Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 10.01.2002, Síða 5

Víkurfréttir - 10.01.2002, Síða 5
FERÐIR Starfsstúlkur SBK, f.v. Þóra, Kolbrún afgreiSslustjóri, GuSmunda og Einar Steinþórsson, framkvæmdastjóri SBK. Opið hús Heitt kaffi á könnunni og meðlæti föstudag kl. 9 - 17 og laugardag kl. 10 - 16. Ný ferðaslcrifstofa í Reykjanesbæ Þann 1. janúar tók SBK hf við umboði Urvals- Utsýnar og Plúsferða í Reykjanesbæ. Ferðaskrifstofa íslands hefur rekið þetta umboð undanfarin ár, en er nú að breyta um áherslur og taka heimamenn við umboðunum bæði í Reykjanesbæ og á Akureyri. Starfssemi ferðaskrifstofunnar hefur verið flutt til SBK hf að Grófinni 2-4. Starfsmenn verða Kolbrún Garðarsdóttirafgreiðslustjóri og Þóra B. Karlsdóttir sem voru áður hjá Urval Utsýn og Plúsferðum og Guðmunda Helgadóttir sem var áður hjá Samvinnuferðum Landsýn í Reykjanesbæ. Ferðaskrifstofan mun leggja áherslu á góða þjónustu við Suðurnesjamenn fyrst og fremst. Að sögn Kolbrúnar munu þær áfram sinna sölu á vetrarferðum og sólarlandaferðum með Urval Utsýn og Plúsferðum, en einnig sérferðum sem settar eru saman að ósk hvers og eins. Þar má nefna íþróttahópa, saumaklúbba, einstaklinga og síðast en ekki síst hefur stór þáttur í starfsseminni verið að sinna fyrirtækjum þar sem lögð er áhersla á skipuleggja ferðina frá a-ö. Ferðaskrifstofan er með farseðlaútgáfu fyrir Flugleiðir og getur því með öðrum orðum sinnt öllum þörfum Suðurnesjamanna þegar kemur að ferðalögum. „Við erum mjög bjartsýnar og vonum að okkar viðskiptavinir, bæði hjá Urval Utsýn, Plúsferðum og Samvinnuferðum, muni taka þessum breytinum vel", segja þær ferðaskrifstofudömur Kolbrbún, Þóra og Guðmunda að lokum. Veri& velkomin Kef lavík coaches Grófin 2-4 • 230 Keflavík Sími: 420 6000 • Fax: 420 6009 sbk@sbk.is • www.sbk.is

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.