Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 21.09.2000, Page 9

Víkurfréttir - 21.09.2000, Page 9
Vistvernd í verki í Reykjanesbæ Ert þú ein(n) þeirra sem hefur áhuga á umhverfisvænu heim- ilishaldi en vantar leiðsögn til að koma þér af stað? Vistvemd í verki er íslenskt vinnuheiti yfir alþjóðlega verkefnið „Global Action Plan” en Landvemd sér um framkvæmd verkefnisins á íslandi. Hugmyndin á bak við þetta verkefni er sú að með ýmsum einföldum breytingum í daglegu lífi megi gera lífsstíl vistvænni án þess að draga úr lífsgæðum. Margt smátt gerir eitt stórt og víðtæk þátttaka í slíkum aðgerðum getur bæði leitt til umtalsverðs ávinnings fyrir umhverfið, og fjár- hagslegs spamaðar fyrir sam- félagið og þær fjölskyldur sem í hlut eiga. Skráið ykkur til starfa I Reykjanesbæ er mikil vakn- ing í umhverfismálum og bæjarfélagið er að marka stefnu til lengri tíma í þeim málum í tengslum við gerð Staðardagskrár 21. Mikilvægur liðir í því er að heimilin vakni til vitundar um hvað þau geti lagt af mörkum. Bæjaryftrvöld em því að skoða hvort grund- völlur sé fyrir því að hefja sam- starf við Landvemd til að virk- ja bæjarbúa til þátttöku í GAP- verkefninu. Ef af verður munu fyrstu visthóparnir í Reykja- nesbæ taka til starfa í október og nú er lýst eftir áhugasömum frumherjum. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni eru beðnir um að hafa samband við formann stýri- hóps staðardagskrár 21 sem fyrst með því að senda tölvupóst á kjartanm@ice- landair.is eigi síðar 29. septem- ber nk. Þátttaka í visthóp - leið til árangurs GAP-verkefnið byggist á hóp- starfi þar sem fulltrúar 5 til 8 fjölskyldna koma reglulega saman til fræðslufunda yfir tiltekið tímabil. Hópamir, sem kallaðir eru visthópar halda nokkra fundi til að fara yfir ýmis atriði í rekstri fjölskyld- unnar og til að finna leiðir til úrbóta. Hverjum hópi fylgir einn leiðbeinandi og allir þátt- takendur fá handbók þar sem finna má góð ráð og skrá árangur starfsins á þar til gerð eyðublöð. HEKLA afhendir háþróuð röntgentæki HEKLA afhenti nýlega sjúkrahúsi flotans á Keflavík- urflugvelli (U.S. Naval Hospi- tal, Keflavík) ný háþróuð röntgentæki frá GE Medical Systems í Bandaríkjunum. Tækjasamstæðan, sem er af gerðinni Advantx Legacy, er alstafræn, og gefur möguleika á að skoða röntgenmyndir á skjá og jafnframt að prenta þær út á fullkominn litaprent- ara. Stafræna tæknin er bæði fljót- virkari og nákvæmari, þar sem ekki þarf að bíða eftir framköllun á filmum til að skoða myndimar. Tæknin gef- ur einnig möguleika á því að hægt sé að skoða myndir sam- tímis á mörgum stöðum. Með tilkomu þessarar nýju tækja- samstæðu er sjúkrahús flotans komið með ein fullkomnustu röntgentæki á landinu. General Electric Medical Systems er leiðandi í þróun og framleiðslu á háþróuðum myndgreiningarbúnaði fyrir sjúkrahús. Mesta nýjungin varðandi þennan nýja tækja- búnað frá GE Medical Syst- ems er að nýju tækin eru sveigjanlegri í notkun en þau röntgentæki sent þekkst hafa fram að þessu, hægt er að taka myndir af stærra svæði í einu og síðast en ekki síst þarf mun minni skammt röntgengeisla við hverja myndatökur, sem er stór kostur fyrir sjúklinga og starfsmenn. Með kaupunum á þessum nýju tækjum er farið inn á nýja leið, því fram að þessu hefur sjóherinn þurft að kaupa allann sinn tækjabúnað beint frá Bandaríkjunum og þurft að