Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 14.03.2002, Side 27

Víkurfréttir - 14.03.2002, Side 27
MENNINGIN BLÓMSTRAR Á SUÐURNESJUM Alfarnir i Grænadal í Sandgerðisskóla Sex ára krakkar í Grunnskólanum í Sandgerði hafa undan- farið verið að æfa brúðu- leikrit upp úr sögu Hólmfríðar Snorradóttur, Álfarnir í Grænadal. Krakk- arnir voru á einni af loka- æfingunum í morgun og mætti höfundurinn til að fylgjast með. Hólmfríður var ánægð með að sjá krakkana leika og sagði að þetta hefði aldrei verið gert áður, en hún hefði fyrr verið kölluð til að lesa upp á bamaheimilum. Aðspurð urn það hvort von væri á fleiri sögum af álfúnum sagðist hún ekki vera viss um það. „Það er endalaust hægt að flétta saman, hugmyndin er til hliðar í kollinum á mér og fæðist ef til vill einhvem daginn”, svaraði hún. Elsa ísfold Amórsdóttir, kennari krakkana sagði að hún hefði tekið ákvörðun um að vinna upp úr þessari bók í ágúst síðast liðinn og því em krakkamir búnir að vinna að verkefninu í allan vetur. „Ég vann handrit upp úr bókinni með krökkunum og tengdi söguna kennslunni hjá mér í stærðfræðinni, náttúrufræðinni og samfélagsfræðinni og tengdi hana líka sögum af svæðinu”, sagði Elsa Isfold. Það em 19 böm sem taka þátt í sýningunni og verður brúðu- leikritið sýnt á árshátíð Gmnnskólans í Samkomu- húsinu í Sandgerði á morgun. Hraöbanki opnar í Samkaup í dag Sl. mánudag var hraðbanka komið fyrir í Samkaupum og fyrir áramót var settur upp hraðbanki á Hótel Keflavík og er hann staðsettur þannig að hótelgestir, kaffihúsagestir og viðskiptavinir Lífsstíls hafi greiðan aðgang að honum. I næsta mánuði mun Sparisjóðurinn síðan opna afgreiðslu í Vogunum. Garðmenn beltaslappir Garðmenn eru slóðar þegar kemur að bílbeltanotkun og em upp til hópa með buxumar á hælunum í þeirn efnum. Um þriðjungur ökumanna sem vom stöðvaðir eða kannaðir í átaki lögreglunnar vom án bíl- beltis. Vegfarendur í Keflavík og Njarðvík vom mun duglegri að nota bílbelti þó svo að um einn af hveijum tíu væri án beltis. Samtals voru kannaðir öku- menn um 100 ökutækja í sveit- arfélögunum tv'eimur. Birgir verður 9 ára mánudaginn 18. mars nk. Til hamingju með daginn kútur. Pabbi, mamma og Bryndís Elsku Amar Þór Innilega til hamingju með 20 ára afmælið þan 17. mars og gakktu nú hægt um gleðinnar dyr. Mamma, pabbi, Bjarki Fannar og Sandra Ósk. tSWl&' Nú er stóra stundin runnin upp og alvaran blasir við. Unglingsárin að baki og full- orðinsárin taka við. Þessi ungi maður heitir Amar og er númer I. Hann verður 20 ára 17. mars. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og við freistingum gæt þín. útivistar- leyfið rennur út á miðnætti 17. mars. Okkar innilegustu ham- ingjuóskir með stóra daginn. Grýla og vinahópurinn. Kirkjugarðurinn i Grindavík stækkaður Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt samning við Sóknamefnd unt stækkun kirkjugarðsins að Stað. Bæjarráð samþykkti að veita 7,3 milljónum til verkefnisins og greiðist féð út á þessu ári og því næsta. Það er lögbundið hlutverk sveitafélaga að sjá kirkjugörðum fyrir greffrarhæfu landi og að sjá urn að aðkoman að görðunum sé góð. Gamli kirkjugarðurinn að stað stendur á hrauni og því þarf að flytja jarðveg þangað til að hægt sé að stækka garðinn. Bæjarráð hefur samþykkt samninginn eins og áður sagði og leggur til að bæjarstjóm samþykki hann. u* Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa Jóns B. Páissonar, Vesturbraut 5, Keflavík Sérstakar þakkir tii starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Dagvistunar aldraðra Keflavík fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmótog slökkviliðsmönnum Brunavarna Suðurnesja fyriraðsýnda virðingu við hinn látna. Guð blessi ykkur öll, Helga Egilsdóttir, Egill Jónsson, Alma V. Sverrisdóttir, Emil Páll Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Styrkir til atvinnumála kvenna Félagsmálaráöuneytiö hefur á þessu ári heimild til að úthluta í styrki 20 milljónum króna til atvinnumála kvenna. Tilgangur styrkveitinga er einkum að auka fjölbreytni í atvinnulifi, viðhalda byggð um landið og efla atvinnutækifæri á landsbyggðinni, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna. Áhersla er lögð á að greinargóð lýsing á verkefni fylgi með umsókn, sundurliðuð kostnaðaráætlun svo og að fram komi hvort leitað hafi verið til annarra um fjárstyrk. Helstu reglur um styrkveitingar eru: • Forgangs njóta nýsköpunarverkefni sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna. Svæði þar sem hlutfall atvinnulausra kvenna er hátt og fábreytni í atvinnulífi eru þar með talin. • Allar konur hvaðanæva af landinu geta sótt um styrk. • Styrkir eru ekki veittir til verkefna þar sem styrkveiting gæti skekkt samkeppnisstöðu gagnvart aðila í hliðstæðum atvinnurekstri. • Stofnstyrki er heimilt að veita að hámarki 25% af stofnkostnaði til véla og tækjakaupa og einnig vegna húsnæðis til hópa. • Ekki eru veittir rekstrarstyrkir. • Ekki eru veittir styrkir til listiðnaðar en tekið er tillit til nytjalistar. • Ekki eru veittir styrkir til tímabundinna verkefna sem ekki eru atvinnuskapandi. • Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem njóta greiðslna úr almannatryggingakerfinu. • Framlag af hálfu ríkisins fer aldrei yfir 50% af heildarkostnaði við verkefnið. • Hámarksstyrkur á verkefni er kr. 2,5 milljónir. • Til að verkefni sé styrkhæft í 2. eða 3. sinn þarf fyrir að liggja greinargerð vegna fyrri styrkveitinga. • Vegna mikils fjölda umsókna má búast við að styrkveitingar nái hvorki ofangreindum hámarkshlutföllum eða -upphæð. Umsóknareyðublöð fást áVinnumálastofnun, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu, Reykjavík, sími 515 4800 og á heimasiðu stofnunarinnar. www.vinnumalastofnun.is. Umsóknareyðublöðin er einnig hægt að nálgast hjá Impru, Iðntæknistofnun og hjá atvinnu- og iðnráðgjöfum á landsbyggðinni. Umsóknarfrestur er til S.apríl 2002 Umsóknir eru metnar af sérstökum ráðgjafarhópi sem starfar á vegum Vinnumálastofnunar. Við mat á einstökum hugmyndum vega nýnæmi og raunhæfni mestu. Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 27

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.