Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 18.07.2002, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 18.07.2002, Blaðsíða 16
FRÉTTIR Fimmtudagurinn 18. júlí 2002 Gerðaskóli einsetinn í haust Gerðaskóli í Garði verður einsctinn í haust. Nú stendur yfir lokafram- kvæmd við fjórar nýjar kennslustofur cn þar er Húsagerðin aðaiverktaki. Einnig verður tekinn í notkun nýr samkomu- salur, en framkvæmdum við hann mun aö fullu Ijúka á næsta ári. Að sögn Sigurðar Jónssonar, sveitarstjóra Gerðahrepps, er einnig unnið að því að bæta vinnuaðstöðu kennara við Gerðaskóla og þegar skólinn byijar að nýju í haust verður búið að bylta öllum aðbúnaði fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Þá eru yfirvöld i Garði að skoða lagfæringu á lóó skólans. Sigurður sagði uppbyggingu skólans ekki vera lokið þó svo hann verði einsetinn frá og með næsta hausti. Þannig eru áætlanir uppi um frekari uppbyggingu á síðari hluta þess kjörtímabils sem nú er nýhafið. Þar verður byggt upp stærra bókasafn og tölvuver fýrir skólann. VÍKURFRÉTTIR FAXNÚMER 421 0020 MUNDI Varfratnið ,, Tyrkjarán “ í Kejlavík? Islandssími isldndssimi.is Nú færðu GSM áskrift Íslandssíma... ... í afgreiðslu íslandspósts í Keflavík og Grindavík. Komdu og kynntu þér glæsileg opnunartilboð. Vertu í góðu sambandi og talaðu alltaf frítt við fjórar mikilvægustu manneskjurnar í lífi þínu. Með Íslandssíma hringir þú frítt ífjögur númer innan kerfis og á þjónustusvæði okkar. Mamma: „Ég leita alltaf til mömmu þeqar ég vil koma vel fyrir mig orði eða þarf leiðsögn í lífinu og tilverunni. " Dísa: „Ástin í lífi mínu sem éa verð að hringja | í fimm sinnum á dag og tala við í minnst korter í senn." Litli bróðir: „Sem er stundum með bilinn minn að láni. Þess veqna hringi ég nokkuð oft í hann þegar þannig stendur á." Doddi: „Besti vinur minn og hrikalegur skákmaður. Við tökum hraðskák í símanum daglega." \ 9.900 kr. Nokia 3310 á 9.900kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2A6ð"kT. ___________________) íbúar í gamla bænum kvarta yfir hraðakstri Nú gcngur undirskrifta- listi í gamla bænum i Keflavík þar sem safnað er undirskriftum til bæjaryfir- valda á ósk um að sett verði niður hraöahindrun á Norð- fjörðsgötu. Hún liggur frá kirkjutröppunum í Keflavík og niður aö minnismerki sjó- manna. Ibúar í hverfinu segja hraðakstur vera mikinn og eft- ir óformlega fyrirspurn hafi svörin verið þau að hámarks- hraði í hverfinu væri 30 km. á klukkustund og því þyrfti ekki hraðahindrun. Hraðinn er hins vegar skuggaleg- ur á Norðfjörðsgötunni, segja í- búar og ætla sér að vinna heima- vinnuna vel áður en skundað verður á fund við Árna Sigfus- son, bæjarstjóra, og honum af- hent áskorun ibúanna. Erlendir skart- gripaþjófar rændu verslun í Keflavík Eriendir skartgripaþjófar rændu skartgripaverslun í Keflavík Á föstudaginn 12. júlí kl. 16:20 var tilkynnt um þjófnað á 35 gullhringjum í Ura-og skart- gripaverslun að Hafnargötu 49, Keflavík, að verðmæti ca. 700.000,00 kr. Tveir menn eru grunaðir um verknaðinn og er þeirra nú leitað. Þeir eru af erlendu bergi brotnir, dökkir yfirlitum „ tyrkneskir í út- liti „ annar ca .190 cm hár með axlasítt hár og skegg, en hinn ca. 170 cm á hæð, grannur með stuttklippt hár og gleraugu með þykkri umgjörð. Ef einhverjir geta gefið upplýsingar um þessa menn eru þeir beðnir um að hringja í rannsóknardeild lög- reglunnar í Keflavík í síma: 4202450.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.