Víkurfréttir - 18.11.1999, Side 12
KONRÁÐ LÚÐVÍKSSON SKRIFAR
Ný aðgerð við þvagleka
Þvagleki er algengur kvilli meðal kvenna.
Samkvæmt könnun sem gerð var hér í
Keflavík á árunum 1984 - 1987 er talið að
um 14 % kvenna á öllum aldri leki þvagi.
Onnur liver kona verður fyrir því á lífs-
leiðinni að leka þvagi að því marki að það
valdi henni verulegum óþægindum.
Að leka þvagi hefur í för með sér mikla tak-
mörkun á lífsgæðum. Að þurfa stöðugt að
ganga með bleyjur og hafa á tilfinningunni
að rnaður lykti, veldur því gjaman að þessu
konum finnst þær vera annars flokks. Tvær
tegundir þvagíeka eru algengastar. Annars
vegar áreynsluþvagleki sem er tengdur
skyndilegri áreynslu eins og hósta, hnerra,
burði o.s.frv..
Líkamsálag á konuna gegnum tíðina eins og
barnsburður, erfiðisvinna og stöðugur hósti
geta verið undirról
kvillans. Einnig er
talið að arfgengur
veikleiki í bandvef
einstaklingsins veiki
grindarbotninn sem
heldur uppi neðri þvag-
vegunum. Þess vegna
er þvagleki algengari í
sumum ættum. Hin
tegundin nefnist bráðaleki og einkennist af
því að þvagblaðran dregst saman án þess að
konan fái við nokkuð ráðið. Fylgir oft mikii
þvaglátaþörf eins og flestir þekkja sem
fengið hai'a blöðrubólgu. Sýkingar, æxli og
rýrar slímhúðir í neðri þvagvegum eru oft
orsök lekans enda er hann sérstaklega
algengur hjá eldri konum þegar áhrifa kven-
hormóna gætir ekki lengur. Bráðaleka má
meðhöndla með viðeigandi lyfjum og
æfingum. Ný lyf hafa nú komið á mark-
aðinn sem ntenn binda vonir við, þótt engin
séu alveg laus við aukaverkanir.
Areynsluleka má meðhöndla með grindar-
botnsæfinum ef lekinn er lítill. Æfingar þarf
að stunda reglulega allt lífið því annars
kemur lekinn til baka. Lýst hefur verið
a.m.k. 120 mismunandi skurðaðgerðum til
að lækna kvillann. Flestar þessara aðgerða
krefjast lengri eða skemmri sjukrahúsvistar
og a.nt.k. 6 vikna fjarveru frá vinnu á el'tir.
A H.S.S. hefur nú verið tekin upp aðgerð
sem gerð er í staðdeyfingu og konan getur
yfirgefið sjúkrahúsið strax á eftir eða í síð-
asta lagi daginn eftir. Komið er fyrir fínu
neti undir þvagrásina og það leitt upp bak
við lífbeinið með sérstökum nálum þar sem
það er Iátið liggja laust strax undir húðinni.
Netið er þannig riðið að vefirnir veita því
nægjanlega festu án þess að það sé sérstak-
lega saumað. Þannig minnkar verulega
hættan á því að viðkomandi geti ekki tæmt
blöðruna et'tir aðgerð
sem stundum var
vandantál við aðrar
tegundir aðgerða.
Rétt á meðan deyf-
ingin er lögð er
konan svæfð stutta
stund en er síðan
vakandi á meðan
sjálf aðgerðin er gerð.
Þannig getur maður stillt nákvæmlega með
bjálp frá konunni hversu mikið tog á að vera
á netinu.
Konurnar þurfa ekki þvaglegg á eftir sem er
mikill kostur og geta farið að vinna þegar
eftir tvær vikur. Einu merkin eftir aðgerðina
eru tveir smá skurðir ofan við lífbeinið.
Arangur við aðgerðina er mjög góður og
fylgikvillar fáir. Þó eru þeir til, eins og við
allar aðgerðir. Við höfunt þegar framkvæmt
14 slíkar aðgerðir sem allar lofa ntjög góðu.
