Víkurfréttir - 06.09.2001, Qupperneq 4
■ Vika símenntunar:_______________________
ttrnámskeið unt tölvur og tungumál
„Vits er þörf þeim er víða
ratar“ og „Menntun er
skemmtun“ eru slagorð viku
símenntunar 3.-9. september
2001 sem Menntamálaráðu-
neytið stcndur fyrir. Mark-
mið vikunnar, sem haldin á
Suðurnesjum, í samstarfi við
Miðstöð símenntunar (MSS),
er að hvetja fólk til að auka
við þekkingu sína og færni.
„Menntun er skemmtun" vísar
til ánægjunnar við að læra og
ná tökum á nýjum viðfangsefn-
um. Námskrá MSS hefur verði
dreift í öll hús á Suðumesjum
og er fólk kvatt til að kynna sér
námskeiðin sem í boði eru. I
viku símenntunar er áherslan
*
MENNTUN ER SKEMMTUN
3.- 9. september 2001
lögð á nám tengdu íslandi og
umheiminum, þ.e. tungumála
og tölvukunnáttu. I Bókasafni
Reykjanesbæjar, Hafnargötu
57 er sýning á náms- og
kennslugögnum vegna tölvu-
og tungumálanáms og þar fara
einnig fram örnámskeið í
tungumálum í tilefni Evrópsks
tungumálaárs 2001.
Á mánudag sóttu 15 manns
námskeið í spænsku, á þriðju-
dag og miðvikudag voru
ensku- og frönskunámkeið. I
dag fimmtudaginn 6. septem-
ber kl. 17:15- 18, verður
dönskunámskeið og föstudag-
inn 7. september kl. 17:15- 18,
þýska.
Málþing um mikilvægi tungu-
mála verður í bókasafninu
fimmtudaginn 6. sept. kl. 20-22
þar sem Jórunn Tómasdóttir,
Birna Arnbjörnsdóttir, Eríkur
Hermannsson, Kjartan Már
Kjartansson, Kristín Jóhannes-
dóttir, Robert Klukowski og
Bjöm Bjamason, menntamála-
ráðherra mun ræða mikilvægi
tungumála frá mismunandi
VF MENNTUN
sjónarmiðum. Em allri áhuga-
menn um tungumála hvattir til
að koma og taka þátt í mál-
þinginu. Viku símenntunar lýk-
ur svo í Fjölbrautaskóla Suð-
umesja v/Sunnubraut þar sem
haldin verða örnámskeið í
tölvunotkun fyrir almenning
laugardaginn 8. september kl.
13-16. Það em allir velkomnir
á ömámskeiðin meðan húsrúm
leyfir og aðgangur er ókeypis.
Vígsla nýnema við Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram sl.
fimmtudag. Vígslan fór vel fram og allir skemmtu sér vel.
Nýnemar og áhorfendur söfnuðust saman við skólann þar
sem eldri nemar iásu yfir hausamótunum á þeim. Síðan var
haldið af stað fótgangandi í lögreglufylgd um bæinn en þeirri
göngu lauk við smábátahöfnina. Þar voru nýnemar vígðir inn
í samfélag eldri nema. Eftir hamaganginn var boðið upp á
pylsu og kók en busarnir þurftu að safna orku fyrir ball
Miklll uppgangur í
Tölvuskóla Suöurnesja
-skólinn er fluttur í nýtt húsnæði að Hafnargötu 51
Tölvuskóli Suðurnesja er
loksins kominn í nýtt
húsnæði eftir mikið
flakk á undanfömum árum.
Skólinn var fyrst á Hafnar-
götu 35, síðan Hafnargötu 34
en er nú kominn á Hafnar-
götu, fyrir ofan 10-11. í nýja
húsnæðinu sameinast Tölvu-
skóli Suðurnesja og teikni-
og Ijósritunarstofan Aðstoð.
Að sögn Sigurðar Friðriksson-
ar, eiganda hefur verið mikil
uppsveifla í Tölvuskólanum
síðustu tvö ár. Kennt er í skól-
anum frá kl. 9-23 á daginn en
samtals eru 8 kennarar við
skólann sem kenna 13-30
kennslustundir á viku. „Við
erum í mikill samkeppni við
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur-
svæðið og það heldur manni
við efnið“, segir Sigurður. í
september hefja um 160 nem-
endur nám við skólann í nám-
skeiðum sem eru ffá 30 stund-
um og upp í 200 stundir auk
þess sem Varnarliðið býður
starfsmönnum sínum upp á
kennslu á ensku og íslensku,
starfsmenn Flugleiða og Svæð-
isvinnumiðlumu Suðumesja fá
einnig kennslu. Námskeið í
Tölvuskólans er mörg og ættu
allir að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi hvort sem menn eru
byrjendur, vilji læra kerfis-
fræði, skrifstofu og bókhalds-
nám eða vefsíðugerð. Tölvu-
skóli Suðumesja býður upp á
einn besta aðbúnað til tölvu-
kennslu á landinu en þeir nota
sk. Smart board sem er eina
sinnar tegundar á Islandi en er
notað til tölvukennslu víðsveg-
ar um Evrópu. Kennarar skól-
ans em reyndir á sínu sviði en
Sigurður hefur sjálfur stundað
kennslu í 20 ár auk þess sem
hann hefur gengt stöðu skóla-
stjóra. Skólinn er lítið einka-
hlutafélag í eigu Sigurðar,
Ragnars sonar hans og Iðu
Brár Vilhjálmsdóttur. Aðgengi
að skólanum er mjög gott og er
aðgengi fatlaðra til fyrirmynd-
ar.
Aðstoð býður upp á stafræna
prentun bæklinga og ljósritun í
svart/hvítu og lit auk þess sem
fyrirtækið annast alla teikn-
ingaþjónustu, útprentun á
teikningum og ljósritun.
Nk. laugardag gefst gestum
kostur á að heimsækja skólann
og líta á aðstöðuna en skólinn
verður opinn frá kl. 14-16 á
laugardag.
BOX • BOX • BOX • BOX • BOX • BOX
$ CRÁNING
á eftiKtalinn námskeið stendur yfiv
Old boys (35 ára og eldri) • Unglingar (10-14 ára)
Byrjendur (15 ára up) • Kvennabox
UpplýsingaK í símum:
421 8444, 899 8087, 697 3492, 695 0789
Hnefaleikafélag Reykjanes
Hafnargötu 23 • 230 Keflavík • www.boxing.is • boxing©boxing.is
Utgafutonleikap
Svenna Björgvins
Svenni Björgvins. og félagar verða
með útgáfutónleika á N1 bar fimmtu-
daginn 6. september. Húsið opnar kl.
22:00 og tónleikamir hefjast um kl.
23:00. Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis en hægt verður að kaupa
geisladiskinn á kynningarverði á i
staðnum. Auk Svenna leika Vignir |
Bergmann á gítar, Guðbrandur Einars-
son á hljómborð, Árni Björnsson áJ
bassa og Davíð Karlsson á trommur.l
Söngvarar eru Tómas Malmberg,
Rúnar Júlíusson, Guðmundur Her-
mannsson og Gunnella Hólmarsdóttir.
4