sæta því að sækja þjónustu á búnaði þangað. Þar eð HEKLA er milliliður í þessum kaupum, ásamt því að hafa al- farið annast uppsetningu bún- aðarins, er unnt að þjónusta tækin héðan, sem gerir það að verkum að viðbragðstími er mjög stuttur og hægt að veita mun betri þjónustu. I Gagnlegt og skemmtilegt Það er Landvemd sem unnið hefur að því að koma þessu verkefni af stað og sl. ár hafa um 60 fjölskyldur unnið með Landvemd að gerð handbókar sem á að létta heimilum leitina að leiðum til vistvænna heimil- ishalds. M.a. þeirra sem tóku þátt í þessu starfí sl. vetur var fjölskylda Kristínar og Hólmkels sent búsett er á Akureyri ásamt tveimur böm- um, Huldu 7 ára og Sveini 11 ára. I nýlegu viðtali um þátttöku fjölskyldunnar í þessu verkefni segir Kristín, „Þær efasemdir sem ég hafði í upphafi hurfu fljótt. Verkefnið er sett upp á mjög skemmtilegan hátt, þann- ig að eitt ákveðið efni er tekið fyrir í einu.” Þau Kristín og Hólmkell segja hópastarfið mikilvægan hluta verkefnisins og í umræðum á fundum kom ýmislegt fram sem ekki var að fínna í bókinni. Sumir áttu t.d. í pokahomingu sniðug ráð til að spara orku, einhver gat miðlað þekkingu sinni um moltugerð, annar var sérfróður um skipu- lagsmál og svo framvegis. Árangursríkt og skemmtilcg Visthópamir taka fyrir 5 mis- munandi viðfangsefni: sorpið, innkaup heimilisins, samgöng- ur, orkumálin og vatnið. Um hvert efni er fjallað á einum fundi og beinist athyglin einkum að því livað hver fjöl- skylda getur gert til að stuðla að betra umhverfi. Markmiðið er að taka einföld og raun hæf skref sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið og draga á engan hátt úr lífsgæðum heimilis- manna. Markmiðið er ekki að gera róttækar breytingar sem leysa öll mál í einum vetfangi. I handbókinni er að finna fjölmörg dæmi um aðgerðir og heimilin velja sér þær sem þeim hentar best. Starfið stend- ur í unt tvö mánuði og hver visthópur heldu 7 fundi. Reynslan af þessu verkefni sl. vetur bendir til þess að íslensk- ar fjölskyldur geti lagt nokkuð af mörkum með þátttöku í Vistvemd í verki. Hólmkell á Akureyri hafði m.a. þetta að segja um reynslu sína: „Eitt af því sem kom mér á óvart var hvað við erum mikil neysludýr. I samanburði við okkur var fólk í hópnum sem eyðir eins og saumavélar.” Á sumum sviðum var samanburðurinn þó þeirra fjölskyldu í hag. Sem dæmi má nefna er notkun á heimilisbílnum í lágmarki og bæði ganga í vinnuna. Og þegar Hólmkell var spurður um áhrif verkefnisins svaraði hann „Eg held að verkefnið hafi haft töluverð áhrif á þessu heimili. Eg hugsa t.d. að sorpið sem fari út í ruslatunnu sé ekki nema þriðjungur eða jafnvel fjórðungur af því sem áður var. Það ættu allir að geta gert það sem við höfum gert. Þetta verður strax svo lítið mál.” Þess má geta að á heimasíðu Landverndar www.landvernd.is/landvernd (sjá undir GAP) er að finna ýmsar upplýsingar um verkefnið Vistvemd í verki. Kjartan Már Kjartansson. Stelpur sem voru að æfa blak í Myllubakkaskóla síðasta vetur, nú er komið að því. Mæting í kvöld á sama tíma. Til sölu keilubrautir Til sölu keilubrautir ásamt búnaði. Upplýsingar í síma 695 6400. Brúðubíllinn í Keflavík Brúðubíllinn sýnir í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17, Keflavík sunnudaginn 24. september kl. 14. Daglega á Netinu • www.vf.is 9

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.