Þannig er stöðugt verið að þróa nýjar
aðferðir til að bregðast við þessum leiða
kvilla.
Góðar stundir
Konráð Lúðvíksson
BergnrVigfiis
GK 53 seldur
Barðsnes ehf., sem er í eigu
Síldarvinnslunnar í Nes-
kaupsstað og KEA, hefur að
undanförnu staðið í viðræð-
um við eigendur Bergs Vig-
fúss GK 53 um kaup á skip-
inu með tveimur síldarkvót-
um og veiðileyfi skipsins í
norsk-íslenska síldarstofnin-
um. Frétt um þetta birtist í
síðasta tölublaði Fiskifrétta.
Bergur Vigfús GK hét áður
Keflvíkingur KE. Skipið er
35 ára gamalt og alls 280
brúttórúmlestir að stærð.
Skipið hefur verið í eigu
Njáls ehf. í Garði undanfarin
ár og hefur m.a. verið gert út
til netaveiða auk þess sem
það hefur tekið þátt í veiðunt
á norsk-íslensku síldinni.
Kaupverð með síldarkvótum
og veiðileyfi í norsk-íslensku
síldinni liggur ekki fyrir en
samkvæmt heimildum blaðs-
ins verður hluti kaupverðsins
greiddur með hlutabréfum í
Barðsnesi ehf. Það fyrirtæki
gerir nú út nótaveiðiskipið
Birting NK og starfrækir
fiskimjölsverksmiðju í Sand-
gerði sem áður var í eigu
Njarðar hf.
NÝBURAR
á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Arnar Óskarsson og Fanncy
Doróthe Halldórsdóttir
eignuðust dreng þann 14. okt.
s.l. Hann var 4780 gr.
og 57 sm.
Anna Guðbjörg
Kristinsdóttir og Sigurpáll
Eðvarsdóttir eignuðust stúlku
þann 21. okt. sl. Hún var
5200 gr. og 59 sm.
Guðlaug Einarsdóttir og
Hafsteinn Ingibergsson
eignuðust dreng þann 18. okt.
s.l. Hann var 4080 gr.
og 57 sm.
Gunnhildur Ása
Sigurðardóttir og Júhann
Þórlindsson eignuðust dreng
þann 23. okt. s.l.
Hann var 3360 gr. og 51 sm.
Guðmunda Sigurðardóttir og
Ólafur Þór Gylfason
eignuðust dreng þann 18. okt.
sl. Hann var 4040 gr.
og 54 snt.
Hafrún Anna
Sigurjörnsdóttir og Marteinn
Guðjónsson eignuðust drcng
þann 23. okt. sl.
Hann var 3410 gr. og 50 sm.
Elísa Baldursdóttir og Ingþór
Karlsson eignuðust stúlku
þann 17. okt. sl. Hún var
3880 gr. og 54 sm.
Rakel Erlingsdóttir og
Jóhannes G. Sveinsson
eignuðust stúlku þann 23.
okt. sl. Hún var 3630 gr.
og 51 sm.
SMAAUGLYSINGAR greiðslukortaþjónusta
TIL LEIGU
Herbcrgi
Uppl. í síma 421-3295 eftir kl.
18.
2ja herb. íbúð
í Heiðarhvammi. Amerískt king
size rúm til sölu ásamt rúmteppi
og koddum á kr. 70 þús. Nýleg
þvottavél til kr. 18 þús. Uppl. í
síma 421-2778 eftirkl. 19.
Frítt herbergi
Rúmgott herbergi í Njarðvík í
skiptum fyrir barnapössun.
Baðaðstaða og sérútgangur.
Áhugasamir hafið samband í
síma 421-5218.
2ja herb. íbúð
í Keflavík. Uppl. í síma 863-
7057 eftirkl. 17.30.
ÓSKAST TIL LEIGU
3ja herb. íbúð
má vera í Keflavík eða Njarðvík,
get borgað 3 mán. fyrirfram.
Uppl. í síma 864-1599 eða 423-
7995.
