Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.10.1999, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 21.10.1999, Blaðsíða 15
Áherslubreytingar á vinnslunni hjá HB „Munum fjölga starfsfólki innan tíðar“, segja forsvarsmenn H.B. í Sandgerði Mikill hiti hefur verið í fólki að undanförnu vegna upp- sagna hjá H.B. í Sandgerði. Þau svör fengust hjá yfir- mönnum H.B. að uppsagnim- ar hefðu verið nauðsynlegar vegna áherslubreytinga í vinnslunni. Flestir, sem sagt var upp, hafa fengið vinnu hjá öðmm fyrirtækjum. I dag fer eingöngu fram loðnuvinnsla í fyrirtækinu og óvíst hvort bol- fiskvinnsla verði hafin að nýju. A næstunnni stendur til að fjölga starfsfólki í fyrirtæk- inu. Þróunarvinnu brátt lokið Aðalsteinn Amason, vinnslu- stjóri H.B. í Sandgerði, sagði að fyrirtækið hetði að undan- förnu verið í samstarfi við ýmis fyrirtæki í sambandi við þróun á vinnslu og búnaði, fyrir loðnuvinnslu. „Við emm komnir í gang með þurrkunar- ferlið og bráðlega tökum við í notkun nýjar vélar sent flokka loðnuna eftir þyngd. Þegar þessari þróunarvinnu er lokið munum við fjölga fólki því við höfum alla burði til að vaxa og dafna. Við búumst jafnvel við að þurfa að flytja inn erlent vinnuafl, eins og önnur sjávarútvegsfyrirtæki hafa neyðst til að gera”, sagði Aðalsteinn. Hann vildi einnig taka það fram að H.B. hefði verið því fólki, sem sagt var upp, innan handar við að út- vega því aðra vinnu. I dag starfa á 50-60 manns hjá H.B. í Sandgerði. Vinnslan verður stöðug H.B. selur loðnuna eingöngu á Japansmarkað, en þar er hún talin vera herramannsmatur. Hráefnið kaupir fyrirtækið í Noregi, Kanada og á Islandi. Agnar Breiðfjörð, verkstjóri H.B. í Sandgerði, sagði að fyrirtækið ætti alltaf árs birgð- ir af loðnu. „Við munum því vinna loðnuna fimm daga vik- unnar allt árið um kring”, sagði Agnar. Arnar sagðist ekki vita hvort bolfiskvinnsla hæfist að nýju en ekki stæði til að selja tækjabúnaðinn. Ahyggjur vegna samdráttar hjá H.B. í Sandgerði A fundi bæjarráðs Sandgerð- isbæjar í síðustu viku, voru miklar umræður um breyting- ar á rekstri H.B. í Sandgerði. Bæjarfulltrúar viðurkenna í bókun, sem lögð var fram á fundinum, að þær væntingar sem gerðar voru til hins nýja fyrirtækis hafi ekki gengið eftir og haft ekki veriði í sam- rærni við upplýsingar frá stjómendum fyrirtækisins. Tekjumissir hafnarinnar I bókun bæjarráðs kemur fram að bæjarstjómir og hafn- arstjómir hafi hingað til reynt að láta framkvæmdir við höfnina vera í fyrsta sæti til að tryggja sem besta aðstöðu fyr- ir útgerðaraðila í bænum. Þeg- ar Miðnes hf. og Haraldur Böðvarsson sameinuðust var mikill uppgangur og rekstur í Sandgerðishöfn. Nú er hins vegar tekjumissir hafnarinnar umtalsverður vegna þess að nær öllum afla er landað ann- ars staðar og skip og kvóti hefur að mestu verið fluttur í annað byggðarlag. Atvinnuöryggi ógnað Bæjarráð lýsir einnig yfir Endurbætup á ílotbryggju Hafnarstjórn Sandgerðisbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að koma fyrir fingrum á flot- bryggju númer tvö. Astæður þess eru ábendingar sem komið hafa frá eigendum báta. Þeir hafa kvartað yfir skemmdum á bátum við flotbryggjuna og að mikill tími fari í að koma bátum fyrir eða frá bryggju. Hafnarstjóm leggur áherslu á að framkvæmdir við bryggjuna hefj- ist á þessu ljárhagsári og að gjald- taka fyrir afnot af bryggjunni, verði endurskoðuð m.t.t. þessara breytinga. áhyggjum sínum vegna at- vinnumála í bæjarfélaginu. „Nú er svo komið að atvinnu- öryggi fjölda starfsmanna sem þjónað hafa fyrirtækinu frá sameiningu um langt árabil, er ógnað en þetta gerist þrátt fyr- ir fögur fyrirheit um frekari uppbyggingu og rekstur á staðnum”, segir í bókun bæj- arráðs. Fer fram á endurskoðun rekstraráætlunar Bæjarráð hvetur stjóm H.B. til að koma saman og endur- | skoða rekstaráætlanir sínar í | Sandgerði og óskar eftir við- ræðum við stjómendur fyrir- J tækisins varðandi eftirfarandi atriði: ! -Umtalsverðum tekjumissi Sandgerðishafnar. -Bolfiskvinnslu, sem hefur nánast verið lögð niður. -Vinnu iðnaðar-og tækja- manna.vélstjóra og verkafólks sem hefur dregist stórlega saman. „Stjómendur Haraldar Böðv- | arssonar hf. fengu ofan- greinda bókun í hendurnar j strax eftir fundinn, sem hald- inn var þriðjudaginn 12. októ- ber, en fteir hafa ekkert látið í sér heyra enn sem komið er”, sagði Oskar Gunnarsson for- seti bæjarstjómar Sandgerðis- bæjar. Sigurður Valur Asbjamarson, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, sagði að bókunin segði allt sem segja þyrfti og að bæjar- yfirvöld vildu fara með gát í málið því að það væru miklir hagsmunir í húft fyrir bæjarfé- lagið. Atvinna Helgaráfyllingar í verslunum Ölgerdin Egill Skallagrímsson ehf, óskar eftir að ráða starfsmenn til framtíðar í kvöld- og helgar- áfyllingar í verslanir í Reykjanesbæ. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst og þarf að hafa bíl til umráða. Frábært starf með skóla. Umsóknir sendist til Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson ehf, Grjótháls 7-11, pósthólf 10140, 130 Reykjavík. Merkt „áfyllingar í Reykjanesbæ" fyrir 30. október n.k. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Atvinna Okkur vantar nokkra starfsmenn strax í fiskþurrkun okkar í Innri Njarðvík. Upplýsingar í símum 421 7055 og 896 0054 Laugafiskur hf Tti söíu videoleiga og snóker- stofa í Sandgerði. Hagstætt verð, miklir möguleikar. Upplýsingar í síma 698 7200. Kanadísk ehúngahús Kynningaijundur verður haldinn á Glóðinni, laugardaginn 23. október kl. 16-17.30 Fulltrúi framleiðenda verður á staðnum. • Stuttur byggingartími •Hagstœtt verð • Glcesilegar teikningar •Frábœr hönnun Allar nánari upplýsingar veita: Ólafur í síma 892 1116 og Hjörtur í síma 896 1677 V íkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.