Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 07.09.2000, Blaðsíða 10
"E------------------.i; flí | Atvinna - Eldhús Lausar eru til umsóknar tvær stöður við eldhús Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. 1. Staða vaktstjóra. 2. Staða starfsmanns í eldhúsi. Laun samkv. kjarasamningi Verkalýðs- sjómannafélags Keflavíkur og nágr. annarsvegar og fjármálaráðherra fh. hönd ríkisins hinsvegar. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og lóðir hennar eru reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar um störfin eru veittar á skrifstofu Heilbrigðisstofnunar ísíma 422 0580 Lausar stöður lögreglumanna Lausar eru til umsóknar 4 stöður lögreglu- manna hjá embætti Lögreglustjórans í Keflavík. Umsóknum skal skilað til lögreglustjóra, Jóns Eysteinssonar, fyrir 15. september nk. Þórir Maronsson yfirlögregluþjónn, veitir nánari upplýsingar um stöðurnar. Lögreglustjórinn í Keflavík. Markaðs- og atvinnuráð Reykjanesbæjar stóð fyrir ljósanótt í Reykjanesbæ s.l. laugardag í tengslum við annað tveggja sam- starfsverkefna Reykjanesbæjar og Reykjavíkur-menningarbor- gar Evrópu árið 2000, lýsingu Bergsins. Ljósanóttin tókst vel og er talið að um 10 þúsund manns haft tekið þátt í dagskrán- ni sem náði hámarki þegar ljósin vom tendruð á laugardagskvöld. Fjölbreytt dagskrá stóð yfir allan daginn og var reynt að höfða til sem flestra. Veðrið var mjög gott, mikið af fólki í bænum og létt yfir bæjarbúum. Fjölmargir bæjarbúar hafa haft samband við mig og látið í ljós ánægju sína með framtakið en nokkrir hafa gert athugasemdir við eitt og annað í undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Af þeirri ástæðu vil ég skýra nokkur atriði. Undirbúningsnefndin I Markaðs- og atvinnuráði Reykjanebæjar sitja 5 lulltrúar. Til þess að vinna að málinu var skipuð þriggja manna undirbún- ingnefnd á vegum ráðsins sem í sátu Steinþór Jónsson, varafor- maður markaðs- og atvinnuráðs, Guðbjörg Glóð Logadóttir, sem situr í markaðsráðinu, og Johan D. Jónsson, ferðamálaráðgjafi MOA. Guðbjörg Glóð tók við af Eysteini Eyjólfssyni sem Itafði verði skipaður í nefndina en gat ekki sinnt verkefninu vegna anna. Skipan slíkra verkefnahópa er mjög algeng þegar unnið er að einstökum, afmörkuðum verk- efnum sem hafa skýrt upphaf og endi eins og þetta. Undirbún- ingsnefndin lagði svo sínar tillögur fram fyrir markaðs- og atvinnuráð sem ýmist samþykkti tillögur nefndarinnar eða gerði á þeim breytingar. Gömul hugmynd? Fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar kynntu meirihluta- flokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, þá ætlun sína að koma fýrir upplýstu lista- verki á Bergið. Stefnuskrár flokkanna verða til í mikilli hugmyndavinnu grasrótarinnar og oft erfitt að segja hver á ein- staka hugmyndir. Eftir útkomu stefnuskrár Framsóknarflokksins vorið 1998 kom til dærnis til mín maður og sagði mér að á sjöunda áratugnum hefðu bæjaryfirvöld í Njarðvík rætt nauðsyn þess að lýsa Bergið en þá fyrst og fremst af öryggisástæðum. Það er því erfitt að segja hvaðan hugmyndin kemur upphaflega en óumdeilt að útfærsla hennar í þessari mynd er Steinþórs og lampa- framleiðandans. Eg vona að þeir, sem telja að fram hjá sér hafi verið gengið, átti sig á því og sýni málinu skilning. Upphafiö? Það, hversu vel tókst til s.l. laug- ardag, hefur orðið til þess að margir bæjarbúar hafa haft á orði að nú verði að gera slíkar ,.ljósanætur“ að árlegum við- burði. Þetta hafi verið upphafið að einhverju meiru. Aðrir hafa minnt á að slíkar hátíðir hafa verið haldnar áður. Þórarinn Þóarinsson átti frumkvæðið að „Sumarvaka á Suðurnesjum" sem haldin var um Hvítasunnuna fyrir u.þ.b. 5 ámm og einnig var hátíð í lok sumars eitt árið sem hét „Sumarauki á Suðumesjum“. I sjálfu sér skiptir engu máli hvort ljósanóttin hafi verið upphafið eða hlekkur í lengri keðju. Það sem skiptir máli er að hún tókst vel og greinilegur áhugi almennings á að endurtaka leikinn. Dagskráin Einhverjir höfðu á orði að þeim hafi fundist vanta meira af menn- ingarviðburðum í dagskrána. A það get ég fallist en það gefur okkur tækifæri til þess að gera betur næst. Nýráðinn menningar- fulltrúi Reykjanesbæjar tók til starfa þ. 1. sept. s.l. og hugsum við okkur gott til glóðarinnar í þeim efnum um leið og við treystum á frumkvæði fólks og félagasamtaka þ.e. að fólk og félög bíði ekki eftir að verða beðið heldur eigi frumkvæði að þátttöku. Önnur atriði s.s. stökkvandi torfærumótorhjól og reykspólandi bílar töldu sumir of hættuleg til jress að eiga heima í dagskrá sem þessari en það verður seint hægt að gera öllum til hæfis. Aðalatriðið er að dagskráin var fjölbreytt og fólk skemmti sér vel. Þakkir Að lokum vil ég þakka öllum sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar og fyrirtækjunum sem styrktu verkefnið. Sérstakar þakkir fá stjómendur M-2000 fyrir gott og árangursríkt samstarf og bæjar- búar fyrir þátttökuna. Eg trúi þvf að viðburður sem þessi hafi jákvæð áhrif á bæjarlífið og styrki fólk í þeirri trú að það sé gott að búa í Reykjanesbæ. Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi og formaður Markaðs- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar. Þessi kall verður40 ára 10. september. Tekur á móti viagra, hörðum pökkum og blautunt kossurn í kvennó. Hrekkjusvínin. Þessi dragnótadrottning verður 40 ára 10. september. Hún tekur á móti kossum á meðan á leik Grindavíkur og Fylkis stendur. Þessi stúlka verður 25. ára þann 8. september. Til ham- ingju með daginn, mamma, pabbi og systir. 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.