Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.10.1999, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 21.10.1999, Blaðsíða 11
Samkaup bætir í verslanakeðjuna Kynningarfundur um Kanadahús Kynningarfundur vegna kanadísku einingahúsanna sem verið er að reisa á Berginu í Keflavík verður á Glóðinni á laugardag kl. 16. Fulltrúi framleiðanda verður á staðnum og mun veita upplýsingar um allt sem varðar byggingu svona húsa, s.s. stuttan byggingartíma, verð og teikningar. Subway á Hafnargötuna Veitingastaðurinn Subway flutti á nýjan stað nýelga. Nýja aðsetrið er í Stapafellshúsinu við Hafnargötu 32 í Keflavík. Viðtökur hafa að sögn starfsfólks verið mjög góðar. Fleiri skyndibitastaðir hafa litið dagsins Ijós því Víkurgrillið opnaði aðeins neðar í Hafnargötunni í síðustu viku og Kína Take-away opnar í þessari viku á nýjum stað við Hafnargötu 16, þar sem K-sport var áður. Vatnslevsustrandarhreppur og Nesafl hafa gert með sér ranimasamning um margvísleg verkefni á sviði gatnagerðar, nýframkvæmda, jarðvinnu og fl. í Vogum. Sparisjóðurinn í Keflavík mun sjá um fjármögnun á framkvæmdunum. Samningur um fjárntögnun sem bvggir á ranimasamningi Nesafls og Vatnsleysustrandarhrepps var undirritaður í vikunni. Nú þegar hefur verið hafist handa við verkefni í Vogunum. Jóhanna Revnisdóttir, sveitarstjóri í Vogum sagðist mjög ánægð er með þau kjör sem Sparisjóðurinn gat boðið og á það ekki síst þátt í að greiða götu verklegra frantkvæmda í Vogunum.A myndinni eru frá hægri Geirntundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri, Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri Nesafls, Guðmundur Pálsson, fjármálastjóri Nesafls, og Jóhanna Revnisdóttir, sveitarstjóri í Vogum. VF-mynd: Páll Ketilsson undir nöfnunum Sparkaup og Samkaup. Samstarf þetta á að leiða af sér hagkvæmari rekstur fyrir báða aðila, meira afl í innkaupum og dreifingu kostnaðar. Samkaup h.f. mun koma fram sem samningsaðili fyrir allar verslanimar varðan- di innkaup og sameiginlega þætti aðra. Rekstur fyrirtæk- janna verður áfram aðskilinn og hvort fyrirtæki um sig mun sjá um aðra þætti rekstursins, svo sem starfsmannahald og aðra stjómun. Samkaup hf. opnar á morgun nýja verslun í Reykjavík og festi nýlega kaup áverslun á Bolungarvík auk keðjusamstarfs við versl- anir á Austfjörðum. Myndin er tekin i Samkaup í Njarðvík sem þar sem verulegar breytingar voru gerðar nýlega. Viðskiptavinir Samkaupa hafa tekið þesum breytingum mjög vel og hefur orðið veruleg aukning á verslun í Samkaup í kjölfar þeirra. Samkaup opnar nýja versl- un á föstudag við Vestur- berg í Breiðholti. Verslunin verður rekin undir nafninu „Samkaup". Síðustu daga hefur verið unnið við breytingar á húsnæði og búnaði verslunarinnar. Verslun þessi var áður rekin undir merkjum „Þinnar versl- unar". Samkaup h.f. hefur bætt enn einni verslun í keðju sína en í síðustu viku var verslunin Vömval í Bolungarvík keypt og hefur Samkaup þegar tekið við rekstrinum. Verslunin verður rekin með óbreyttu sniði fyrst um sinn, en mun hinsvegar síðar í vetur bætast í hóp Sparkaups versl- ana og fær nýtt útlit og breyttan afgreiðslutíma. Verslanir Samkaupa h.f. eru nú 13 talsins og um áramót bætast í hópinn 6 verslanir á Austurlandi sem verða reknar í samstarfi við Samkaup h.f. Samkaup h.f. í Reykjanesbæ og Kaupfélag Héraðsbúa hafa gert með sér samning um keðjusamstarf. Samningurinn kemur til framkvæmda um næstu áramót og tekur til markaðsmála, sameiginlegra innkaupa, útlits verslana, sameiginlegrar verðstefnu, auk margvíslegra annarra sameiginlegra hagsmunamála. KHB hefur keypt Melabúðina á Neskaupsstað og tekið á leigu verslun KFFB á Fáskr- úðsfirði. Ætlað er að þessar verslanir ásamt öðrum versl- ununi KHB á Austurlandi muni á fyrri hluta næsta árs fá samræmt útlit, líkt því sem verslanir Samkaupa h.f. hafa í dag. Verslanimar verða jafn- framt frá sama tíma reknar Vl£SJ£tpiIl [atvmnulif Biðröð hjá BT Verslunin BT opnaði við Hafnargötu í Keflavík sl. laugardag. Eins og þegar BT hefur opnað á öðrum stöðum myndaðist löng biðröð áður en verslun opnaði. Fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir í röðina um kl. 3 um nóttina.Þegar BT opnaði á laugardagsmorgun var löng röð fyrir framan búðina og var fram eftir degi. Margir gerðu góð kaup, enda verð afar hagstætt á mörgum vörutegund- um. VF-mynd: Hilmar Bragi. Víkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.