Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 6
Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali Hafnargata 27 • 230 Keflavík • Símar 421 1420 og 421 4288 Fax421 5393 • Netfang: fasteign-asberg@simnet.is Njarðvíkurbraut 26, Njarðv. 157m! einbýli með 6 svefnh. og 49m2 bílskúr. Hús sem gefur mikla mögul. 10.300.000,- Hciðarvcgur 19a, Keflavík. 137m2 einbýli á 2 hæðum með 33m! bflskúr. Eign sem er mikið búið að endum. hægt að skipta í 2 íbúðir 11.300.000.- Grænás 3a, Njarðvík. 125m! íbúð á e.h. í fjölbýli. íbúð í góðu ástandi, 3 svefnh. Skipti á 2ja - 3ja herb. fbúð. Tilboð. Austurgata 24, Keflavík. 3ja herb. íbúð ásamt 40m! bíl- skúr. Snyrtileg eign í góðu ástandi. 6.800.000.- Faxabraut 5, Keflavík. 2 tveggja herb. íbúðir á 1. hæð í fjórbýli. Húsið er allt nýtekið í gegn að utan. Tilboð. Garðbraut 68, Garði. 104m! einbýli með 56m! bfl- skúr. Eign sem er töluvert endurnýjuð. 8.800.000.- Faxabraut 2, Keflavík. 105m2 íbúð á 2. hæð með 2-3 herb. Eign í góðu ástandi. Laus strax og hagst. lán. Tiiboð. Valiarbraut 6, Njarðvík. Glæsilegt 87m! 3ja herb. fbúð á 3ju hæð í sambýli fyrir eldri borgara. Lyfta í úsinu. Laus fljótlega. 10.800.000,- Heiðarhoit 30, Keflavík. 61m! íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Eign í góðu ástandi. 4.700.000,- Fitjabraut 26b, Njarðvík. 446m! iðnaðarhús með skrif- stofum og geymslu á e.h. Laust strax. 9.500.000,- EIGNAMIÐLUN SUDURNESJA Siguröur Ragnarsson, fasteignasali-Böövar Jónsson, sölumaöur Hafnargötu 77, Keflavik - Simi 421 1700 Fax 421 1790 - Vefsíða www.es.is Til sölu er rekstur sólbaðsstofu í kjallara Flughótels í Keflavík. Mjög góð aðstaða er á staðnum s.s. líkamsræktartæki, nuddpottur, gufubað, 2 sólbekkir og fleira. Allar nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu Eignamiðlunar Suðurnesja. M8S fpumkvöðull ú sínu sviði Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur verið frum- kvöðull á sínu sviði hér á landi og stöðvar sem hafa opnað annars staðar hafa tekið MSS til fyrirmyndar. Þetta sagði Björn Bjarnason, menntamálaráðherra m.a. í ræðu sinni á ráðstefnu sem var í Eldborg í Grindavík í dag.Ráðstefnan ber heitið „Símenntun í íslensku atvinnulífi“ og er í byrjun Viku símenntunar á Islandi. Menntamálaráðherra sagði að ráðuneytið fagnaði mjög starf- semi símenntunarstöðva og legði til 5,9 millj. kr. til starf- seminnar árlega auk þess sem fé væri lagt til aðstoðar við tækjakaup ýmis konar. Bjöm sagði að mikilvægt væri að ná til fólks sem er með minnstu menntunina í atvinnulífinu, en um þriðjungur starfsfólks á Islandi er einungis með grunnskólapróf. Fólk með framhaldsskólamenntun eða háskólapróf upp á vasann er mun duglegra að nýta sér hvers kyns námskeið. „Það er mis- skilningur hjá fólki sem er með minnstu menntunina að það sé ekki tækifæri fyrir það“, sagði Björn sem fór víða í sinni umfjöllun frá sjónarhomi hins opinbera og sagði t.d. að fjarkennsla og netið skipti sífellt orðið stærra máli og því hafi hann skipað nefnd til að huga að öllum þáttum hvað það varðaði. Hann nefndi til dæmis nettengingu mennta- stofnana með háhraðaneti. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Lands- virkjun fjallaði um símenntun frá sjónarhomi fagfólks. Hún sagði mikilvægt fyrir eigendur og stjórnendur fyrirtækja að huga vel að símenntun. Slíkt skilaði sér í betri starfsmönnum og ekki síður, ánægðari.Hún benti á ýmis atriði hvernig standa ætti að þessum mennt- unarhætti í fyrirtækjum. Margir fleiri fluttu ávörp á ráðstefnunni s.s. Arný Elías- dóttir, fræðslustjóri hjá Eim- skip hf., Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðumesja og Berglind Bjamadóttir, starf- smaður Reykjanesbæjar. Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum stjómaði síðan pallborðsumræðum. Eins og íyrr segir er þessi vika tileinkuð símenntun og Mið- stöð símenntunar á Suður- nesjum dreifir námskrá á miðvikudag og á föstudag, símenntunardaginn býður Reykjanesbær öllum starfs- mönnum sínum til kyknningar á tækifærum til símenntunar í nýjum húsakynnum MSS í gamla barnaskólanum við Skólaveg 1 í Keflavík. Skráning á námskeið haustsins verður síðan á sunnudag hjá MSSífákl. 13-16. Annasamt hjá sliikkviliðinu Miklar annir voru hjá Brunavörnum Suðurnesja í síð- ustu viku, fimm brunaútköll og þrettán sjúkraflutningar. Næturvaktin sl. fimmtudags- kvöld hafði einnig nóg að gera, en þá voru sjö útköll á slökkvilið og sjúkrabíla. Tilkynnt um vatnsleka í húsi í Keflavík, kl. níu sl. fimmtu- dagskvöld. Slökkvilið fór á staðinn til að dæla út vatni. A meðan á því stóð varð um- ferðaslys á Reykjanesbraut og var allt tiltækt lið kallað út og dælingu hætt í bili, sem var síð- an haldið áfram þegar mann- skapurinn hafði lokið störfum á Reykjanesbrautinni. Slökkviliðið tók þátt í Ljósa- nótt á laugardag og ók um bæ- inn á gljáfægðum bílum, ung- um semýildnum til mikillar ánægju. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um að eldur logaði í holræsi við götu í Keflavík. Þar hafði einhver hellt bensíni í ræsið og kveikt í. Vel gekk að slökkva eldinn en Jón Guð- laugsson, varaslökkviliðsstjóri, bendir á að stórhættulegt sé að hella rokgjömum efnum, eins og bensíni, á slíka staði og kveikja í, vegna mikillar sprengihættu. Því má segja að betur hafi farið en á horfðist. G Flutningaþjónusta Einars jónssonar 864 7689 894 7689 • 895 7689 • 893 4680 Stórir og litlir bilar Stórir og litlir bilar Suðurnes • kjavík • Suðurnes 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.