Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.10.1999, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 21.10.1999, Blaðsíða 19
VFSPÖRT SAMHERJI BREniTONS Njarðvíkingar biðu ekki lengi með að taka ákvörðun um nýjan bandarískan leikmann og að fengnum meðmælum Brentons Birminghams, íyrrverandi Njarð- víking og núverandi leikmanns Grindvíkinga, var gengið til samninga við fyrrum samherja hans í háskóla, Jasons Hoover. “Það er rétt að Hoover kemur frá sama skóla og Brenton. Hann var á fyrsta ári þegar Brenton var á sínu síðasta. Hann útskrifaðist 1997 með um 16 stig og 8.5 frá- köst á leik. Síðastliðin tvö ár hefur hann spilað í Sviss við ágætis orð- stf’ sagði Friðrik Ingi um nýja leikmanninn. ÁFALL FYRIR ÍRB Nú er orðið ljóst að sameiginlegt lið Njarðvíkinga og Keflvíkinga, IRB, mun ekki geta notað Jason Hoover, nýja Bandaríkjamanninn í liði Njarðvíkinga, í Evrópu- keppninni í stað Pumell Perry sem var rekinn á dögunum. Sam- kvæmt reglum FIBA er óleyfilegt að skipta um erlenda leikmenn eftir að riðlakeppnin hefst. Þetta minnkar verulega möguleika IRB á að komast áfram í keppninni. IRB tapaði í gærkvöldi fyrir Frökkum í Keflavík með 67 stigum gegn 101 rr* ,/ETLUM OKKUR AÐ ENDURHEIMTA TITLANA" Á síðasta vetri rúlluðu KR-ingar yfir kvennaboltann og sigruðu í öllum leikjum og hirtu að sjálf- sögðu alla titlana. Á fimmtudegi fyrir viku síðan fögnuðu Kefla- víkurstelpur stigameti Önnu Mar- íu Sveinsdóttur (4017)og sýndu KR-ingum að ekki yrði framhald á yfirburðum Vesturbæinga með 60-57 sigri 1 Keflavík. Það voru þær Erla Þorsteinsdóttir og Bima Valgarðsdóttir sem fóru fyrir Keflvíkingum að þessu sinni. Ekki alvarlegt Kvennalið Kefivíkinga varð fyrir því áfalli um miðjan seinni hálf- leik í toppslagnum gegn KR síðasta fimmtudag að Anna María Sveinsdóttir meiddist á hné og urðu þær að knýja fram sigurinn án síns leikreyndasta manns. “Meiðslin eru ekki alvarleg. Eg fékk högg á hnéið og bólgnaði upp og er búin að fá þennan fína marblett. Eg á von á því að verða klár í næsta leik, fer á æfingu í kvöld og sé hvað verður” sagði Anna María. íþpóttaunnendup gleðjast! Rlaðauki um íþróttir fylgip helgarblaði VF nk. föstudag... Bima skoraði 21 úr gegnumbrot- um og þriggja stiga skotum og Erla steig vart feilspor í leiknum, skoraði þegar upp á hana var spil- að og tók fráköstin sem skiptu máli á lokakaflanum. Leikurinn var ekki góður af okkar hálfu við vomm allt of fljótar á okkur í sókninni létum boltann ganga illa og vomm ekki að bíða eftir góðu skotunum en þetta var fyrsti al- vömleikurinn okkar í vetur þan- nig að ég hef engar áhyggjur. Við emm með nýjan þjálfara nýjar áherslur og ný kerfi þannig að jretta á eftir að smella saman hjá okkur. Við emm ákveðnar í því að endurheimta titlana “okkar”. Við höfum alla burði til jress emm með gott lið þannig að það er ekk- ert því til fyrirstöðu að titlamir komi aftur “heim”. Skopuðu 64 stig í seinni hálfleiK Meistaraefnin.Njarðvíkingar, sýndu “arfaslöku" KR-liði enga miskunn á sunnudag og völtuðu yfir þá 102-65 í leik þar sem Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, sýndi hvor- ki andstæðingunum