Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 14.10.1999, Side 8

Víkurfréttir - 14.10.1999, Side 8
BT opna í Reykjanesbæ á laugardaginn Akveðið hefur verið að opna fjórðu BT verslun- ina í Reykjanesbæ, að Hafnargötu 31 Keflavík, þar sem verslun Tölvuvæðingar var áður til húsa. Keflvíkingurinn galvaski Skarp- héðinn Jónsson tekur þar við starfí verslunarstjóra. BT Reykjanesbæ ntun bjóða upp á gott vöruúrval á hinu landskunna BT verði. Að- spurður sagðist Skarphéðinn fagna þessu tækifæri og komu BT í bæinn. Hann segir fulla þörf á verslun af |)essi tagi á staðnum því aukin santkeppni muni eins og alltaf á endanum skila sér í vasa neytenda. Opnunardagurinn verður 16. október klukkan 10:00 stundvís- lega og að vanda verða ótrúleg opnunartilboð á boðstólum. Af þessu tilefni vill BT músin bjóða alla íbúa Reykjanessbæjar hjartan- lega velkomna. BT verður til húsa að Hafnargotu 31 þar sem Tölvuvæðing var áður. Opnun BT er þekkt fyrir langar biðraðir þar sem góð tilboð eru í gangi. Nýja bakaríið, sem er við hliðina á BT ætlar á opnunar- daginn að opna snemma og bjóða frítt kaffi og kleinuhring á 40 kr. I__________________________________I Tímarit Vikurfrétta kemur út um næstu mánaðarmót. Stórt og litskrúðugt metsölutímarit sem fjallar um mannlífið á Suðurnesjum og Suðurnesjafólk á líflegum nótum. Hefur þú tryggt þér auglýsingapláss? Hafðu samband við auglýsigadeild og kynntu þér spennandi tiiboð. GASÍMINN ER 421 4717 Gallery förðun opnar stærri verslun: VF- Hilmar Bragi Bárðarson Keflavík eða Kringlan Snyrtivöruverslunin Gallerv förðun í Keflavík liefur opn- að nýja og glæsilega verslun að Hafnargötu 25. Gamla verslunin sem stóð á saina stað var fyrir löngu húin að sprengja utan af sér allt pláss og því var ráðist í stækkun. Brevtingar á versluninni hafa lengi staðið til en fvrirtækið fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir. Eigendur Gallery förðunar hugleiddu alvar- lega að flvtja verslunina frá Keflavík og opna í Kringlunni en ákváðu að vera kvrr. Það eru lijónin Rúna Oladóttir og Oli Garðarsson sem eiga Gallery förðun. Rúna hefur annast verslun- arreksturinn frá upphafi. Hún segir þau fimm ár sem hún hafi stundað verslunar- rekstur í Keflavík haft verið ánægjuleg. Suðurnesja- menn og konur séu góðir viðskiptavinir og verslunin hafi vaxið jafnt og þétt og vöruúrval aukist. Þegar verslunarrými við hlið Gallery förðunar losnaði skapaðist tækifæri til að stækka verslunina. Baldvin Baldvinsson innan- liússarkitekt var fenginn til að teikna nýja verslun Gallery förðunar. Einvalalið iðnaðarmanna af Suður- nesjum kom að innréttingu verslunarinnar. Þannig smíðaði Trésmiðja Héðins og Asgeirs allar innréttingar og Húsabygging ehf. í Garði smíðaði stiga, milli- veggi og fleira. Rafþjónsuta Þorsteins annaðist raflögn og lýsingu og Radíó- kjallarinn lagði til allan tækjabúnað er kemur að hljóði og mynd. Margir aðrir komu að breytingu verslunarinnar og vildu þau Rúna og Óli sérstaklega nefna Þorstein Arnason þúsundþjalasmið sem hefur unnið að breytingunum dag og nótt. Öllum þessum aðilum eru þau afar þakklát. í versluninni er sérhannað verslanahljóðkerfi og einnig er stafrænt sjónvarpskerfi sem sjónvarpar tískusjón- varpi allan sólarhringinn. Einnig verður sett upp myndavélakerti í verslunni þannig að myndir úr versl- unni verða á sjónvarps- skjám frammi í búðinni. Það verður að teljast til tíðinda að einungis þurfti að loka Gallery förðun í þrjá daga vegna breyinganna. Iðnaðarmenn byrjuðu fyrst að innrétta þann hluta sem telst til stækkunar. Þegar því var lokið voru milliveggir rifnir niður og innréttingum komið fyrir í eldri hluta og gólfefni lögð. Vöruúrval f Gallery förðun hefur verið aukið frá því sem áður var, auk þess sem sú vara sem áður var á boðstólum fær meira og betra rými. Úrvalið af undirfötum hefur aldrei verið meira. Þá hefur nýtt heimsþekkt merki í snyrti- vörum verið tekið til sölu í Keflavík. Það er snyrti- vörulína frá Japan sem heitir Shiseido. Þetta vöru- merki er t.a.m. eingöngu selt í höfuðborgum þjóð- landa og því telst það til tíðinda að varan sé til sölu í Reykjanesbæ. Það verður því að teljast gæðastimpill fyrir Galleiy förðun að fá að vera einn af þremur sölu- aðilum Shiseido á íslandi. Eigendur Gallery förðunar stóðu frammi fyrir þeirri ákvörðun þegar ákveðið var að breyta versluninni. hvort lialdið yrði áfram verslunar- rekstri í Kefiavík og versl- unin þar stækkuð eða fiytja búferlum til höfuðborgar- innar og opna Gallery förðun í Kringlunni, en þá var ljóst að Kringlan væri að stækka. Keflavík varð fyrir valinu enda „Reykja- nesbær á réttu róli“ sem þeim Rúnu og Óla finnst uppbyggilegt að laka þátt í. „I Keflavík er gott umhverfi til að ala upp böm", sögðu þau Rúna og Óli sem eiga fjögur böm. Texti og mynd: Hilntar Bragi Bárðarson 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.