Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.03.2001, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 29.03.2001, Qupperneq 10
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Kvartanir vegna meindýra Arskýrsla Heilbrigðis- eftirlits Suðumesja (HES)fyrir árið 2000 er koniin út. Skýrsluna er að finna á heimsíðu Heil- brigðiseftirlitsins, www.hes.is. I ársskýrslunni eru tíunduð belstu verkefni HES á árinu. Markinið ársskýrslunnar er að gefa almenningi kost á því að kynna sér helstu viðfangs- efni HES. Fulltrúar HES ;uinast eftirlit nteð margskonar starfsemi og eru verkefni þeirra afar fjöl- breytt. A árinu 2000 bámst Heilbrigðiseftirlitinu hátt í 600 kvaitanir. Algengustu kvartanimar vom vegna meindýra, hunda, ólyktar og slæmrar umgengni. HES hefur eftirlit nteð öllum aðilum sem selja mat hvort sem um er að ræða veitinga- staði, matvöruverslanir eða mötuneyti. Mttrkmið þess eft- irlits er að stuðla að lieil- næmri meðhöndlun matvæla. Á árinu 2000 var farið í 210 eftirlitsferðir í fyrirtæki sent meðhöndla matvæli. HES hefur einnig eftirlit með vatnsveitum og stendur fyrir reglubundinni sýnatöku á neysluvatni. HES annast almennt um- hverfis- og mengunareftirlit á Suðumesjunt. Embættið hafði afskipti af mannvirkjunt í nið- umíðslu, umgengni á lóðum fyrirtækja og einstaklinga auk þess að Ííma aðvömnamtiða á ilmmta hundrað núm- erslausra bíla. Mengunaró- höpp urðu nokkur á árinu og koma starfsmenn HES að að- gerðum á vettvangi. HES hefur lyrirbyggjandi eft- irlit nteð fyrirtækjum sem hugsanlega geta valdið meng- un, þar má nefna bílaverk- stæði, fiskverkunarhús, efna- laugarofl. Rekstur fyrirtækja er háður starfsleyfi sem gefið er út af heilbrigðisnefnd Suð- umesja. Á árinu 20(X) var 62 slíkum fyrirtækjum úthlutað starfsleyfi og var farið í 147 eftirlitsferðir. Af öðrum verkefnum HES má nefna, skráningu hunda, meindýravamir, umhverfis- eftirlit á vamarsvæðum, eftir- lit nteð baðstöðum, gististöð- unt snyrtistofum og sjúkra- stofnunum. Ársskýrsla Heilbrigðiseftir- lits Suðurnesja, á www.hes.is Bergur Sigurðsson VÍKURfHÉrTAMVND: - LMW BRAS B&IÐAR-Í » Frá aðalfundi FEB í Selinu í Njarðvík 18. mars sl. Olafur Ólafsson fyrrv. landlæknir og núverandi formaður FEB í Reykjavík var gestur fundarins Fjölgun í Fálagi eldri borgara: Bubot fyrir félagsmenn Mikil fjölgun hefur orðið í Félagi eldri borgara á Suður- nesjum á síðustu dngum að sögn Hilmars Jónssonar, formanns félagsins. Hann telur meginástæðuna vera að apótekin á svæðinu liafa gefið eldri borguruin veru- legan afslátt gegn framvís- un félagskírteina. „Þetta er góð búbót fyrir lc- legan fjárhag margra félaga. Félagsmenn eru mjög ánægð- ir með jiessa ákvörðun apó- tekanna, en afslátturinn er stundum yfir 100% á lyfja- verði en er misjafnt eftir lyfj- um", segir Hilmar. Heilbrigðisstofnun Suðurnes w Akveðið hefur verið að loka fæðingardcildinni í 5 vikur í sumar á tíma- bilinu 1. júlí til 6. ágúst. Ákvörðun þessi er ckki sárs- aukalaus en í Ijósi þeirrar reynslu sem við höfum af fyrri árum þó talin skynsamleg. Eins og bæjarbúum er kunnugt um hefur skurðstofu H.S.S verið lokað á hverju sumri í 8-9 vikur. Slíkt hefur verið gert til að mæta kröfum um aðhald í rekstri. Auk þessara lokana hafa lokanir verið í kringum páska og jól í allt að 4 vikur. Á s.l ári kom þó ekki til lokana kringum stórhátíðamar og í sum- ar hefur verið ákveðið að stytta lokun skurðstofu niður í 5 vikur þannig að hér er um verulega já- kvæðar breytingar að ræða í þá átt að bæta bráðaþjónustu stofn- unarinnar.Hins vegar er okkur fyllilega ljóst að þjónustan telst ekki fullgóð fyrr en skurðstofu- vakt er til staðar alla daga allt árið. Hvers vegna lokun á fæðingardeild? Á síðustu árum hefur gengið erf- iðlega að fá fagfólk til afleysinga yfir sumarmánuðina. Áður hefúr komið til lokunar fæðingadeild- arinnar af þessum sökum, en annars hefur tekist að halda henni opinni þótt skurðstofa hafi verið lokuð á sama tíma. Reynsla liðinna ára hefur kennt okkur að opin skurðstofa er forsenda fyrir því að hægt sé að reka hér fæð- ingardeild af nokkru viti. Yfir 50 % kvenna sem fæða eiga þann tíma sem skurðstofa er lokuð eru sendar til Reykjavíkur af örygg- isástæðum eða til að fá deyfingu sem ekki er