Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.12.2000, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 21.12.2000, Blaðsíða 10
Kirkjuvígsla á Keflavíkurflugvelli Biskup íslands, sr. Karl Slgurbjörnsson vígði kirkjuna. VF-myndir: Silja Dögg Gunnarsdóttir Biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vígði nýja kapellu slökkviliðs Varnarliðsins við hátíðlega athöfn á Keflavík- urflugvelli sl. fóstudag. Kapellan, sem áður þjónaði Varnarliðsmönnum á Stokks- nesi og í ratsjárstöðinni Rockville á Miðnesheiði, var flutt á núverandi stað og endur- nýjuð fyrir atbeina slökkviliðs- manna á Keflavíkurflugvelli og er framlag þeirra og Vamarliðs- ins til Kristnihátíðar. Prestar Vamarliðsins vom Biskupi ís- lands til aðstoðar við vígsluna. Klukka af gömlum slökkviliðsbíl Kapella slökkviliðsins á sér merka sögu. Húsið var reist árið 1953 á Stokksnesi við Hornafjörð sem skrifstofa verktakafyrirtækis sem hafði eftirlit með smíði ratsjárstöðvar Vamarliðsins. Er framkvæmd- um á Stokksnesi lauk árið 1956 var húsinu breytt í kapellu fyrir liðsmenn ratsjárstöðvarinnar. Skömmu eftir að stöðin hóf starfsemi kom í ljós að bygg- ingin tmflaði ratsjána og réðust starfsmenn og íslenskir verk- takar í flytja hana um set. Klukka var engin í fyrstu en slökkvilið Vamarliðsins útveg- aði klukku af gömlum slökkvi- liðsbíl í Bandaríkjunum og er sú klukka í kapellunni enn í dag. Islenskir starfsmenn rat- sjárstöðvarinnar gerðu endur- bætur á kapellunni árið 1982 og lengdu hana nokkuð í leið- inni. Sex árum síðar leystu starfsmenn Ratsjárstofnunar Utanríkisráðuneytisins, liðs- menn Vamarliðsins af hólmi á Stokksnesi og var þá flestum byggingum stöðvarinnar lokað. Kapellunni var þá fundinn staður í ratsjárstöðinni Rock- ville á Miðnesheiði, sem enn var mönnuð varnarliðsmönn- um, og hún flutt í heilu lagi sjó- leiðina til Keflavíkur. Skemmdarvargar á ferð Árið 1997 var starfsemin í Rockville lögð niður og urðu mannvirki í stöðinni fljótt skemmdarvörgum að bráð, þ. á m. kapellan. Hugmyndir komu þá upp í slökkviliðinu á Kefla- víkurflugvelli um að forða hús- inu frá frekari skemmdum og gera það upp fyrir liðsmenn þess. Gætu vakthafandi slökkviliðsmenn þá haft að- gang að kapellu á stórhátíðum auk þess sem hún myndi nýtast til áfallahjálpar eftir stórslys. Jafnframt yrði kapellan öðmm starfsmönnum og vamarliðs- mönnum til afnota. Yfirmenn Vamarliðsins og skipulagsyfir- völd tóku vel í málið og var húsið flutt enn einu sinni og nú á lóð slökkviliðsins með góðri hjálp verktakafyrirtækja. Svo skemmtilega vill til að sami starfsmaður eins verktakafyrir- tækisins hefur komið að flutn- ingi hússins í öll skiptin. Rausnarlegar gjafir Slökkviliðsmenn tóku til óspill- tra málanna við endurbætur á kapellunni í fríum sínum og jregar stundir gáfust á vaktinni. Er verkefnið einkar viðeigandi á þúsund ára afmæli kristni á íslandi og Varnarliðið og ís- lenskir slökkviliðsmenn stoltir af að geta lagt fram sinn skerf til minningar þeirra tímamóta. Fjölmargir aðrir hafa lagt hönd á plóginn með fjárframlögum, efni og vinnu og kunna slökkviliðsmenn á Keflavíkur- flugvelli öllum bestu þakkir. Gylfi Þórðarson slökkviliðs- maður og móðir hans Guðbjörg Benediktsdóttir hafa fært kapellunni rausnarlega gjöf, altari, altarisklæði.grátur, bibl- íu, altariskrossi og biblíustand, í minningu bræðra sinna og sona sem báðir létust á árinu. Þess má geta að altari, grátur og biblíustandur eru smíðuð af Gylfa sjálfum. 10 GLEBILEGA H Á T í B

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.