Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 26.08.1999, Síða 15

Víkurfréttir - 26.08.1999, Síða 15
/ Agústa Guðmundsdóttir - minning Lokið merkum lífsins degi, Ijós ogfegurð krýnir hann. Virt og elskuð áttir œðsta, aðalsmerki: Kœrleikann. Avalltglöð og einlœg varstu, aldrei brást þín hjálp í neyð. Heiðarleiki og lijartagœska, liafa mótað œviskeið. Tráin lífs þíns leiðarstjarna, lýsti þér í gleði og þraut. Fyrirgefning, fegurst dyggða, fylgdi tránni á sigurbraut. Kveðja frá syni og tengdadóttur. Orð afhinu illa léstu aldrei falla íþínum raitn, eða stóð þitt stóra hjarta, að styggðaryrði um nokkurn mann. Ast og hlýju öllum börnum, œtíð gafstu heil og sönn. Gefa, hugga og gleðja aðra, gleði þín í lífsins önn. Betri móðurátti enginn, elskuríka og trausta í senn. Fagurt hf, og förin hinsta, í friði og sátt við Guð og menn. Trúföst móðir trygg og göfug, tengdamóðir virt og dáð. Okkar hinstu hjartans þakkir, liœrri og dýpri en orð fá tjáð. Ljóssins faðir lífs á landi, launin bestu veiti þér, fyrir allt, sem okkur gafstu. Astkœr minning blessuð er. Margrét og Páll. Heilsufróðleikur: Að byrja i leikfimi Mætum vel i tima! Það er nú svona með okkur. Við byrjum í leikfimi af fullum krafti, í einn til 2 mánuði. Hvað gerist svo? Jú. við emm orðin leið eða höfum svo mikið að gera. Við finnum okkur alltaf einhverja af- sökun. Ekki niæta fjómm sinnum í 2 til 3 mánuði og svo hætta, því ef þú gerir það ertu alltaf á byrj- unarreit. Mætum jafnt og þétt. Eina rétta leiðin er að minnka við sig tímum á viku. Það er t.d. nóg að mæta 1 til tvisvar í viku til að halda sér við. Gemm líkamsrækt að okkar áhugamáli. Þetta er eini líkaminn sem við eigum, hugsum vel um hann, látum okkur sjálf hafa forgang. Enginn annar sér um að hugsa um líkama þinn. En það er ekki bara að vera í leikfimi, vera á fullu að brenna burt fitu. Hvað með sálarlífið? Við fáum mikla útrás þegar við förum í leikfimi, náum meira jafnvægi í líf okkar og eigum auðveldara með að vakna á morgnana. Við verðum miklu jákvæðari, hressari og öruggari með okkur. Við blómstrum og augun glampa af gleði, við lifum líftnu lifandi. Góð leið til að mæta betur: Finndu þér tíma til að fara í leik- fimi og að hafðu gaman af því sem þú ert að gera. Þegar fólki finnst skemmtilegt að æfa þá end- ist það lengur í tímum. En mundu eitt: Það tekur 3 til 4 mánuði þar til þú ferð að sjá verulegan árang- ur, ef þú æfir 3 til 4 sinnum í viku. Þar af leiðandi er líkamsrækt langtímaverkefni þar sem ánægj- an og árangurinn gefur okkur margfaldan styrk íyrir erfiðið sem þarf að leggja á sig. Þetta er mikil vinna. Nokkrir gullmolar til þín tii að lialda þér við efnið. 1. Settu þér markmið og farðu eftirþeim. 2. Veldu þér eitthvað sem að mun hjálpa þér að ná takmarki þínu. 3. Veldu þér æfingastað sem bíð- ur upp á margar tegundir af tím- um, á góðum stað og hefur góða leiðbeinendur. 4. Veldu eróbiktíma við þitt hæfi og fikraðu þig smátt og smátt upp ávið. 5. Fáðu hvatningu og stuðning frá fjölskyldumeðlimum og vin- um. 6. Æfðu ánægjunnar vegna. 7. Líttu á líkamsrækt sem varan- lega breytingu á þínum lífsstfl. 8. Gerðu hluti fyrir þig sjálfa, ekki fyrir Pétur og Pál út í bæ. 9. Ekki festast f einum tíma, fjöl- breytni heldur áhuganum gang- andi. 10. Vertu jákvæð. Ekki láta ann- að fólk hafa neikvæð áhrif á þig. Hcilsukveðja Hulda Lárusdóttir, þoifímileiðbeinandi og eigandi Stúdeo Huldu Al/y VOGABÆR Atvirma Óska eftir að róða meiraprófsbílstjóra til sölu og dreifingar á hinum vinsælu Vogaídýfum og E. Finnsson sósum, góð laun í ðoð/, meðmæ//. Umsóknir skulu sendar skrifstofu Víkurfrétta fyrir föstudaginn 3. september merkt „Vogabær" REYKJ AN ESBÆR Tónlistarskóli Reykjanesbæjar tnnritun Tónlistarskólinn í Keflavík og Tónlistarskóli Njarðvíkur hafa verið sameinaðir í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Skólinn, sem tekur til starfa 1. september, er til húsa að Austurgötu 13 með útibú á Þórustíg 7 og í öllum grunnskólum bæjarins nema Njarðvíkurskóla. Innritun fer fram á skrifstofu skólans að Austurgötu 13 og verður sem hér segir: Fimmtudagur 2. september kl. 12 - 18: Innritun nemenda úr TK og TN frá síðasta skólaári. Föstudagur 3. september kl. 12 - 18: Innritun nemenda úr TK og TN frá síðasta skólaári. Mánudagur 6. september kl. 12 - 18: Innritun nýrra nemenda. Þeir sem eiga inni umsókn frá því f vor þurfa að koma og staðfestahana. Nemendur úr framhaldsskólum þurfa að afhenda stundatöflu við innritun. Ganga þarffrá greiðslu skólagjalda við innritun. Kennsla hefst mánudaginn 13. september Skólastjóri Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.