Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 24.08.2000, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 24.08.2000, Qupperneq 11
I I ] I Spennandi að fá að keppa á ÓL Olympíuleikamir í Sidney er ekki þeir fyrstu sem Eydís tek- ur þátt í en hún keppti einnig í Seattle 1996. Býstu við að upptífunin verði önnur nú en fyrir fjórum árum? „Eg hlakka mikið til að fara nú sem áður og ég á örugglega eftir að upplifa þá á annan hátt. Vonandi er ég orðin örlít- ið reyndari og hugsanlega meira niður á jörðinni", segir Eydís brosandi. Hvað með þig Iris, hvernig leggstþetta í þig? „Eg er að fara í fyrsta skipti og hlakka mikið til. Eg hef heyrt margar sögur af því hvemig er að keppa á Olympíuleikum en það er örugglega allt öðruvísi að upplifa það sjálfur. Eg verð að viðurkenna að ég er svolítið kvfðin en ég er kannski ekki búin að gera mér fyllilega grein fyrir að ég sé að fara. Mér þykir tilhugsunin óraun- veruleg. Ætli ég átti mig ekki þegar ég er komin ofaní laug- ina“, segir íris og lítur gimdar- augum á svínakjötssneiðamar sem þjónninn ber á borð fyrir hana. Eydís fær sér skötusel sem lítur ekki síður vel út. Þegar þær em búnar að bragða á veitingunum getur viðtalið haldið áfram. Gerum okkar besta Þær em sammála unt að þær fari með það markntið í huga að gera sitt besta en þær vita ekki enn hverjunt þær mæta í lauginni. „Keppnislistinn verður ekki birtur fyrr en rétt fyrir leikana þannig að við höfum ekki hugmynd um hvar við stöndum", segja þær en besti tími Eydísar í 100 m flugsundi er 1:02:93. íris Edda keppir í 100 m bringu en þar á hún tímann 1:13:42 og í 200 m bringu þar sem hún á tím- ann 2:35:80. .Förum út með það markmið að gera okkar besta“, sögðu þær íris Edda og Eydís í viðtali við Víkurfréttir. Ómetanlegur stuðningur fjölskyldunnar Spjallið heldur áfram og á meðan fáum við spennandi eftirrétti á borðið til okkar, annars vegar ístvennu og hins vegar sítrónuböku með súkkulaðintús. Við gæðum okkur á matnum en áður en myndatakan hefst utandyra vilja íris Edda og Eydís þakka fjölskyldum sfnum fyrir allan þann stuðning sem þær hafa fengið frá þeim í gegnunt árin. „Stuðningur þeirra hefur verið ómetanlegur. Við væmm ekki að fara á Ólympíuleikana ef þeirra hefði ekki notið við, það er ömggt mál.“ Ástkær og elskulegur sonur okkar, bródir og fadir Hannes Pétur Young, Sudurgötu 35, Keflavík lést 20. ágúst sl. Útför hans fer fram frá Keflavíkukirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 14. Steinunn Guðnadóttir, Neville Young, Tómas Viktor Young, Perla Ósk Young. Faðir okkar, tengdafadir, afi og langafi Gisli Sigurdsson, Austurgötu 18, Keflavík, lést á Heilbrigdisstofnun Suðurnesja laugardaginn 19. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju midvikudaginn 30. ágúst kl. 14. Sigurður Geirdal Gíslason, Ólafía Ragnarsdóttir, Orn Geirdal Gíslason, Þórhalla Stefánsdóttir, Eygló Geirdal Gísladóttir, Georg Hannah, Ægir Geirdal Gíslason, Lilja Jónsdóttir, Jóhann Geirdal Gíslason, Hulda Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Verkj alaus! Bakverkur, stífar axlir annarskonar vanlíðan. Matti Ósvald nuddari, sími 694 3828 W 1 Menningarnótt y í Reykjanesbæ í næstu vikii \ Allt um uppákomuna í Víkurfréttum Aufflýsingasíminn er 421 4717 Daglega á Netinu • www.vf.is 11

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.