn 27. apríl kl. 20.
Dagskrá
1. Kosinn fundarstjóri.
2. Kosinn ritari.
3. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
4. Reikningar félagsins.
5. Lýst stjórnarkjöri.
6. Önnur mál
Stjórn
Verslunarmannafélags Suðurnesja
REYKJANESBÆR
Gæsluvellir
- sumaropnun -
Gæsluvellir Reykjanesbæjar verða
opnir frá kl. 13-17 frá og með
3. maí - 30. september 1999.
Nánari upplýsingar eru gefnar á
bæjarskrifstofu, Tjarnagötu 12,
Keflavík og ísíma 42 1 6700.
Félagsmálastofnun.
Atvinna
Ræsting
Auglýst er eftir ræstitæknum til
sumarafleysinga við Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja í 50% til 75%
störf. Laun eru samkvæmt
kjarasamningi Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur og
fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
- Reyklaus vinnustaður -
Nánari upplýsingar veita ræstinga-
stjóri, hjúkrunaforstjóri og fram-
kvæmdastjóri í síma 422 0500
Framkvæmdastjóri
Meðvirkni
í kvöld kl. 20 er fundur hjá
Guðspekifélagi Suðumesja í
sal Iðnsveinafélags Suður-
nesja að Tjamargötu 7. Elís
Jón Sveinsson mun ræða um
meðvirkni, heilbrigð sam-
skipti og fyrirgefningu. Að-
gangseyrir er enginn og eru
allir velkomnir
Plottað í Leifsstöð?
Samkvæmt heimildum VF
höfðu engar umsóknir í starf
forstjóra Leifsstöðvar, borist
fyrir helgi en eins og kunnugt
er var Ómar Kristjánsson ráð-
inn forstjóri til eins árs í fyrra
við litla hrifningu margra. At-
hygli hefur vakið þensla á
batteninu en á skrifstofu hans
eru nú komnir fjórir starfs-
menn til viðbótar við Ómar, á
einu ári, en þessi starfsemi var
áður undir embætti flugvallar-
stjóra. Það embætti er ennþá
til staðar og að mati kunnugra
hefði hæglega og á mun ódýr-
ari máta verið hægt að koma
fyrir um sýslu hins nýja versl-
unarreksturs í stöðinni sem
Ómar sér aðallega um, á
skrifstofu flugvallarstjóra.
Ástæðan fyrir því að engar
umsóknir hafi borist í starf
forstjóra Leifsstöðvar mun
vera augljós; auglýsingin er
bara sýndarmennska og Ómar
fær skipun til 5 ára segja
kunnugir málinu. Þetta sjái
þeir sem vilji sjá. Sem sagt;
pólitískt plott af bestu gerð...
Gerðahreppur
Atvinna
Laust er til umsóknar starf við
íþróttamiðstöðina í Garði. Starfið
felur m.a. í sér eftirlit með
sundlaug, afgreiðslu, þrif og
baðvörslu í búningsklefum (karla).
Umsækjendur þurfa að standast
hæfnispróf sundstaða, samkvæmt
reglum um öryggi á sundstöðum.
íþróttamiðstöðin er reyklaus
vinnustaður. Umsóknarfrestur er
til 29. apríl nk. Umsóknareyðublöð
liggja frammi í íþróttamiðstöð
og á skrifstofu Gerðahrepps.
Forstöðumaður.
Víkurfréttir