Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 18.07.2002, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 18.07.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR Fimmtudagurinn 18. júlí 2002 Meðlimur norsku konungs- fjölskyldunnar á Café Iðnó Alexander Ferner, sonur Astridar prinsessu af Noregi, snæddi kvöldverð á Café Iðnó í gærkveldi. Hann er hér á Islandi i fríi ásamt vinafólki sínu og voru þau ný- koniin úr ferö um hálendi landsins. Ákváöu þau að gista eina nótt á Hótcl-Keflavík áður en haldið var af landi brott en að þeirra sögn hefur fríið á ís- landi verið meiriháttar. Að- spurð hvernig maturinn hefði smakkast sögðu þau að hann hefði verið mjög góöur og lof- uðu þau kokkinn á Iðnó. Móðir Alexanders, Astrid Femer, er systir Haraidar Noregskon- ungs og er Alexander því systur- sonur Haraldar. Alexander er þó ekki titlaður sem prins þar sem börn konungsins eru þau einu sem fá þann titil. Alexander Fernerj)g vinir hans ásamt Jóhannesi Dungal, kokki á Café Iðnó (Alexander er í bláu skyrtunni ogýestinu). VF-mynd: SævarS Guð, fyrirgefðu þeim! Geirmundur afhendir Einari fyrsta hjálminn. Sparisjóðurinn gefur Keflavíkur-hjálma að er orðið dcginum Ijós- ara að viö Grindvíkingar erum aö missa okkar in- dæla bæjarstjóra. Bæjarstjóra sem hefur unnið hug iólksins í bænum með sinni hlýju og fág- aðri framkomu. Bæjarstjóra sem liefur lagt metnað sinn í aö stjórna þessum bæ af ábyrgð og öryggi. Bæjarstjóra sem er enginn nýliöi í þeim málum, sama hvar maður kom og mál- efni bæjarins bárust í tal þá kvað ávallt við, þið eruð nú með Einar Njálsson sem bæj- arstjóra, þiö eruð lánsamir Grindvíkingar. Það segir allt sem segja þarf uni þann mann, þannig er hann nú þekktur. Og þá skipti ekki máli hvaða flokksskírteini menn báru sem töiuðu þessi orð. Og ég veit að Einar Njálsson er hvergi flokksbundinn neinum pólitískum flokki. Hann er mað- ur fólksins hvar í flokki sem það er. Starfið er honum allt og að vegur bæjarins yrði sem mestur og bestur var kjörorðið. En sínum augum lítur hver á silfrið. í nýafstöðnum kosningum varð breyting á meirihlutasam- starfi flokkanna, þrátt fyrir að fýrrverandi meirihluti fengi góða kosningu. Og þessi sami meiri- hluti var einhuga um að ráða Ein- ar sem bæjarstjóra fyrir fjórum árum. Og var aldrei skuggi á því samstarfí við hann allt kjörtíma- bilið. Myndaður hefur nú verið nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarmanna. Framsókn- arflokknum var vart gefinn kost- ur á viðræðum um meirihluta- samstarf. Að vísu kom þó höfð- inglegt tilboð frá oddvita sjálf- stæðismanna um samstarf. Skil- yrðið var að reka bæjarstjórann, yrði ekki gengið að því þyrfti ekki að ræða meira saman. Og svo mikið lá á að framsóknar- mönnum voru gefnar tvær klukkustundir til að taka ákvörð- un i málinu, þá skrifuðu hinir undir. Svona hélt ég að menn ynnu nú ekki sem eru kosnir i al- mennum kosningum til trúnaðar- starfa. Við framsóknarmenn höfnuðum því þessum vinnu- brögðum. Við munum frekar sitja i minnihluta næsta kjörtíma- bil og vinna jafht áffam af heið- arleika að öllum góðum málefh- um bæjarfélagsins. Það ríkir mikil óánægja meðal bæjarbúa út af þessari ákvörðun sjálfstæðismanna