Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 18.11.1999, Side 14

Víkurfréttir - 18.11.1999, Side 14
Nýr sýslumaður á Keflavfloirflugvelli íVflcurfréttaviðtali: Ba ia íkj ai er þjálfi íslenska lögreglumenn Þann 1. apríl s.l. tók Jóhann R. Benediktsson við embætti sýslumanns á Keflavíkurflug- velli. Hann fæddist árið 1961 og ólst upp í vesturbænum í Kópavogi. Leið hans lá svo yfir lækinn og í Háskóla ís- lands en þaðan lauk hann embættisprófi í lögfræði árið 1987. Hann er kvæntur Sig- ríði Guðrúnu Guðmunds- dóttur, viðskiptafræðingi, og þau eiga þrjú börn á aldrin- um 3ja, 6 og 7 ára. Eldskírn í utanríkisráðuneytinu Jóhann starfaði um tíma hjá Húsasmiðjunni við innheimtu og samningagerð en hóf síðan störf hjá Utanríkisráðuneytinu. „Starfið í ráðuneytinu var mjög fjölbreytt og skemmtilegt”, seg- ir Jóhann. „A þessum tíma var m.a. unnið að gerð EES samn- ingsins, sem ég tók þátt í ásamt fjölmörgum öðrum og var það mín eldskím í erlendum samn- ingaviðræðum. Starf mitt fólst aðallega í því að vera samræm- ingaraðili milli ráðuneyta og undirstofnana vegna þess hluta samningsins sem fjallaði um frjálsa för fólks og sjálfstætt starfandi aðila innan EES svæð- isins. ísland barðist fyrir að fá ákveðin öryggisákvæði inní samninginn og af þeim sökum gekk ýmislegt á í samningavið- ræðum.” Starfaði í alþjólegu umhverfi Að þremur árum liðnum hélt Jóhann til Frakklands ásamt eiginkonu sinni. A tímabilinu 1991-1993 starfaði hann í sendiráði Islands í París og sem einnig sér um samskipti við OECD og UNESCO. Árið 1994 starfaði Jóhann aðallega hjá Evrópuráðinu í Strassborg. „Við fluttumst síðan til starfa við sendiráðið í Brussel árið 1994 en það sendiráð sinnir samskiptunum við Evrópusam- bandið. Þar bjuggum við í 4 ár. Við hjónin tókum síðan þá ákvörðun að flytja aftur heim. Eg fór að vinna á viðskipta- skrifstofu Utanríkisráðuneytis- ins og helstu verkefni þar voru samningaviðræður EFTA-rikj- anna við Kanada um gerð frí- verslunarsamnings. Eg vann þar í tæpt ár áður en ég tók við embætti sýslumanns”, segir Jó- hann. Mörg verkefni bíða úrlausna Jóhann segir margt vera á döf- inni hjá embættinu þessa stund- ina og hann hefði jafnvel kosið að á fá lengri tíma til að setja sig inní starfið. „Eg var m.a. skipaður í byggingarnefnd Flugstöðvarinnar og verkefni embættisins em að vaxa vegna stækkunar Flugstöðvarinnar og hertra alþjóðlegra flugöryggis- reglna. Schengen-samkomulag- ið mun einnig krefjast skipu- lagsbreytinga og fjölgunar starfsfólks”, segir Jóhann þegar hann er beðinn um að lýsa starfsumhverfi sínu. Vill auka samstarf tolls og lögreglu Jóhann hefur hug á að breyta ákveðnum áherslum varðandi stjórnun, samstarf deilda og stofnana og allt skipulag á störf- um lögreglu- og tollembættisins í heild sinni. „Tveir starfshópar eru nú að skoða mál embættis- ins ofaní k j ö 1 i n n , annar inn- an lög- reglunnar og hinn innan tollsins. Þeirra hlutverk er að end- urskilgreina störf, skoða vaktafyrirkomulag, símenntun, vinnureglur, aðbúnað, tækja- búnað o.fl.”, segir Jóhann. Hann segir að niðurstaða af vinnu þessara starfshópa muni liggja fyrir um næstu áramót. „Þá þurfum við að endurskipu- leggja starfshætti okkar, en við erum reyndar byrjuð á því að mörgu leyti”, segir Jóhann og bætir því við að hann vilji legg- ja sérstaka áherslu á að auka samstarfs tolls og lögreglu, gera störfin fjölbreyttari og vinnu- umhverfið jákvæðara. Þjálfun íslenskra lögreglumanna á vegum Bandaríkjahers Jóhann segir gagnkvæman vilja vera fyrir auknu samstarfi Vam- arliðsins og lögreglunnar og verið sé að leggja drög að