né eigin liðs- mönnum neina miskunn og skipti öllum bekknum inn áef honum fannst menn ekki vera að leggja sig fram. Þótt lokatölumar gefi það ekki til kynna þá var fyrri hálfleikur (38-30) jafn og nokkuð spennandi en sterkur vamarleikur Njarðvíkinga í seinnni hálfleik gerði út af við unglingana hjá KR og “reynsluboltamir” Bow og Vassel virtust með lóð í skónum. Njarðvíkurliðið var mjög jafnt. allir áttu sinn sprett, sterkur tíu manna hópur. “Eg er mjög ánægður með leikinn og við sýn- Perry latur og pöbbaglaður Bandaríkjamaðurinn Purnell Perry var sendur heim síðasta fimmtudag eftir að hafa leitt Njarðvíkinga og IRB í stigaskor- un og fráköstum það sem af er tímabilinu. Skv. heimildum blaðs- ins, úr herbúðum Njarðvíkinga, bar Perry jafnmikið af í leti og í iíkamsþurðum og hann þótti rammur að afli. Þá gekk honum afar illa að ná tökum á leikskipu- lagi liðsins. Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarð- víkinga, sagði það alltaf erfiða ákvörðun að Iáta leikntann fara. “Pumell Perry er mjög svo hæfi- leikaríkur leikmaður sem hann sýndi svona við og við. Hann tók nánast aldrei á á æfingum né í leikjum hjá okkur í UMFN og það var eitthvað sem ekki var hægt að sættast á. Það var marg- búið að tala við hann en hann vissi alltaf betur en aðrir í kring- um hann og var mórallinn í kring- um hann ekki góður. Hann virti reglur félagsins að vettugi og sást oft til hans á öldurhúsum þó leik- ur væri næsta dag. Því miður er ekki hægt að nota nýja manninn í riðlakeppninni en hann verður löglegur með okkur að henni lok- inni” dum vamarleik eins og hann gerist bestur. Jason féll vel inn í hópinn og mér líst ágætlega á hann. Ég lagði mikið upp úr því að leikmenn héldu einbeitingunni þrátt fyrir að munurinn væri orðið talsverður, öðmvísi tekur liðið ekki fram- fömm.” Fypsti tapleikupinn síðan 1097 Villuvandræði Fannnars Ólafs- sonar og Chianti Roberts hjá íslandsmeisturum Keflvíkinga urðu þeim dýrkeypt gegn Haukaliði Ivars Ásgrímssonar sem stóðu upp sem sigurvegarar 82-87. Fyrsti tapleikur Kefivíkinga á heimavelli í rúm tvö ár staðreynd. Annars þurfti engan stórleik Hauka til því Keflvíkingar vom afar-aifaslakir en áttu þó möguleika á sigri fram á síðustu mínútu en köstuðu honum frá sér. Gunnar Einarsson var bestur Keflvíkinga og skoraði 21 stig. Opið punktamót Opið punktamót í Leirunni laugar- daginn 23. október. Keppt verður í karla- og kvennaflokki. Hámarks- forgjöf karla verður 24 og kvenna 36. Verðlaun í karlaflokki veita fyrirtækin Tal og BT, Motorola GSM síma ásamt aukabúnaði og TALfrelsispakka og golf tölvuleik fyrir PC, en Bláa lónið - Heilsuvörur ehf - veitir sínar þekktu húðvern- darvörur í verðlaun í kvennaflokki. Þátttökugjald er kr. 2.000. og er inni- falið í því kaffi eða gos og samloka að hætti hússins. Ræst verður út milli kl. 10:00 og 13:00. Tekið verður við skráningu í síma 421-4100 í dag og á morgun milli kl. 17:00 og 19:00 ^jjBIÁA LÓNIÐ smms rni stórddnsleik laugardagskuöld - FORSHLA RÐGOHGUMIM *** fl DHHSLEIKIHNÍTEAÐURI ISTVIIIO HULDUISIHR 4216303 TITCnffR Víkurfréttir 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.