Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 21.12.2000, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 21.12.2000, Qupperneq 8
KefMflirbombiir seldar í Flugeldasala Keflavíkur verður í K-vídeói við Hringbraut eins og undanfarin ár. Keflavík hefur nú hafið eigin innflut- ning á flugeldum en undan- farin ár hafa þeir selt KR flugelda. Flugeldasalan opnar 28. des- K-vídeói ember og er opið daglega frá kl. 10-22 en á gamlársdag verður opið frá kl. 10-16. Gamanleikarinn Örn Árnason verður við afgreiðslu í flugelda- sölunni föstudaginn 29. desember frá kl. 16-18 og mun örugglega kasta fram nokkrum áramóta- sprengjum. Hann er einn helsti sér- fræðingur landsins í flugeldum. Halla Har vann listaverk fyrir Hótel Keflavík: Glæsilegt glerlistaverk Rfsjótt 111 í Grindavík 466 tonn bárust á land í Grindavík vikuna 10-16.desem- ber. Tíð var mjög risjótt og minni bátar gátu lítið róið auk þess sem afli togskipanna var rýr. Það sem stóð helst uppúr var að sex stórir línubátar lönduðu í vikunni og voru flestir með á bilinu 50-60 tonn. Þeir eru nú allir í síðasta túr fyrir jól og gerum við ráð fyrir að síðustu skipin komi til hafn- ar á Þorláksmessu. Myndlistarkonan Halla Har hefur nýlokið við glæsi- legt glerlistaverk sem staðsett er í andyri Hótel Keflavíkur. „Verkið er hannað í stíl við hót- elið en þegar ég vinn svona verk þá fer ég alltaf á staðinn og vinn út frá umhverfmu. Ég reyni að tengja umhverfið með glerinu, þetta á ekki að vera þannig að verkið skeri sig úr heldur falli vel inní, og maður fær það á tilfinninguna að það hafi alltaf verið þarna", segir Halla. Glerið er munnblásið og verkið dreifist á nokkra glugga í and- dyrinu en myndar þó sterkan heildarsvip. Yftr útihurðinni er merki hótelsins í bláum tónum og skreytt með koparkúlum sem kemur mjög vel út enda er Steinþór Jónsson hótelstjóri, mjög ánægður með útkomuna. „Halla er fremst á þessu sviði á Islandi, þótt víðar væri leitað, og það er gaman að hún skuli vera héðan af svæðinu", segir Steinþór. Halla hefur haft í nógu að snú- ast í sumar en hún skreytti m.a. stóran glugga á Heilsugæslu- stöðinni á Hvammstanga, fjóra glugga í Valþjófsstaðakirkju fyrir austan og einbýlishús í Þýskalandi. Framundan eru tvær sýningar, önnur í Dan- mörku og hin í Gallerí Reykja- vík við Skólavörðustíg í Reykjavík. „Það er líka alltaf nóg að gera í málverkunum og fólki er vel- komið að kíkja til mín að Heið- arbrún 14 í Keflavík og skoða það sem ég er að gera“, segir Halla og stillir sér upp fyrir myndatöku ásamt Steinþóri framan við nýja glerlistaverkið. Minnst atvinnuleysi á Sufiurnesjum Atvinnuleysi er nú hlutfallslega minnst á Suðurnesjum en mest á Norðulandi vestra. Sjötíu og sex einstaklingar voru skráðir atvinnulausir í nóvembermánuði á Suður- nesjum, þar af 52 konur og 24 karlar. Mest atvinnuleysi var í aldurshópnum 15-29 ára eða 34 einstaklingar. Þegar horft er á menntunarstig at- vinnulausra þá kemur í ljós að meirihluti þeirra er aðeins með grunnskólapróf, eða 54 einstaklingar, þar af 35 konur. Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé hlutfallslega minnst á Suður- nesjum þá hefur það aukist töluvert að undanförnu. A sama tíma í fyrra voru 71 á atvinnuleysisskrá en upp úr miðju sumri dró úr atvinnu- leysi og það var minnst í júlí, aðeins fimmtán manns. I október voru 34 atvinnulausir á Suðurnesjum en eins og fyrr segir þá eru nú 76 ein- staklingar skráðir atvinnu- lausir. Síðasti skilafrestur íjóiaieik Víkurfrétta og BT er til kl. 22:00 á morgun! 8 GLEÐILEGA H Á T í E

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.