Bráðvantar cinstaklings
eða 2ja herb. íbúð til leigu í
Keflavík eða Njarðvtk. Skii-
vísum greiðslum heitið. Uppl. í
síma 863-3432.
s.o.s.
3-4ra herb. íbúð sem fyrst. Leiga
greidd í gegnum greiðsluþjónus-
tu. Uppl. í síma 421-1584 og
423-7619 á kvöldin. Emma.
Bandaríkjamaður
reglusamur og reyklaus óskar
eftir sér hæð eða einbýlishúsi
með bílskúr eftir 10. jánúar 2000
n.k. Nafn og símanúmer leggist
inn á skrifstofu Víkurfrétta merkt
„öruggar greiðslur“
Barnlaust ungt par
óskar eftir 2-3ja herb. íbúð til
leigu í Keflavík-Njarðvík. Erum
reyklaus, heitum skilvísum
greiðslum. Uppl. í síma 421-
5399 eftir kl. 19.
2-3ja herb. íbúð
óskast til leigu í Keflavík eða
Njarðvík. Greiðsla í gegnum
greiðsluþjónustu. Á sama stað
óskast sófasett, ísskápur og nátt-
borð, ódýrt eða gefins. Uppl. í
síma 421-7522.
TILSÖLU
Sicmcns ísskápur
og þvottavél, einnig svartur
leðursófi. Uppl. í síma 421-7088
og 697-7677.
Barnasvefnbekkur
með 2 skúffum verð 5 þús.
Uppþvottavél Siemens 6 ára verð
5 þús. Isskápur 2ja ára með sér
frystihólfi verð 20 þús. Stór eld-
húsvaskur með 3 hólfum verð 3
þús. Uppl. í síma 421-3671.
Eldhúsinnrétting nteð öllu
til sölu 2ja metra hvít eldhúsin-
nrétting efri og neðri skápar +
skúffur, vaskur og blöndunartæki
ásamt ofni með keramik eldavél
og viftu, allt sem nýtt. Selst allt
saman eða í sitt hvoru lagi. Uppl.
í síma 422-7928 eða 893-3887.
Subaru 1800QPRX
Turbo ‘89. Skoda 120L ‘88 á
góðum nagladekkjum. Selst
ódýrt. Uppl. í síma 421-4542.
Sófasett 3+2+1
plussáklæði, lítur mjög vel út,
einnig sófaborð og homborð lítur
mjög vel út. Uppl. í sírna 421-
2516.
Hjónarúnt
153x203 selst á kr 10 þús. Uppl.
í^íma 421-4898 eftirkl. 18.
OSKAST
Óska eftir græjuskáp.
Uppl. í síma 421-1491 eftir kl.
17.
ÝMISLEGT
Athugiðl!
Vantar 7 manns sem vilja missa
10 kg eða meira á næstu
mánuðum. Frí sýnishorn!
Hringdu núna í síma 552-4513.
Hausttilboð
á nýjum tölvum verð frá
68.500.- Sé einnig um upp-
færslur. Kem í heimahús ef
óskað er. Tölvuþjónusta Vals,
verslun og verkstæði, Hafnar-
götu 68a, sími 421-7342 og
863-0142. Opið frá 13-18
mánud-laugard.
ATVINNA
Subway
óskar eftir starfsfólki 18 ára og
eldra. Kvöld og helgarvaktir í
boði. Umsóknareyðublöð á
staðnum. Nánanari uppl. gefur
Krisztina í síma 421-7701
TAPAÐ/FUNDIÐ
Halló halló!!
Tók einhver svartan herrajakka í
misgripum á árshátíð Sand-
gerðisbæjar í samkomuhúsinu
Sandgerði laugard. 06.11.
síðastliðinn, ef svo er vinsam-
legast hafið samband í síma 423-
7781.
Gullhringur týndist
við Ránna á föstudaginn 5. nóv
Hringurinn er með tveimur
áletununum. ein að innanverðu
og önnur að utnverðu. Finnandi
vinsamlegast hafa samband í
síma 421-2126. Mjög góð
fundarlaun.