Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 14.03.2002, Page 14

Víkurfréttir - 14.03.2002, Page 14
Fólk í fyrirrúmi í starfsáætlun Iþrótta- og tómstundadeild Reykjanesbæjar hefur gefið út starfsáætlun fyrir árið 2002 undir kjöroröinu: „fólk í fyrirrúmi“.Við gcrð starfsáætl- unarinnar er tekið mið af stefnumótin sveitarfélagsins til þriggja ára í málaflokknum. Markmið deildarinnar eru sam- kvæmt stefnumótun að Reykja- nesbær verði þekktur fyrir öflugt og ffamsækið íþrótta-, tóm- stunda-, og forvamarstarf. Til að íylgja því eftir verður gerður samstarfssamningur við Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar um viðurkenningu fyrir virka þátttöku ungs fóiks í íþróttum og félagsstarfi. Jafnframt verður unnið að stofnun knattspymu- brautar við Fjöibrautaskóla Suð- umesja. íþróttamannvirki Lögð verður áhersla á hinn mik- ilvæga þátt starfsfólks íþrótta- mannvirkja og félagsmiðstöðva í starfseminni, þjónustulund þeirra og starfsánægju. Auk almenns viðhalds hvers mannvirkis verður stuðst við framkvæmdaáætlun TÍR 2002 sem samþykkt hefur verið af bæjarstjóm. Heildarkostnaður vegna viðhalds og framkvæmda vió íþróttamannvirki bæjarins er áætlaður um 75 milljónir króna á árinu 2002. Unglingar Starfið í Fjörheimum verður með hefðbundnu sniði sumarið 2002 m.a. samvinna við Vinnuskólann um Sumarfjör sem fyrst og fremst er ætlað nemendum í 7. bekk Utideildin starfar samkvæmt venju í samvinnu við lögreglu, bamavemdaryfirvöld og for- eldrasamtök og skóla. Tómstundastarf eldri borgara Auk fastra liða í tómstundastarfi eldri borgara verður boðið upp á bútasaumsnámskeið, útskurðar- námskeið og myndmenntanám- skeið. Tölvunámskeið verða í boði ef næg þátttaka fæst. í maí sýna 100 eldri borgarar verk sín á handverkssýningu sem haldin er annað hvert ár. Aætlað er að auka enn frekar samstarf þeirra sem vinna í tóm- stundageiranum og innan fijálsra félaga á árinu. Meðal annars hef- ur komið upp hugmynd að kyn- slóðabrúarmóti í pútti milli fé- laga í Púttklúbbi Suðumesja og grannskólanemenda. Leiksvæði í ffamhaldi af úttekt sem gerð var af Þjónustumiðstöð Reykjanes- bæjar á ástandi leiktækja á opn- um svæðum verður áffam unnið að endurbótum þar sem sérstök áhersla verður lögð á öryggisþátt leiktækjanna. Forvarnastarf Unnið verður að forvamarstefnu fyrir Reykjanesbæ í samvinnu við þau félög sem láta sig for- vamir varða en verkefhið Reykjanesbær á réttu róli er nú í endurskoðun hjá IRB ogTIR. Reykjanesbær tekur þátt í vina- bæjarmóti sem haldið verður í Kerava í Finnlandi dagana 22. - 26. júní 2002. Keppt verður i sundi og er undirbúningur þegar hafinn í samvinnu við sunddeild- imar. Reglur Affeks- og styrktarsjóðs verða endurskoðaðar og hin ýmsu tómstundafélög verða hvött til þess að mynda með sér bandalag; Tómstundabandalag Reykjanesbæjar. ekinn 48þ. Verð 1690 þús. Útsala 1550 þús. Opel Astra ekinn 54þ. Verð 1150 þús. Útsala 960 þús. VW Polo ekinn 88þ. Verð 770 þús. Útsala 640 þús. Opel Corsa ekinn 22þ.Verð1260 þús. Útsala 1060 þús. Brekkustíg 38 • Njarðvík Sími 421 8808 SÝNISHORN Suzuki Baleno 4x4 ekinn 60þ. Verð 990 þús. Útsala 750 þús. Subaru Impreza '96 ekinn 120þ.Verð890 þús. Útsala 770 þús. ekinn 15þ. Verð 1170 þús. Útsala 1020 þús. Terrano '00 ekinn 42þ. Verð 3750 þús Útsala 3590 þús. ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDADEILD REYKJANESBÆJAR Fermingagjöfunum stungið í samband í Rafeindatækni er fjölbreitt úrval tækja og tóla í ferm- ingarpakkann. Páll Hilmarsson, verslunarstjóri segir að þau séu með finni hljómtæki fyrir stúlkur og aðeins grófari fyrir drengi. Hann segir einnig að það sé mjög vinsælt að kaupa saman sjónvarp og video eða DVD spilara. í Rafeindatækni er einnig hægt að fá myndavélar frá Minolta og kosta þær ódýrastu 4990 krónur og á boðstólnum era einnig nýjar stafrænar vélar sem eru mjög vinsælar um þessar mundir. Einnig er hægt að kaupa ferða- hljómtæki af öllum stærðum og gerðum. Að sjálfsögðu má ekki gleyrna að segja frá GSM símunum sem era að verða einna vinsælasta fermingagjöfin auk þess er hægt að kaupa fylgihluti svo sem franthliðar, töskur og handfijálsan búnað. Allar vörar í Rafeindatækni koma frá Sjónvarpsmiðstöðinni í Reykja- vík og á boðstólnum era merkin JVC, Grandig, Sony og United svo eitthvað sé nefnt. Kjólarnir mjög vinsælir Kjólar í ljósum litum sem koma til með að verða sumartískan í ár er það sem mest selst af í Mangó núna fyrir fermingamar. Rakel Arsælsdóttir segir að stúlkumar fái sér hvítar buxur og léttann kjói yfir og hvíta bandaskó við. Hún segir einnig mikla sölu í semelíu- steina beltum og kórónum. „Þær vilja vera prinsessur á fermingardaginn.", segir Rakel. Verðin segir hún vera svipuð og í Reykjavík og að fólk komi þaðan til að versla við hana því hönnunnarlína Mangó sé mjög vinsæl og fáist hvergi nema hjá þeim. Rakel var að koma úr verslunarferð til London og eru nýju vörumar komnar í búðina. 14

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.