Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 15
Kristinn Guðmundsson, málarameistari í Dropanum er sextugur í dag, 24. júní. Hann verður að heiman með fjölskyldu sinni á afmælisdaginn. Netfang íþrótta: jak@vf.is J Hótel KefLavík Sími 420 7001 i------------------------1 Líta vel út í Öldinni okkar Grindvíkingar tryggðu óslitna sigurgöngu félags- ins gegn Kenvíkingum á heimavelli sínum í efstu deild knattspymunnar. 2-0 sigurinn á sunnudag var sá fjórði í röð og markatalan samtals 10-1. Nú er það Keflvíkinga að halda sömu yfirburðum á eigin heimavelli í 15. um- ferð. Stigin sótt á „limma“ Fríður hópur stuðningsmanna Grindvíkinga í knattspyma kvaðst láta hrakspár Péturs Péturssonar um markaveislu IA sem vind um eyru þjóta og að nú yrði lið þeirra stutt til íyrsta sigursins á Skagan- | um. VF tók mynd af félögunum en þeir ferðuðust í gríðarstórum glænýjum eðalvagni Hjalta Allans síðdegis í gær. Ekki tókst að næla í stig á Skaganum því Grindavík tapaði leiknum. Grindvíkingar af botnsvæðinu Grindvíkingar sigruðu Kefl- víkinga örugglega 2-0 sl. sunnudag og skildu Keflvík- ingar eftir í botnbaráttunni. Keflvíkingar voru miklu sterkari í fyrri hálfleik en áttu ekki erindi sem erfiði við mark heimamanna. Grindvík- ingar sneru þróuninni við í seinni hálfleik og komust yfrr með marki Skotans Alisters McMillans, sem fram að því hafði verið einn slakasti leik- maður vallarins, á 53 mínútu. Markið hleypt auknu sjálfs- Örn Ævar hefur leikið best allra kylfinga í sumar á Toyota mótaröðinni. Hann hélt uppteknum hætti í Wales um síðustu helgi. 250 leikir hjá Gunnari Gunnar Oddsson, þjálfari og leikmaður Keflvikinga, lék í Grindavík sinn tvö hundruð og fimmtugasta leik í efstu deild á fslandi. Hann og Sig- urður Björgvinsson, félagi hans í þjálfaramálum Kefl- vfkinga, eru þeir einu sem náð hafa slíkum leikjafjölda í efstu deild á fslandi en Sig- urður lék 267 leiki á sínum. Vegna aukinnar aðsóknar er- lendra liða í afreksmenn okk- ar íslendinga í knattspyrnu verður að telja ólíklegt að leikjamet Sigurðar verði sleg- ið nema þá helst af Gunnari félaga hans. trausti í heimamenn sem hreinlega tóku völdin á miðj- unni og sóttu stíft næstu mín- útur og skoruðu aftur á 70 mínútu. Rak þar Sinisa Kekic smiðshöggið á góða sókn með óverjandi þrumufleyg. Keflvíkingar fækkuðu í vöm sinni og fjölguðu sóknar- mönnum enda ekkert annað hægt að gera í stöðunni. Þrátt fyrir breytinguna voru það heimamenn sem fengu færin og einungis snilldarmark- varkvarsla Bjarka kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri en hann lokaði markinu þrisvar gegn erlendri framvarðarsveit Grindvíkinga. Grindavíkurlið- ið lék vel og voru Stevo Vor- kapic og Grétar Hjartarson þeirra bestu menn en Bjarki Guðmundsson stóð sig best Keflvíkinga og verður ekki sakaður um mörkin. Örn Ævar Hjartarson, Suðurnesjakylfingur stóð sig vel á alþjóðlegu golfmóti áhugamanna í Wales um síðustu helgi. Hann lenti í 4. sæti og var aðeins sex höggum á eftir sig- urvegaranum. Örn Ævar lék á 294 höggum, 77-71-74-72. Hann er í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í Evrópumóti landsliða á Ítalíu um helgina. Tvö mót yerða í Leirunni uni helgina. Kvennamót á laugardag og Úrval-Útsýn punkta- mót þar sem leikin verður tvímenningur. Sævar hélt uppi merki Sandgerðinga Góð þátttaka var f minningar- móti Sigurðar Bjarnasonar í Sandgerði 20. júní sl. Úrslit urðu þessi: Karlaflokkur 1. Kristvin Bjamason GL 71 2. Ólafur M. Sigurðsson GK 2 3. Svanþór Laxdal GKG 73 Með forgjöf 1. Sævar Gunnarsson GSG 63 2. Sturlaugur Ólafsson GS 64 3. Gunnar Þórðarson GK 64 Kvennaflokkur - besta skor Þórdís Geirsdóttir GK 76 Með forgjöf 1. HuldaB.BirgisdóttirGK 76 2. Þóra Eggertsdóttir GKG 69 3. Elín Gunnarsdóttir GS 70 Nándarverðlaun á 4. braut - Bergþór Jónsson GR 84 sm. Nándarverðlaun á 7. braut - Halldór lngvarsson GG 38 sm. ^ Aðalfundur körfuknattleiksdeildar U.M.F.N. verður haldinn þriðjudaginn 29. júní í sal Grunnskólans í Njarðvík. Stjórnin Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.