Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 18.07.2002, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 18.07.2002, Blaðsíða 10
Fimmtudagurinn 18. júlí 2002 Suðurnesjamenn eignast nýtt vopn í ferðaþjónustu: Reykjanesbær fær íslending Samkomulag hcfur náðst, fyrir forgöngu Reykja- nesbæjar, um að vík- ingaskipið íslcndingur komi aftur heim til íslands nú í haust. Heimahöfn þess vcröur í Reykjanesbæ. Framtíðarlega íslendings er fyrirhuguð í Njarðvík undan alþjóðaflug- vellinum í Keflavík, nærri Reykjanesbraut. Ferðamenn niunu strax sjá til skipsins ofan af hæðinni af Reykjancs- braut við komu til landsins og eiga möguleika á að kynna sér það, sögu þess og víkingaþjóð- arinnar nánar. Með þeim hætti verður Islend- ingur fyrsta og síðasta boð um landkynningu fyrir nánast alla ferðamenn sem koma til lands- ins. Þá er fyrirhugað að við strönd- ina í Njarðvík, þar sem Islend- ingur verður í víkinni, verði byggt upp Víkingaþorp. Þorpið verður því n.k. sviðsmynd vík- ingaskipsins íslendings. Nú er unnið að öflun stuðningsaðila við það verkefhi hjá Reykjanes- bæ. Bæjarstjóri, f.h. Reykjanesbæjar hefur samið við Gunnar Marel Eggertsson, eiganda vikinga- skipsins, um kaup á því. Með stuðningi ríkisins og fyrirtækja sem fjármagna kaupin ásamt Reykjanesbæ, og samningum við skuldhafa, verða skuldir vegna víkingaskipsins greiddar Árni Sigfússon og Gunnar Marel Eggertsson á góðri stund. ingum og umsjón með íslend- ingi og verkefhum sem skipinu tengjast í Reykjanesbæ. Sem kunnugt er var Víkinga- skipið íslendingur ein af máttar- stoðunum í viðamikilli kynn- ingu landafúndanefhdar í Norð- ur-Ameríku árið 2000. Sú mikla kynning mun án efa endur- speglast og framlengjast í vík- ingaskipinu íslendingi þar sem það verður nú staðsett í ná- grenni alþjóðaflugvallarins i Keflavík. Þau fyrirtæki sem hafa stuðlað að farsælli heimkomu víkinga- skipsins Islendings verða kynnt sérstaklega við komu þess til heimahafnar í Reykjanesbæ í september n.k. upp. Er það von Reykja- nesbæjar aðmeð þessari á- kvörðun verði unnt að halda áfram því mikil- væga landkynn- ingarstarfi sem unnið hefur ver- ið með smíði íslendings og ferð hans til Norður-Ameríku í tengslum við þúsund ára affnæli landafundanna i vestri. Gunnar Marel Eggertsson smiður og skipstjóri víkinga- skipsins verður ráðinn að kynn- FRÉTTIR Myndarlegur afra myndlistarnámskeiðs barna Síðastliðnar tvær vikur hafa þau íris Jónsdóttir myndlistarkona og Vignir Jónsson bróðir hennar séð um námskeið fyrir börn og ung- linga. Nú síðustu helgi var af- raksturinn sýndur og þótti takast vel til. Yfir 100 manns mættu á opnun sýningarinnar á föstudag en yfir- skrift hennar var fordómar og friður á jörð. Á sýningunni voru sýndar grímur, hljóðfæri og grafik verk. Krakkarnir voru á aldrinum 7-14 ára. Að sögn Hjördísar Ámadóttur formanns myndlistafélagsins hefur verið töluverð aðsókn á sýninguna. Sýningunni lauk á sunnudag. Hér var ekki um sölusýningu að ræða þar sem krakkarnir telja verk sín ómetanleg. OliDUIHY Atvinna Okkur vantar duqleqt fólk til starfa á veitinqastað okkar á Keflavíkurfluqvelli. Kvöldvaktir - Fullt starf. Ekki ynqri en 18 ára - Dmsóknum er hafqt að skila á Subway, Keflavík. Nánari upplýsinqar hjá Karen í síma 696 7012. I HZ Atvinna Starfsfólk óskast til rœstingarstarfa. Nónari upplýsingar gefur verkstjóri í síma 894 2296. Allt Hreint sf. Veitingisalan er opln öllum Kaffiveitingar - léttir réttir hamborgarar, franskar og pylsur íLeiru Allir veikoiMiri Opið: Ma daga kl. 10-22.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.