Víkurfréttir - 21.12.2000, Síða 14
íbúarnir í Þorvarðarhúsi í gamla bænum í Keflavík heimsóttir:
Danskir kaupmenn settu svip sinn á Keflavík á 19.öld.
Duus húsin niður við sjó þekkja allir en þau byggðu
Duus fjöiskyldan. Árið 1848 settust Duushjónin, Peter
og Ásta Tómasdóttir Bech, að í Keflavík og lögðu brátt drög
að einu helsta verslunar- og útgerðarstórveldi landsins. Peter
Duus var danskur og hans er getið í kjörskrá árið 1852 en þar
segir að hann eigi Keflavíkurjörðina, mestan hluta núverandi
bæjarlóðar Keflavíkur, og þessu til viðbótar jörð í
Kjósarsýslu.
Þorvarðarhús byggt upphaflega 1884 , elsta hús í Keflavík.
Duusfeðgamir Peter og Hans
Peter voru atkvæðamiklir í
atvinnulífi Keflavíkur um
aldamótin 1900. Þess er getið í
Sögu Keflavíkur að Duus-
verslun hefði oft hjálpað fólki í
harðindum og að engin manna-
munur hafi verið gerður hvort
heldur viðskiptavinir hugðust
staðgreiða vöruna, eða þurftu að
fá hana lánaða. Þegar Peter
Duus andaðist árið 1868 tók
sonur hans Hans Peter (oftast
nefndur H.P.) við fyrirtækinu
ásamt tengdasyninum Daníel
Johnsen. En þeir skiptu síðan
eignum fjölskyldunnar og hélt
H.P. eftir m.a. eignunum í
Keflavík. H.P. var einstakt val-
menni sem öllum var hlýtt til,
sem honum kynntust. Hann
kvæntist Kristjönu dóttur
Sveinbjöms Olafssonar kaup-
manns í Keflavík, einstakri
mannkosta- og merkiskonu.
H.P. og Kristjana Duus fluttust
til Kaupmannahafnar árið 1881
og tók þá mágur Duus, Ólafur
Asbjöm Olavsen, við rekstri
fyrirtækisins í Keflavík en H.P.
rak erindi fyrirtækisins í
Kaupmannahöfn. H.P. lést árið
1884 og rak Kristjana
Duusverslun um árabil eftir það.
Laust eftir aldamótin fluttust
aðalstöðvar Duus til Reykja-
víkur. Undir þessu nafni var
drifin fræg verslun í höfuð-
staðnum og brátt varð H.P.Duus
eitt helsta stórveldi í þilskipaút-
gerð á landinu. Duusverslun í
Keflavík hélt velli fram undir
1920 en þá var hún seld
Matthíasi Þórðarsyni frá Móum.
Ættargripur frá
□uusfjölskyldu
Íshússtígur 7 er elsta íbúðarhús í
Keflavík og er það nefnt Þor-
varðarhús eftir Þorvarði Helga-
syni, beyki (tunnusmið), sem
reisti það árið 1884. Þorvarður
keypti lóðina undir húsið af
H.P.Duus. Kona Þorvarðar, hét
Ragnhildur Guðmundsdóttir og
var vinátta á milli þeirra og
Duusfjölskyldunnar. Þegar
Þorvarður og Ragnhildur eign-
uðust sitt síðasta bam og einu
dóttur, Kristjönu, þá var þeim
gefin forláta vagga af kaup-
mannshjónununt Duus. Vagga
þessi er handsmíðuð úr smíða-
jámi og var flutt inn frá
Danmörku af Duusfjöl-
skyldunni einhvem tímann á
19.öld. Böm þeirra Duus hjóna
sváfu í vöggunni og vildu þau
að fjölskylda Þorvarðar og
Ragnhildar eignaðist vögguna
fínu. Þorvarður og Ragnhildur
eignuðust fimm böm saman,
þau Helga, Stefán, Þorstein,
Guðmund og Kristjönu en dóttir
þeirra hjóna var skírð eftir
Kristjönu eiginkonu H.P.Duus.
Fyrir átti Þorvarður soninn
Þorvarð með Guðrúnu Högna-
dóttur, konunni sem var jörðuð
íyrst allra í kirkjugarðinum í
Keflavík.
Vaggan er líklega bráðum
tvö hundruð ára
Það veit engin hvað vaggan er
nákvæmlega gömul en hún
hefur verið notuð í fjölskyldu
Þorvarðar Helgasonar í 116 ár.
Ættarvaggan hefur gengið
mann fram af manni í fjöl-
skyldunni. Hún var fyrst notuð í
Þorvarðarhúsi og í dag vill svo
skemmtilega til að vaggan er
enn aftur í notkun í Þorvarð-
ttrhúsi þvf bamabamabamabam
Þorvarðar og Ragnhildar, sonur
þeirra hjóna Ólafs Ásmunds-
sonar og Álfheiðar Jónsdóttur
sefur í vöggunni þessa dagana.
Þau Ólafur og Álfheiður búa í
húsinu og eignuðust sinn fjórða
dreng á dögununt. Þau reikna
ekki með að vaggan verði oftar
notuð í Þorvarðarhúsi á meðan
þau búa þar. Ólafur keypti ætt-
arhúsið fyrir þó nokkuð mörg-
um ámm og hefur endurbyggt
það síðan. Upphaflega var það
byggt úr rauðfuru sem var í lest
skipsins Jamestown en það rak
mannlaust upp í Kirkjuvog,
Höfhum árið 1872. Þegarhúsið
var stækkað árið 1992-1993
þurfti að rífa útvegg gamla
hússins og kom þá í ljós þessi
fína viðartegund.
Hljóðfærasmíðaneminn Jón
Marínó Jónsson fékk viðinn og
hefur væntanlega smíðað
hljóðfæri úr honum.
Langafi og langamma Ólafs
Ásmundssonar, Þorsteinn
Þorvarðarson og Björg Arin-
bjamardóttir frá Tjamarkoti í
Innri-Njarðvík, notuðu vögguna
undir bömin sín, þá Friðrik, Ara
og Ólaf. Böm Helga læknis
vom einnig í vöggunni en hann
var fjölskylduvinur.
Þeir Friðrik og Ólafur Þor-
steinssynir eignuðust böm og
var vaggan notuð undir bömin
þeirra. Bræðumir Friðrik og
Ólafur byggðu seinna hús sín í
landi Þorvarðarhúss og standa
öll þessi hús enn.
Ólafur Þorsteinsson, afi Ólafs
Ásmundssonar, eignaðist
Björgu, Sigrúnu og Þorstein.
Dætumar notuðu vögguna undir
syni sína. Á þeim tíma sem
Þorsteinn lá í vöggunni árið
1951 var vaggan enn útbúin
þannig að stigið var á fótstig
sem mggaði vöggunni til og ffá.
Þetta var þá sannarlega vagga
sem vaggaði. Fótstigið var til
þess að hægt væri að róa bamið
og svæfa en jafnframt nýta
tímann t.d. til að ptjóna eða
sinna annarri handavinnu.
Vaggan þótti vera of völt og
þess vegna var fótstigið fjar-
lægt. Enn er þó hægt að sveifla
vöggunni léttilega til hliðar.
,Æg reikna með að vaggan
verði að lokum gefin á Byggða-
safnið þó að enn hafi ekki verið
tekin ákvörðun um það. Ef það
gerist þá ætla ég að smíða
nákvæma eftirlíkingu af henni
áður og leyfa þeirri vöggu að
ganga mann fiam af manni
áffam í ættinni," sagði Ólafur
Ásmundsson.
14
GLEDILEGA
H Á T í D