Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 21.12.2000, Side 4

Víkurfréttir - 21.12.2000, Side 4
Neitar þjófnaði þrátt fyrir að hafa verið tekinn upp á myndband jófur lét greipar sópa um peningaskúffu í af- greiðslu Hótel Kefla- víkur sl. mánudagsmorgun. Eftirlitsmyndavélin var hins vegar í góðum gír og fylgdist vel með öllu sem átti sér stað. Maðurinn náðist áður en hann yfirgaf hótelið og verðir iaganna færðu hann í fanga- klefa á Lögreglustöðinni í Kefiavík. Þrátt fyrir að hafa verið festur á filmu á meðan hann var að stela, játaði maðurinn ekki. Það var kannski klónið hans sem fór í peningaskúffuna, cða vondi tvíburinn?? ö(Tum(jíeMfífjmjó(a qjfarsæfs (lomandi árs. (Ós(zum amonnum CPödímm vitíiptin á árinu sem er, Ásberq Fasteignasala Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali Hafnargata 27 • 230 Keflavík • Símar 421 1420 og 421 4288 Fax421 5393 • Netfang: fasteign-asberg@simnet.is \ Nýr slökhvibíll í Sandgerði Slökkvilið Sandgerðis hefur fengið afhentan nýjan slökkvi- liðsbíl af gerðinni MAN/ROSENBAUER árgerð 2000. Bifreiðin er af fullkomnustu gerð og bylting fyrir starfsemi Slökkviliðs Sandgerðis. Það var Reynir Sveinsson slökkviliðsstjóri sem tók formlega við lyklunum af bílnum frá Sigurði Val Ás- bjarnarsyni bæjarstjóri sem sagðist vonast til að bifreiðin verði sem minnst notuð. Bíllinn er fjárfesting upp á 22 milljónir króna. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja mun fá samskonar bíl afhentan á næsta ári. VF-mynd: Hilmar Bragi Jolakalkunn gefur flugelda! Enn og aftur förum við í feluleik í Víkurfréttum. Nú höfum við falið þessan myndarlega kalkún í blaðinu. Finnið hann, skrifið á hvaða síðu hann er og sendið til Víkurfrétta í síðasta lagi fyrir hádegi nk. fimmtudag, 28. desember. Þrír heppnir lesendur fá gefins flugeldapakka frá Víkurfréttum. Að sjálfsögðu er kalkúnninn pínulítill og hefur falið sig vel á einni af síðum blaðsins. Svar með nafni og símanúmeri sendist í umslagi til Víkurfrétta, Grundarvegi 23,260 Njarðvík. (Osdurn Qfuðurnesjamönnum ö(CumcjCefhCegrajóCa 0(jfarsœCs (wmancíi árs. SCöCCum vicisCipim á árinu sem er acJ Ccta. EIGNAMIDLUN SUDURNESJA Hafnargötu 17, Keflavík - Sími 421 1700 Vegagerðin kynnti Suður- strandarveg Afundi fyrir sköm- mu kynntu fulltrú- ar vegagerðarinn- ar og höfundar nýs aðal- skipulags í Grindavík hug- myndir um staðsetningu Suðurstrandarvegar og tengingar af veginum inn í þéttbýlið. Fram kom að taka þarf tillit til margra ólíkra þátta þegar ákvarða skal legu vegarins. Öryggi, veðurskilyrði, nátt- úruvernd og nálægð við byggð eru rneðal margra slíkra þátta. Mat á umhverf- isáhrifum verður væntanlega lagt fram í febrúar og þá mun almenningur geta gert formlegar athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir. Bæjarfulltrúar voru flestir hverjir mættir á fundinn og skiptust á skoðunum. Góð samstaða var á fundinum um heppilegustu legu vegar- ins og tengingu hans við Grindavíkurveg. Þegar end- anleg hönnun liggur fyrir kemur málið aftur til um- fjöllunar. Líkamsmeið- ingap og ölvun Lögreglan í Kefiavík sat ekki auðum höndum síðastliðna helgi þar sem mikið var unt ölvun og ólæti bæði á aðfaranótt laugardags og sunnudags. Islendingar gengu í skrokk á tveimur amerískur hermönn- um á aðfaranótt laugardags- ins. Um tvö aðskilin mál var að ræða. Annar þeirra lenti undir í slagsmálum á Nl barinn en nokkru síðar var tilkynnt um slagsmál á Casino. Mennimir vom illa útleiknir og voru fluttir á herstöðina til aðhlynningar. Innbrot í tvo báta Brotist var inn í tvo báta sem voru í slipp í Njarðvík sl. miðvikudagskvöld. Rúður vom brotnar í báðum bátunum og úr öðmm jreirra voru teknir neyðarflugeldar og -blys. Myndbandstæki var tekið úr hinurn bátnum og gramsað í lyfjakistunni. Málin eru í rannsókn hjá Lögreglunni í Keflavík. 4 GLEEILEGA H Á T í Ð

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.