Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.10.1999, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 21.10.1999, Blaðsíða 6
Slakur namsarangur grunnskolanema “á Suöurnesjum áhyggjuefni á aöalfundi Sambands sveitarfélaga Skólamál voru mikið rædd á aðalfundi SSS um síðustu helgi. Amalía Bjömsdóttir, lektor við Kennaraháskóla íslands, fór yfrr niðurstöður samræmdra prófa á Suðumesjum í samanburði við aðra landshluta, en árangur nemenda á Suðumesjum er ekki til að hrópa húrra fyrir. Menntun foreldra skiptir máli Amalía sagði að námsárangur barna væri yfirleitt slakari í sjávarplássum en annars staðar, en það væri samt ekkert nátt- úrulögmál. Hún benti m.a. á að frammistaða nemenda væri tengd menntun foreldra, en að því leyti væru Reykjavík og Suðumes ólík svæði. Áhrif frá umhverfinu gætu einnig skýrt þennan mun. Atvinnuþátttaka bama í sjávarplássum hefst fyrr en annars staðar og böm sjá snemma að þau geta haft góðar tekjur án þess að fara í lengra nám. Verri en Vestfirðingar Niðurstöður samræmdra prófa í 4. bekk á Suðurnesjum, eru sambærilegar við aðra lands- hluta, en í 7. bekk dragast Suð- urnesin verulega aftur úr. Is- lenskan kemur hræðilega illa út í 7. bekk, en þar eru Suðumesin í neðsta sæti yfir allt landið. Suðumesin em svo í næst neðs- ta sæti í stærðfræðinni. Tungumálin koma betur út Könnun á niðurstöðum sam- ræmdra prófa f 10. bekk á tíma- bilinu 1993-1999, sýnir að Suð- urnesin eru enn í baráttu við Vestfirði um botnsætið, því þar eru Vestfirðir á botninum en Suðumesin fylgja fast á hæla þeirra. Enn sem fyrr koma íslenskan og stærðffæðin verst út. Enskan og danskan koma reyndar ágæt- lega út, og Amalía tók það sér- staklega fram að góður dönsku- kennari skipti öllu máli fyrir góðan árangur í dönskunámi. Jóhann Geirdal (J), bæjarfulltrúi benti á að enskan kæmi e.t.v. svona vel út vegna nálægðar við vamarsvæðið, sem er stór þáttur í atvinnulífi Suðumesja- manna. Vantar toppana Amalía sagði það vera sérstakt áhyggjuefni hversu hátt hlutfall nemenda á Suðumesjum værn j lægstu einkunnaflokkum. Á landsvísu fá um 10% nemenda einkunn á bilinu 1-2 en á Suð- urnesjum er þetta hlutfall um 20%. Slíkur árangur lokar jafii- vel ýmsum möguleikum, því þegar undirstaðan er slök þá gengur fólki oft illa í framhalds- námi, hvort sem um er að ræða bóknám eða iðnnám. Framleiðum slaka drengi Árangur drengja er slakari en stúlkna í öllum greinum, miðað við niðurstöður samræmdra prófa í lO.bekk. Piltamir standa sig þó ágætlega í stærðfræði, miðað við stúlkurnar, en þær halda samt forskotinu. Einn fundarmaður nefndi það að ef stúlkur væm slakari en drengir þá væri löngu búið að grípa til einhverra aðgerða til að jafna stöðu kynjanna. Mikið áhyggjuefni Hjálmari Ámasyni, núverandi alþingismanni og fyrrverandi skólameistara F.S., var mikið niðri fyrir þegar Amalía hafði lokið við að kynna niðurstöður sínar. Hann sagði að sveitarfé- lög á Suðumesjum hefðu fengið falleinkunn í skólamálumog skoraði á sveitarstjómir á Suð- urnesjum að hefja stórsókn í menntun. „Annars töpum við fyrir öðrum sveitarfélögum”, sagði Hjálmar Ámason að end- ingu. Risaskip i vanda Betur fór en á horfðist þegar pólskt flutningaskip, Kopalnea Borynia, kont þversum inní Keflavíkurhöfn í gærdag. Skip- ið, sem er 140 metrar að lengd, var að konia nteð salt fyrir hafnarbakkann þegar slysið átti sér stað. Pegar það kom inn í höfnina seig það á flotbryggjuna og rakst einnig utan í vesturbryggjuna. Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri, sagði að ekki væri búið að meta skemmdir á bryggjunni sem urðu verulegar, en skipið skemmdist ekki. Vi T.t. U ti UT . . . Ekki hass í hafnasamlaginu! Kjartan Már Kjartansson (B) lagði fram tillögu, á bæjar- stjórnarfundi sl. þriðjudag, þess efnis að bæjarstjórn Reykjanesbæjar beini þeim tilmælum til stjómar Hafnar- samlags Suðurnesja að það breyti skammstöfun samlags- Núverandi skammstöfun sam- lagsins er H.A.S.S. og Kjartan Már benti einnig á að netfang þess væri hass@hass.is. Þetta sagði hann að væri mjög svo óviðeigandi í alla staði. Ellert Eiríksson (D), bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagðist taka heilshugar undir orði Kjart- ans.Þorsteinn Erlingsson (D) kom með þá hugmynd að liægt væri að breyta skamm- stöfuninni í H.A.F.S. og net- fangið gæti e.t.v. verið haf@haf.is, sem væri öllu smekklegra. Tillaga Kjartans Más var sam- þykkt 11:0. g(ME) dlEpiP lítrar -1790.- -2680.- I dropinn Hafnargötu 90 • Keflavík sími 421 4790 Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23,260 Njardvík, sími 4214717, fax 421 2777 Ritstjóri: Páli Ketilsson, sími 893 3717 • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárdarson, sími 898 2222 • Blaðamaður: Silja Dögg Gunnarsdóttir • Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, Kolbrún Pétursdóttir, Jónas Franz Sigurjónsson • Útlit, umbrot og litgreining: Víkurfréttir ehf. • Filmuvinna og prentun: Stapaprent ehf. • Stafræn útgáfa: www.vf.is 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.