Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 07.09.2000, Síða 9

Víkurfréttir - 07.09.2000, Síða 9
i TIL HAMINGJU REYKJANESBÆR! Atvinna Bifreiðastjóri með rútupróf óskast til aksturs á Keflavíkurflugvelli. Upplýsingar í síma 893 8770. AUxahanda. Atvinna Ljósanóttin s.l. laug- ardag var merkileg fyrir margra hluta sakir. Ekki eingöngu vegna vígslu hinna glæsilegu ljósa á klettunum við smábátahöfn- ina í gróf, ekki bara vegna allra hinna fjölmörgu menn- ingaratburða er bæjarbúum stóð til boða allan daginn og fram á nótt né heldur ein- vörðungu fyrir skemmtilega þátttöku verslana og fyrir- tækja í dagskránni. Allir þessir þættir og margir fleiri, s.s. einstaklega gott veður, virtust höfða svo vel til bæjarbúa að líklega hefur Hjálmar Árnason alþingismaður aldrei í sögunni jafn mikill mannfjöldi verið saman- kominn í bænum. Andrúms- loftið, sem myndaðist þennan dag og langt fram á nótt var einstakt - flestir virtust stað- ráðnir í að njóta þess sem dagurinn bauð bæjarbúum með þeim árangri að einstök „j5temmning“ varð til. Ogleymanleg. Menningarveisla Of langt mál yrði upp að telja alla þá sem lögðu sitt af mörk- um til að gera daginn svo skemmtilegan. Mér er tjáð að verslunin hafi líkst Þorláks- messu, öll kaffihús og mat- sölustaðir troðfull og skemmti- staðir risið undir nafni fram á morgun. Ekki má gleyma hinum fjölmörgu sýningum víðs vegar um bæinn er yljuðu gestum og sýndu að Reykja- nesbær hefur að skipa fjöl- menni sveit góðra listamanna. Harmonikkuspil á götum sem og “brekkusöngur” í Grófinni gerðu hinn almenna borgara virkan í veislunni. Hápunkt- urinn var svo að sjálfsögðu þegar ljósin voru tendruð og munu nú lýsa okkur og gestum okkar til augnayndis og ánægju. Komin til að vera! Steinþór Jónssson, markaðs- og atvinnumálanefndin og bæjarstjóm eiga þakkir skyldar fyrir að koma hátíð þessari á laggimar. Hún sýnir okkur að margar hendur vinna létt verk og þegar flestir virðast reiðu- búnir að leggja sitt í púkkið lætur árangurinn ekki á sér standa. Þátttaka bæjarbúa og almenn ánægja með ljósanætur sýnir að bæjarbúar hafa hug á að fegra bæinn og gleðjast saman á jákvæðum nótum. Ljósanætur í Reykjanesbæ hljóta að vera komnar til að vera. Ibúar Reykjanesbæjar hafa sýnt í verki að þeir vilja taka á móti haustinu á jákvæð- um nótum og eiga saman skemmtilegar stundir með menningu og leik að leiðar- ljósi. Þess vegna hljótum við að geta tekið undir kveðjuna: Til hamingju íbúar Reykja- nesbæjar. Hjálmar Árnason, alþingismaður. P.s. Eini bletturinn á hátíðinni var lítill hópur ungra barna sem virtist hafa meiri áhuga á að brjóta flöskur og slökkva á kertum fremur en að gleðjast með öðrum þegar Ijósin voru tendruð. Úrþvíþarfaðvinnaí samvinnu alla foreldra fyrir nœstu hátíð. Óskum eftir starfsmanni við sorphreinsun. Upplýsingar í síma 421 2111 eða 898 2264. (Ólafur) Njarðtak ehf. LEIKFELAG KEFLAMt Almennur félagsfundur verður haldinn í Frumleikhúsinu í kvöld fimmtudaginn 7. september kl. 20. Kynnt verður hauststarf félagsins. Félagsmenn og allir þeir sem hafa úhuga d að kynnast starfsemi Leikfélagsins eru hvattir til að mœta. Allir velkomnir, sjdumst í kvöld. Stjórnin. Ný sending af kvenfatnaði Ath. ný sending af jakkafötum verð frá 19.900.- Opið laugard. 11-13. raðgreiðslur PERSÓNA Túngötu 18 • Sími 421 5099 Daglega á Netinu • www.vf.is 9

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.