Víkurfréttir - 15.04.1999, Blaðsíða 12
II Fegtirðarsamkeppni Suðurnesja 1999 haldin í veitingahúsinu Stapa um síðustu helgi:_
Keflvísk fegurðardrottning 1999
Fegurðarsamkeppni
Suðurnesja er stærsta
og glæsilegasta
skemmtikvöld hvers
árs hér á Suðurnesjum.
Glæsilegt fólk hvert sem lit-
ið er og keppendurnir sjálfir
glæsilegastir allra.
Hildigunnur Guðmunds-
dóttir, 19 ára Keflavíkur-
mær, sigraði 12 stallsystur
sínar með glæsibrag fyrir
fullum Stapa. I öðru sæti
varð önnur Keflavíkurmær,
Bjarnheiður Hanncsdóttir,
en í því þriðja Njarðvíking-
urinn Eva Stefánsdóttir.
Stúlkurnar þrjár verða full-
trúar Suðurnesja í Fegurð-
arsamkeppni íslands.
Vegleg verðlaun
Ungfrú Suðumes, Hildigunn-
ur Guðmundsdóttir, fær að
launum 100 þúsund krónur frá
Sparisjóðnum í Keflavík,
demantshring frá Georg V.
Hannah, Nike íþróttagalla frá
K-sport, árskort í líkamsrækt
og ljós frá Lífsstil, ókeypis
þjónustu í hár og neglur í eitt
ár og Fudge snyrtivörur frá
Art húsinu, nærfatasett að eig-
in vali frá Smart, glæsilegan
gjafapakka frá Guerlain og
Apóteki Keflavíkur og veg-
lega gjöf frá No Name og
Smart. Þá fær hún veglega
gjöf frá Oroblu fyrir að vera
með fallegustu fótleggi á Suð-
umesjum þetta árið.
Bjamheiður Hannesdóttir fær
þriggja mánaða likamsræktar-
kort frá Lífsstfl, fataúttekt frá
Kóda, fría þjónustu í hár á
neglur í mánuð og Fudge
snyrtivörur frá Art húsinu,
nærfatasett að eigin vali frá
Smart og glæsilegan gjafa-
pakka frá Guerlain og Apóteki
Keflavíkur.
Eva Stefánsdóttir fær þriggja
mánaða likamsræktarkort frá
Lífsstfl, fría þjónustu í hár á
neglur í mánuð og Fudge
snyrtivörur frá Art húsinu,
nærfatasett að eigin vali frá
Smart og glæsilegan gjafa-
pakka frá Guerlain og Apóteki
Keflavíkur.
K-sportstúlkan, Kristín Marfa
Birgisdóttir, fær 50 þúsund
króna vöruúttekt hjá K-sport.
Verðlaunahafar kvöldsins
Fegurðardrottning Suðumesja
1999 HildigunnurGuð-
mundsdóttir
2. sætiBjamheiður Hannes-
dóttir
3. sætiEva Stefánsdóttir
Ljösmyndafyrirsæta Suður-
nesja 1999 Matthildur Magn-
úsdóttir
Vinsælasta stúlkan Kristín
María Birgisdóttir
Fegurstu fótleggirnir
Hildigunnur Guðmundsdóttir
K-sportstúlka Suðurnesja
1999 Kristín María Birgis-
dóttir
Allir keppendur
leystir út með gjöfum
Allir þátttakendur í keppninni
fengu Revlon sturtusápu og
body lotion frá Revlon og
Smart, gjafapakka frá Guerla-
in og Apóteki Keflavíkur, Fila
sundbol ffá K-sport, húsnyrti-
vömr frá Bláa Lóninu, blóm-
vendi frá Blómabúð Guðrúnar
og sokkabuxur og boli frá
Oroblu.
Ekki aðeins keppendur
sem fengu gjafir
Tuttugu fyrstu konumar sem
mættu í Stapann fengu glæsi-
lega gjöf sturtusápu og Body
lotion frá Revlon og Smart.
Glæsileg umgjörð
mörgum að þakka
Aðstandendur keppninnar,
veitinga- og tæknimenn
Stapans og kynnirinn Freyr
Sverrisson eiga öll hrós skilið
fyrir glæsilega og vel heppn-
aða kvöldstund glansliðsins á
Suðumesjum.
r
n
um í bsUm
á mánudagsmorgni
Ungfrú Suðurnes, Hildi-
gunnur Guðmunds-
dóttir, vinnur hjá Fisk-
þurrkun ehf. í Garði á
daginn en setur stefnuna á
öldungardeild Fjölbrautar-
skóla Suðurnesja eða lík-
amsræktarstöðina Lífsstíl á
kvöldin.
Hvernig upplifðir þú keppn-
ina og kvöldið?
„Ég þurfti nú að hugsa mig
vel um áður en ég sló til og
ákváð að taka þátt. Þá lagði ég
upp til að eiga skemmtilegar
minningar og mögulega eign-
ast nýjar vinkonur. Annars var
þetta mikil breyting fyrir mig.
Ég hafði aldrei fylgst með
svona keppni og aldrei stund-
að líkamsrækt utan leikfimi í
skóla.“
Varstu búinn að eyða öllum
verðlaunapeningunum í
huganum áður en úrslitin
urðu Ijós?
„Ég pældi í því einhvem tím-
ann hvemig væri að vinna en
ýtti því strax frá mér aftur og
reyndi bara að njóta undirbún-
ingstímans og félagsskaparins
því æfingarnar voru mjög
skemmtilegar."
Var erfitt að mæta í vinnuna
á mánudagsmorgni?
„Nei, sunnudagurinn var eig-
inlega erfiðari. Það stoppaði
ekki síminn heima og húsið
hálffy lltist af blómum.
Mamma og pabbi eru stolt af
sinni og það var æðislegt að
Sara systir skyldi vera heima.
I vinnunni var síðan tekið á
móti mér með lófaklappi.“
Þátttaka í fegurðarsam-
keppni Islands er framund-
an. Breytir þessi titill lífi
þínu?
„Það held ég ekki þó mögu-
lega verði ég eitthvað að
minnka við mig vinnuna fram
að lokakeppninni. Ætli ég fái
ekki einhverja athygli í smá-
tíma en sfðan fara hlutimir aft-
ur að ganga sinn vanagang.
Nú ætla ég bara að vera góð
við sjálfa mig í nokkra daga
og stunda svo æfingar stíft
ffam að keppninni."
Er drottningin ólofuö?
„Já, en ég á mér kærasta.
Hann heitir Einar Lars Jóns-
son kallaður Lassi. Við erum
enn að kynnast og erunt ekki
að flana að einu eða neinu.“
Að hverju stefnir Hildigunn-
ur Guðmundsdóttir?
Stúdentsprófi, nárnið er aðal-
atriðið í dag og draumurinn að
geta lokið því í dagskólanunt
því það er erfitt að vinna allan
daginn og fara í skólann á
kvöldin.
Viðtal: jak.
Víkurfréttir