hægt að bjóða uppá hér. Þannig var það á s.l. sumri eftir að okkur tókst að fá hingað afleysingafólk á fæðingardeild að yfir helmingur kvenna fæddu í Reykjavík hvort sem var. I sumar er áætlað að 9 konur af svæðinu muni fæða á meðan lok- un skurðstofu stendur. I Ijósi fyrri reynslu er því fátt sem ýtir undir þá vinnu sem í því felst til að fá hingað afleysingarfólk til þess -segir Konráð Lúðvíkssc eins að senda konur til Reykja- víkur hvort sem er. Ljósmæður munu sem áður bjóða upp á heimaþjónustu fyrir þær konur sem fæða í Reykjavík og kjósa að koma heim innan 36 klst. Er HSS að drabbast niður ? Starfsfólki HSS finnst nokkuð merkilegt að heyra þá skoðun nefnda að stofnunin sé að drabb- ast niður. Sú vitneskja hlýtur að koma annars staðar frá en okkur. Innanhúss hefur fólk lagt metnað sinn í að byggja upp. Tekist hefur að skapa vinnuumhverfi sem gerir staðinn eftirsókarverðan sem vinnustað. Aldrei hefur mannval verið meira en einmitt nú. Enginn skortur er á heilsu- gæslulæknum, fullmannað í allar stöður, bæði hér og í Grindavík. Ungir vel menntaðir læknar hafa kosið að bætast í hóp þeirra sem fyrir voru, bæði innan heilsu- gæslusviðs og sjúkrasviðs. Fátítt er að fólk komist ekki til Iæknis inn tveggja sólhringa frá því að pantaður er tími og allir komast að á bráðamóttöku þegar þörf krefur. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu er ekki óalgengt að þurfa bíða allt að 3 vikur til aÖ fá tíma hjá heilsugæslulækni. Aldrei hafa jafnmargar sérgreinar átt sinn fulltrúa innan stofnunarinnar. Nýlega fékk starfshópur gæða- mála innan stofnunarinnar styrk til að sinna ákveðnum verkefn- um. Hingað kemur fólk langt að til að njóta þeirrar þjónustu sem veitt er innan okkar veggja og ófáar eru þær lofræður sem stofnunin fær, sérstaklega frá ■ Brynja Kjartansdóttir skrifar: Kurteisi kostar ekkert w Eg lenti í heldur óskemmti- legri reynslu fyrir sköm- mu síðan, þegar ég fór á veitinga- og skemmtistaðinn Ránna. Kvöldið byrjaði þannig að ég hringdi á staðinn til að fá upplýsingar um hvað kostaði inn og hvaða hljómsveit yrði að spila. Eg bauð góða kvöldið og sá sem svaraði í símann sagði þá strax „hvað er svona gott við það“. Mér fannst þetta undarlcg símasvörun og spurði hvað kostaði inn. Þá sagði við- komandi að það kostaði 1800 kr. fyrir mig en 800 kr. fyrir aðra. Eg vil taka það fram að ég þekki þennan starfsmann Ráarinnar ekki neitt og gct ckki skilið hvers vegna hann þurfti að svara mér svo dóna- lcga í síntann þegar ég hringdi þangað til að fá upplýsingar. Eg fer ekki oft út að skemmta mér og það er teljandi á Ilngr- um annarrar handar hversu oft ég hef farið á Ránna. Ég get því ekki séð hvað þessi maður liafði á móti mér. Ég og sambýlismaður minn fór- um á Kaffi Duus þetta kvöld og sátum þar í um 2 tíma. Ég var ekki undir áhrifum áfengis þegar við komum á Ránna rétt um kl. 23 þetta kvöld. Ekki var búið að opna miðasöluna þegar við kom- um en sambýlismaður minn beið þar til að kaupa miða fyrir okkur. Ég gekk inn á undan og þegar ég var nýkomin inn, þá stóð Jón Vífilsson, við barinn, benti á mig og kallaði til mín „borga, borga!" Ég svaraði honum og sagði að verið væri að kaupa miða fyrir mig. Ég fór að bamum og pant- aði mér drykk og spurði Jón í leiðinni hvort hann vildi sjá mið- ann minn. Hann varð æstur og benti mér á að ef ég ætlaði að vera með einhverja stæla þá gæti hann alveg hent mér út. Mér fannst þetta óþarfa dónaskapur því ég þekki manninn ekki neitt og vinn sjálf sem barþjónn á flugstöðinni og svona framkoma við viðskiptavinina væri aldrei liðin þar. Kærastinn minn kom síðan að bamum og lenti í orða- hnippingum við bardömuna sem varð til þess að við yfirgáfum staðinn eftir að hafa verið þar inn í 5 mfnútur. Ég er mjög reið og hissa á slíkri framkomu og eftir að hafa sagt kunningjum mínum og starfsfé- lögum frá þessum atburði þá kom í Ijós aÖ margir höfðu sömu sögu a segja af viðskiptum sínum við starfsmenn Ráarinnar. Ég ákvað því að fara með söguna í blöðin og vonandi verður hún til þess að starfsmenn á umræddum veitingastað vendi sínu kvæði í kross og komi vel og kurteisis- lega fram við viðskiptavinina í framtíðinni. Brynja Kjartansdóttir 10

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.