Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.11.2001, Side 2

Víkurfréttir - 15.11.2001, Side 2
Útgefandi: Víkurfráttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 2E0 Nfarðvík, sími 421 4717, fax 421 2777 Ritstjori: Páll Ketilsson, sími 893 3717 pket@vf.is • Framleiaslustjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, simi 898 2222 hbb@vf.is • Fréttastjóri: Silja Dögg Gunnarsdóttir, simi 690 2222 silja@vf.is • Blaðamaður: Svandis Helga Halldórsdóttir, svandis@vf.is • Auglýsingar: Jonas Franz Sigurjónsson, franz@vf.is, Kristin Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, jofridur@vf.is • Hönnunardeild: Skarphéðinn Jónsson skarpi@vf.is • Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. • Prentvinnsla: Oddi hf • Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is eða vikurfrettir.is Opið hús hjá frímúr- urum á Suðurnesjum legum deilum í þjóðfélaginu. Hún er óháð öllum valdhöfbm öðrum en löglegum yfirvöld- um landsins. A sunnudaginn mun verða opið hús hjá frímúrarastúkunni ffákl. 14:00-17:00 í húsnæði þeirra að Bakkastíg 16 , Njarð- vík. Þar verður birtur ýmis fróðleikur um Frímúrararegl- una og Stúkuna Sindra og fer fram sýning á minjum og kynning á sögu Stúkunnar. Þá verður hljóðfæraleikur og boð- ið upp á kaffi og meðlæti. Suðumesjamenn eru velkomnir og hvattir til að mæta. CLÆS\LEC BORÐSTOFUHÚSGÖ6N FRABÆR SJÓNVARPSSKÁPUR COÐ VERÐ .^naversVk Radgreidslur III alll að 36 mán. Sími 421 1099 0tr Hafnargata 57 • Keflavík (Flug Hóteli) Opið hús verður hjá Frí- múrarastúkunni Sindra í Keflavík næst- kontandi sunnudag 18. nóv- eniber frá kl. 14:00-17:00, í húsnæði stúkunnar að Bakkastíg 16, Njarðvík. Frimúrarareglan á íslandi er 50 ára á þessu ári. Lögð er áhersla á að Frímúrarareglan er sjálf- stætt félag eða samtök karl- manna úr öllum hópum þjóðfé- lagsins, sem hefur mannrækt að markmiði. Reglan byggir starfsemi sína á kristnum gmndvelli. Hún tekur ekki af- stöðu í stjómmála- eða trúar- Með heilahristing eftir fall Slys varð við Myllubakkaskóla í Keflavík sl. föstudag. Ungur drengur hafði falliö aftur fyrir sig, 1,30 cm fall, yfir steyptan kant við kjallaratröppur og lent á andlitinu. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðumesja og var lagður inn að skoðun lokinni, en hann var með stóra kúlu á enni og mun hafa hlotið heilahristing. ■ Dópaður undir stýri Þá var ökumaður stöðvaður við akstur grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna á laugardag. Tæki og tól til fíkniefnaneyslu fundust í bifreiðinni og lítilsháttar af efnum, líklega hass. ■ Bærinn fullur af lögbrjótum Alls voru 18 voru kærðir fyrir of hraðan akstur og fjórir fyrir stöðvunar- skyldubrot auk þess sem 25 voru kærðir fyrir vanrækslu á aðalskoðun ökutækja. ■ Traktor og fólksbíll í hörðum árekstri Umferðaróhapp varð í Vogum sl þriðjudagsmorgun. Traktorsgrafa og fólksbifreið lentu saman á gatnamótum Tjarnargötu og Stapavegar. Fólks- bifreiðin var talsvert mikið skemmd og var tekinn af vettvangi með drátt- arbil. Engin slys uröu á fólki. ■ Kastaðist út úr bil við veltu á Sandgerðisvegi Um kl. hálf átta á þriðjudagsmorgun valt fólksbifreið út af Sandgerðisvegi en hálka var á veginum. Ungur maður var einn í bílum og kastaðist hann út úr honum við veltuna og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Meiðsli mannsins eru ekki talin lífshættuleg. Lestu allar fréttirnar á vikurfrettir.is Dýpkun hafin í Sandgerði Síðasta vika var heldur risjótt hjá flotanum í Sandgcrði að sögn hafn- arstjóra.Alls komu um 300 tonn á land í miöri viku.Tog- skipin koniu nieö 120 tonn og netabátar um 50. Línuskip og - bátar komu samtals með 130 tonn að landi cn þar af var Kristinn Lárusson með 40 tonn eftir eina ferð og Sigþór með 20. Frckar dræm veiði hefur verið hjá netabátum að undanfornu en togarar komust lítið á sjó í síöustu viku sökum veðurs. í vikunnu voru hafhar fram- kvæmdir við dýpkun við Norð- urgarð og vestur undir Norður- garði. Dýpkunin mun bæta að- stöðu stærri loðnuskipa til mik- illa muna. NÝ ÍTÖLSK LÍNA FRÁ OLCA Það er nóg um að vera í menningarlífi í Reykjanesbæ þessari viku. A mánudag hófst norræn bókasafnsvika. Þema vikunnar er orð og tónar í norðri og tók opnunarhátíðin mið af því. Leikskólabörn sungu piparkökusönginn, skáld lásu ljóð og sungið var og spilað. Myndin var tekin við setningu hátíðarinnar en lesið var við kertaljós. Það er Svanhildur Eiríksdóttir sem tendrar kertaljósin. Fólk í sjokki og götum lokað - Þrír starfsmenn Keflavíkurverktaka í World Trade Center Rétt rúmum tveimur mán- uðum eftir hrjðjuverkin hræðilegu á sér aftur stað hræðilegur atburður í Bandaríkjunum. Flugvél hrap- ar með 255 farþega innan- borðs í Queens í Nevv York. Þrír Suðurnesjamenn á veg- unt Keflavíkurverktaka, Kári Arngrímsson,Albert B. Hjálni- arsson og Iris Sigtryggsdóttir voru í New York en þau voru að skoða rústirWorldTrade Center bvggingarinnar þegar flugvél American Airlines stevptist niður í borgina. „Þetta er mjög furðulegt. Það var mikil öryggisgæsla í botginni fýrir slysið en núna er þetta allt mjög skrítið", segir Kári. „Á milli kl. 9 og 9:30 varð allt vit- laust en við vorum þá stödd í World Trade Center. Við fréttum síðan af því að flugvél hefði hrapað.“ Öllum götum borgar- innar hefur verið lokað og útilok- að að komast á milli staða nema fótgangandi að sögn Kára. Þau náði hins vegar að komast í leigubíl affur á hótelið áður en götum borgarinnar var lokað. Þremenningamir áttu flug til ís- lands daginn sem slysið varð en öllum flugvöllum í New York var lokað. Þau vonuðust hins vegar effir því að komast heim á mið- vikudag með flugi í gegn um Baltimore. „Það eru allir í rniklu sjokki héma. Fólk var rétt að jafna sig á atburðunum fyrir tveimur mánuðum og það er ótrúlegt að borgin skuli yfirleitt vera virk“, segir Kári. „Við vilj- um bara komast heim sem fýrst, það er ekkert gaman að vera héma úti í þessum aðstæðum.“ Kári Arngrímsson Albert B. Hjálmarsson Sigtryggsdóttir SUÐURNESJAMENN í NEW YORK: VIKUR FRÉTTIR 2

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.