því. „Hugmyndin er að okkar menn fái markvissari þjálfun í að um- gangast her og hermenn. Þetta er þjálfun sem Bandaríkjamenn bjóða þýskri og ítalskri lög- reglu. Á sama hátt vil ég líka taka þá í læri og þjálfa í sam- skiptum við okkur. Eg vonast til að Utanríkisráðuneytið setji fljótlega á laggimar vinnuhóp til að undirbúa þessi verkefni”, segir Jóhann. Sérhæfð störf á Keflavíkurflugvelli Jóhann hefur ekki eingöngu áhuga á að efla samstarf við Varnarliðið, hann hefur líka fullan hug á að auka samvinnu við Lögregluskóla ríkisins. „Okkar störf em að mörgu leyti frábmgðin störfum annarra lög- reglu- og tollgæslumanna. Við viljum skerpa þessar áherslur og bæta alla þjálfun varðandi öryggismál, vopnaleit, sprengjuleit, landamæragæslu o.þ.h. og að þessi sérhæfing verði viðurkennd, þar sem þessi störf em ffábmgðin störfum annarra tollgæslu- og lög- reglumanna.” Jó- hann bætti við að nú standi til að skoða almanna- vamaáætlun fyrir Keflavíkurflug- völl sem sé orðin úrelt, og mun sú vinna fara af stað eftir áramót. Fjármagnsskortur og mögulegar úrlausnir Jóhann viðurkennir að enn sé vöntun á mannskap hjá embætt- inu. Hann segir mannfæðina þó vera anga af mun stærra vanda- máli, m.a. vegna mikillar fjölg- unar verkefna og fjárskorts. „Nú eru væntanlega að fara af stað nefndir sem munu skoða tekjumyndun á flugvellinum, þ.e. hvaða kostnað flugvöllur- inn á í rauninni að bera. Eg bind miklar vonir við að Flugstöðin, í einni eða annarri mynd, komi meira inní rekstur embættisins í framtíðinni. En það er of fljótt að tjá sig um það hvemig þessi mál fara, eða hvaða fjármuni við munum fá til að spila úr.” Jóhann segir Schengen-sam- komulagið, sem kemst senni- lega í gagnið árið 2001, eiga eftir að spila stóra mllu í starfs- mannamálum en aðalatriðið sé að bætt verði úr núverandi vanda varðandi undirmönnun áður en tekist verður á við ný verkefni. „Við verðum að vera kornin með þann mannskap sem á að sinna þessum nýju verkefnum ekki seinna en um áramótin 2000-2001. Ég tel því að fjölgunarþörfm muni skýrast mjög fljótlega”, segir Jóhann en segist ekki geta nefnt neinar töl- ur enn sem komið er. Alþjóðlegt samstarf „Ég er búinn að vinna lengi í al- þjóðlegu umhverfi og er því á heimvelli varðandi alþjóðleg samskipti. Sú reynsla er mér mjög dýrmæt. Vitaskuld mun ég reyna að tengja mitt embætti betur við aðra alþjóðlega flug- velli. Við emm t.d. að mynda vinnusamband við Kastrup- flugvöll og erum að senda menn í þjálfun þangað. Við munum fljótlega senda fíkni- efnadeildina til Kanada og vegabréfa- og landamæragæsl- an fór nýverið til New York á námskeið. Svo eru menn að fara frá okkur núna til Kaup- nrannahafnar. Hér á sér stað mjög mikið uppbyggingarstarf vegna breyttra tíma og aukinna verkefna.” Mörg áhugamál En liver er maðurinn á bakvið embœttið? Þegar að er gáð kemur í ljós að Jóhann hefur áhuga á fjölmörg- um hlutum. Hann segist sprikla reglulega í fótbolta með sínum gömlu félögum úr lögfræðinni og hann sé líka tiltölulega virk- ur í skákklúbbi.„Ég hef verið að stíga mín fyrstu skref í veiði frá því við fluttum heim til Islands og veiddi Maríulaxinn minn í fyrrasumar. Ég hef líka mjög gaman af því að ferðast og hef gert mikið af því í gegnum árin”, segir Jóhann. Hann játar þó að hann hafi ekki fylgst nógu vel með körfunni en fylgdist betur með framgangi Keflvíkinga og Grindvíkinga í boltanum í sumar. Að lokum segir Jóhann að markmið sitt í starfi sé fyrst og fremst að skapa jákvæðan og metnaðar- fullan vinnustað, þar sem fólk vill vinna og finnst gott að vera.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.