Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 24.06.1999, Page 9

Víkurfréttir - 24.06.1999, Page 9
Sannkallaður „stríðslelkjagarður" hefur verlð settur upp í grjót- garðlnum vlð Helguvíkurhöfn. Bandarískir hermenn hata hlaðið þar sandpokavirki og sett upp gaddavírshindranir. Þarna bíða þeir árásar hryðjuverkamanna sem eru leiknir af þýskum sérsveitarmönnum. VF-ljósmyndir: Páll Ketilsson Þessum dátum var ekkert gefið um Ijósmyndatökur þegar þeir voru á vaktinni í Aðalhliði Ketlavíkurflugvallar á mánudaginn. Þeir kvörtuðu til lögreglunnar og vildu gera filmu Ijósmydarans upp- tæka. Eftir mikið stapp var þeim gert Ijóst að allur rétturinn væri hjá Ijósmyndurum Víkurfrétta sem væri heimilt að mynda allt! Rúnturinn hættulegur Lögreglunni í Keflavík var kl. 03:44 aðfaramótt þjóðhátíðar- dagsins 17. júní sl tilkynnt um umferðarslys á Hafnargötu . Reyndust þar hafa rekist saman bifreiðar á leið í gagnstæðar áttir og þurfti að flytja 5 af jreim 7 aðilum sem í bifreiðunum vom með sjúkrabifreiðum á Heilbrigðisstofnun Suðumesja. Rannsókn málsins er ekki lokið en svo virðist sem fíflaskap- ur annars ökumannsins hafi valdið slysinu og hann hafi vilj- andi ekið bifreið sinni yfir á öfugan vegarhelming. Ökumenn bifreiðanna vom sautján og 19 ára og farjregamir frá 15 til 19 ára. Letin dýrkeypt bifreiðaeigendum Lögreglan í Keflavík sektaði 48 bifreiðaeigendur fyrir að hafa trassað að færa bifreiðar sínar til skoðunar innan tilskil- ins tíma og 10 fyrir að færa ekki bifreiðamar til endurskoö- unar. Skv. útreikningum VF gera þetta 424 þúsund króna út- gjöld. Framkvæmdir við nýjan baðstað Bláa lónsins } em nú á lokastigi. Vam er byrjað að flæða um [ það svæði sem verður framtíðar baðlón. Á þriðjudagskvöldið átti vatnsborðið eftir að hækka um nær einn metra, enda dæling í lónið ekki hafin fyrir alvöm. Vatnið sem nú flæðir um } lónið er enn of heitt eða um 50°C Ákvörðun um formlega opnun verður tekin í þessari viku, en dagsetning hafði ekki verið geftn út áður en blaðið fór í prentun. Starfsemi er þó hafin í veitinga- aðstöðunni því 50 sendiherrar mættu í íyrstu veisl- una sem var bókuð í húsinu sl. föstudag. Iðnaðarmenn eru enn að störfum við bún- ingsaðstöðu og styttist í að fyrsti baðgesturinn taki sundsprett í nýja baðlóniu - bláu paradísinni! Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi ljósmyndari I VF úr þyrlu varnarliðsins kl. 22.00 sl. sunnu- dagskvöld og sýnir hún vel stöðu framkvæmda. Gæsilegur litrlkur undiYfatnaóur handa elskunni ykkar! '[cA— . A N/G E L la prairie MARBERT Hafnargötu 25 • Keflavík • sími 421 1442 Víkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.