Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 29.04.1999, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 29.04.1999, Blaðsíða 15
M er ai gerast í Flugstöðinni? Verkafl hf. fær fyrsta áfangann Bæjarráð hefur samþvkkt að taka tilboði Verkafls hf. í 1. áfanga frá- veitukerfisins í Njarðvík. Verkafl átti lægsta til- boðið að upphæð kr. 58.009.905 krónur sem var aðeins 69,3% af kostnaðaráætlun. Mikið er rætt meðal fólks á Suðumesjum um stjórnarhætti Framsóknar á Flug- stöðinni. Forstjóri Framsókn- armanna hefur lagt mesta áherslu á að stækka skrif- stofuna sína, tryggja fram- sóknarmönnum stöður og ganga erinda flokksins. Það er mikil gagnrýni á hvernig staðið er að sölu- málum í Fríhöfninni. Þannig kvarta Samtök verslunarinnar og gleraugnasalar yfir óeðli- legum viðskiptaháttum í Flugstöðinni. Það virðist einn- ig sem færsla á búðum innan svæðisins sé ekki í samræmi við útboðið á sínum tíma. Rætt er um að fjárhagsstaðan sé ekki eins góð og af er látið og sérstakir afslættir af eigu séu í fullum gangi. Búið er að byggja upp fjöl- mennt bákn í kringum Framsóknarforstjórann. Hallað er réttu máli þegar skýrt var frá fjölgun starfa með því að telja hálfs- dagsstörf fullgild, samskipti við fólk em erfið og tölur um tekjuaukningu starfseminnar er byggð á vafasamri aðfer- ðafræði. Vill fólk verðlauna þessa stjórnarhætti Framsóknar- manna með því að kjósa þá í vor? Svari hver fyrir sig? Þetta viðgengst allt í skjóli Halldórs Asgrímssonar, utan- ríkisráðherra, sem fer með málefni Flugstöðvarinnar, og Hjálmars Arnasonar þing- manns Framsóknar. Ágúst Einarsson Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Brýn umhverfismál á Suðumesjum 1. Umhverfismenntun í skólum og íyrir almenning, m.a. að hjálpa fólki að koma auga á og njóta töfra náttúr- unnar sem við lifum og hræmmst í, bæði sjálfra okkar vegna og eins til að geta eflt ferðamennsku og leitt gesti okkar að leyndardómum nátt- úmnnar. Umhverfismenntun er nauðsynlegt veganesti á leið okkar til sjálfbærara sam- félags til að tryggja nátt- úmgæði afkomenda okkar. 2. Odýrir almenningsvagnar gangi milli byggða á Suðumesjum (m.a. í flugstöð- ina) og til Reykjavíkur á 1/2 klst. fresti. Almenningsvagnar em jafnréttiskrafa þess helm- ings þjóðarinnar sem ekki eiga bíl eða hafa bfipróf. Þannig er hægt að draga úr umferðarþun- ga og mengun, spara stórfé og gera t.d. rán- dýra tvöföld- un Reykja- nesbrautar- innar óþarfa! Rfldð þarf að styrkja al- menningssam- göngur vem- lega, sem samt em smámunir miðað við það sem sparast. 3. Skipuleggja græna ferða- mennsku þannig að ánægja ferðamannsins aukist jafn- framt því sem ntinna eyðist af eldsneyti og dregur úr meng- un. 4. Leggja góða hjólreiðastíga um Suðumes til ánægjauka og heilsubótar, til að fyrirbyggja slys, efla ferðamennsku og draga úr umferðarþunga. Leggja ætti áherslu á mark- vissa trjárækt með stígunum til þess að auka skjól án þess þó að byrgja útsýni. 5. Gróðurvemd og upp- græðsla - að greiða skuldina við landið með því að græða upp örfoka land og nýta til þess lífrænan úrgang, Einnig gróðursetja tré og kjarr til að skapa skjól og hlýlegra og fjölbreyttara umhverfi. 6. Sorpflokkun til að draga úr mengun og endumýta sem mest og spara þannig útgjöld og skapa ný auðæfi. Allan lífrænan úrgang frá fyrir- tækjum og heimilum á að nýta við uppgræðslu og garðrækt til að bæta hinn snauða jarðveg. 7. Skólphreinsun í heil- brygðis- og náttúruvemdar- skyni, að hreinsa fjörumar án þess {dó að senda óþverrann út á fiskimiðin. 8. Sauðfé og hross verði í beitarhólfum, eins og nú þegar er raunin á Rosm- hvalanesi og Vamsleysu- strönd. 9. Herinn burt, friðarstarf í stað hemaðar. Af hemaði stafar gífurleg eyðilegging, mengun og auðlindasóun um heim allan. 10. Eflarann- sóknir á nátt- úm og umhverfi til lands og sjávar, sem eru grundvöllur skynsamlegrar nýtingar. Hlúa að stofnunum eins og Fræðasetrinu og Rannsókna- stöðinni í Sandgerði, Sæfiska- safninu, byggðasöfnunum o.fl. Eg álít að Vinstri hreyf- ingunni - grænu framboði sé treystandi til að koma þessum brýnu umhverfismálum áleiðis. Þorvaldur Örn Árnason, lífræðingur. Skipar 6. sæti U-listans í Reykjanesumdæmi segir Þorvaldur Örn Árnason, lífræðingur sem skipar 6. sæti U-listans í Reykjanesumdæmi m.a. í greininni. 1. MAI 1999 Merkjasala hefst Föstudagur 30. apríl: Merki veröa afhent kl. 73 á Víkinni, Hafnargötu 80, keflavík Laugardagur 1. maí Skemmtun í Stapa Kl. 13.45 Húsið opnar - Létt tónlist KL. 14.00. Setningarávarp - Sigfús R. Eysteinsson formaður Iðnsveinafélags Suðurnesja Ræða dagsins - Edda Rós Karlsdóttir * hagfræðingur Alþýðusambands Islands Söngur - Birta Rós Arnórsdóttir Gamanmál - Jón Borgarsson Leikþáttur - Leikfélag Keflavíkur Kaffiveitingar í boði félaganna Kl. 14.00. - Börnum boðið á kvikmynda- sýngu í Nýja Bíói í boði Sambíóanna Félagar !! Fjölmennið á Hátíðarhöldin Verkalýðs- og sjómartnafélag Keflavíkur og nágrennis Verslunarmannafélag Suðurnesja Iðnsveinafélag Suðurnesja Vélstjórafélag Suðurnesja Starfsmannafélag Reykjanesbæjar Starfsmannafélag Suðurnesjabyggða Rafiðnaðarfélag Suðurnesja Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.