sem telja sig hafa verið sviknir að láta þennan gjörning ekki koma fram fyrir kosningar. Þá hefðu kjósendur getað kosið um þetta mál. Og var það haft eftir mörgum sjálfstæð- ismanninum að þeir heföu aldrei kosið flokkinn hefðu þeir vitað þetta. Það er því gott að vita að til eru sjálfstæðismenn sem hafa sömu tilfinningu og konungurinn í merki flokksins, það kennir ekki fýrr en kemur að hjartanu. I kosningunum fýrir fjórum árum settum við ffamsóknarmenn það fram i kosningarbaráttuna að bæjarstjórastaðan yrði auglýst. Þá vissu kjósendur að hveiju þeir gengu. Þar sem þáverandi bæjar- stjóri var að komast á eftirlauna aldur, var eðlilegt að auglýsa starfið með tilliti til þess. Var hann búinn að skila mjög góðu starfi í 16 ár og var enginn á- greiningur um þau mál. Og ég minnist ekki að hann hafí verið krafinn um flokksskírteini við ráðningu. En máltækið segir „Það er nú misjafnt sem mennirnir hafast að.“ Það er leitt fýrir þetta ágæta bæj- arfélag ef það á að vera stefhan að fólk skuli þurfa helst að geta rakið ættir sinar aftur í 3. eða 4. lið í sjálfstæðisflokknum svo það sé hæft til starfa í trúnaðarmálum bæjarins. Eins og heyrst hefur ffá þeim á- gætu flokksfélögum, þá sýnist mér að velferð bæjarins sé ekki endilega i fýrirrúmi. Það er eitt- hvað að genunum þjá þeim sem þannig hugsa. Einari Njálssyni og Sigurbjörgu Bjarnadóttur vil ég þakka gott starf í þágu bæjarins og við Grindvíkingar munum sakna ykkar notalegu viðkynningar jafht í starfi sem leik og óskum ykkur farsældar í nýju starfí. Að lokum svo ég vitni í biblíuna, bók allra manna. Guð fýritgeföu þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Kær kveðja, Svavar Svavarsson Aðalstjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafé- lags hcfur í samvinnu við Sparisjóðinn í Keflavík og um- fcröaráð látið Itanna eitt hundrað rciðhjólahjálma sem mcrktir cru félaginu, svo kall- aða Keflavíkur-hjálma. Það var Sparisjóðurinn í Keflavík sem sá um kostun hjálmanna og var það Geirmundur Kristins- son Sparisjóðsstjóri sem af- henti Einari Haraldssyni, for- manni Keflavíkur, hjálmana að því tilefni. Keflavíkur-hjálmarnir verða seldir í félagsheimili Keflavíkur að Hringbraut 108 og mun ffam- kvæmdastjóri félagsins annast söluna. Hjálmurinn kostar aðeins 1000 kr. en hann er ffamleiddur í Finnlandi. GOLF kennsla Jamie Darling golfkennari GS Staða boltans Margir kylfingar ruglast á því hvar boltinn á að vera staðscttur með mismunandi kylfum. Lítuni á þetta. Með lengri og flatari kylfum (s.s. 3 járni) ætti boltinn að vera staðsettur nær frentri fætinum, en með styttri og opnari kylfum (s.s. 9 járni) ætti boltinn að færast nær miðjunni á ntilli fótanna. Því lengri sem kylfan er þá verður einnig að vera víðara bil á milli fóta og öfugt. t Elskuleg dóttir okkar, systir og barnabarn, Alda Hnappdal Sæmundsdóttir Tjarnargötu 26, Keflavík, lést af slysförum föstudaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 23. júlí kl. 14:00 Sæmundur Hnappdal Magnússon, Guðleif Arnardóttir, Zohara Kristín, Jón Gunnar, Sigurlín Erlendsdóttir, Örn Ellertsson, Alda Óskarsdóttir. VÍKURFRÉTTIR • 29. tölublað 2002 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.