Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 21.12.2000, Page 23

Víkurfréttir - 21.12.2000, Page 23
að útbúa jurtafæði til þess að fá öll þau bætiefni og næringar- efni sem líkaminn þarf á að halda. Gullu líður vel af jurtafæðinu og vill alls ekki skipta á því og kjöti. Hún kann listina að elda þennan mat og jólamaturinn er gimilegur hjá henni. Fjölbreyttur matseðill á jólum Gulla þarf ekki að vakna snemma á aðfangadag til að undirbúa matinn. Hún er svo skipulögð að maturinn er löngu tilbúinn og bíður í frystinum þar til á aðfangadag. Hún ber þá fram glutensteik með sveppasósu, fylltar bakaðar kartöflur, grænmetissalat og gestasalat. „Eg vakna seint á aðfangadag, reyni að sofa eins lengi og ég get!'1, segir Gulla hressilega. „Dagurinn líður þannig að við hringjum í ætt- ingja og heimsækjum þá sem eiga heima nálægt okkur. Svo tökum við okkur til í rólegheit- um og förum alltaf í kirkju seinnipartinn, ómissandi þáttur af jólunum. Þegar við komum heim þá borðum við nieð for- eldrum mínum, bróður og langömmu drengja minna. Gestimir komu alltaf einu sinni með kjöt með sér því þeir em ekki jurtaætur eins og við. En svo spurðu þau eitt sinn hvort þau mættu ekki líka borða mat- inn minn á jólum. Auðvitað! Nú elda ég allan veislumatinn en pabbi kemur með grænmet- issalatið því hann ræktar gul- rætur og býr til einstaklega gott salat. Langamma Rósa kemur alltaf með heimabakað laufa- brauð úr rúgi. Þegar við emm öll búin að borða þá er gengið frá og stóra stundin rennur upp þegar pakkarnir eru opnaðir. Það er alltaf einn sem fær það hlutverk að lesa og afhenda pakkana. Skemmtilegt og vin- sælt hlutverk á hverjum jólum. Vanalega eru allir svo saddir eftir kvöldmat að eftirrétturinn verður að bíða þar til búið er að opna pakkana, þá emm við til- búin að borða hann.“ Handunnar jólagjafir Gulla er þekkt fyrir annað en góða matargerð en það eru jólagjafirnar hennar. Hún er ekkert blávatn þegar kemur að þeim. Hún býr þær allar til sjálf og em þær hverri annarri fall- egri. Hún bæði sker út í tré og saumar litlar bútasaumsmyndir. Hún býr einnig til öll jólakortin sín. Henni finnst svo gaman að föndra. „I júní um leið og skól- inn er kominn í sumarfrí þá byrja ég að undirbúa jólagjaf- irnar. Eg fæ alltaf nýja hug- mynd á hverju ári til þess að búa til og þetta tekur sinn tfma en ég er venjulega búin með allar jólagjafimar í byrjun sept- ember nema fyrir strákana mína. Eg bíð venjulega með þær þar til í desember," segir Gulla, leyndardómsfull á svip. '• Sendum Suðurnesjamönnum bestu óskir um Gleðileg jól og farsælt komandi ór. Þökkum viðskiptin ó órinu sem er að líða. BLUE LAGOON ICELAND www.bluelagoon.is Sími 420 8800 Næsta blað föstudaginn 29. desember Auglýsingasíminn er421 4717 ttspyrtfjj/jJ jj jJjJ jjjj Kefíavikur - ' ^ f s tf/? ■ I s s verajuirfiK YdjJjjm, Opriutn 28. desember % kl. io:oo - 22:00 Aííar vörur eru nýjar þ.e.a.s EKKI frá KR, við seljum oUkar eigin vörur með okkar merkí. Opið alla daga frá kí. 10:00 • 22:0 Gamlársdag frá kí. 10:00 • 16:0 M: \ '7|V . ' 1 m v Afgreíðsíusímí E; fi | Á íK v 1 847 7903 PawtMmxKíi s-ctsbioc ®*UV«Ecrcu!K;; FACTDfi/ Ps. Örn Árnason íeíkarí verður við afgreiðslu á föstudag kl 16:00 ■ 18:00 GLEEILEGA H Á T í D 23

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.