Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 18.07.2002, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 18.07.2002, Blaðsíða 14
Fimmtudagurinn 18. júlí 2002 SPORT SPORT molar Bætti eigið íslandsmet Njarðvíkingurinn Jón Oddur Sigurösson, sundimiður úr ÍKB, bætli eigið íslandsniet í 5()m bringusundi á Hvrópumeistaramóti unglinga sem fram fór í Austurríki um helgina en hann synli á tímanum 29, 31 sekúndum. Metið setti hann i undanrá- sunum en í úrslitasundinu synli hann á 29, 57 sek. og hafnaði í 7. sæti. Ciuðlaugur Már synti i sðmu grein á 30,39 sek og í lOOm skriðsundi synti hann á 54,96 sek og hafnaði hann i 47. sæti. Enn sigrar Reynir Reynir Sandgerði er heldur betur að gera það gotl í 3. deildinni í knattspyrnu og sigra nú hvern leikinn á fætur öðrum. Síðasta fórnarlamb Reynismanna var lið Gróltu s e m Sandgerðingarnir sigruðu 0-1 á Gróttuvelli. Það var Marteinn Guðjónsson sem skoraði markið á 5. mínútu. Reynir er í toppsæti B-riðils 3.deildar tneð 22 stig. 4. flokkur Keflavíkurstúlkna aftur á sigurbraut Fjórði flokkur stúlkna í Keflavík mætti liði Stjörnunar á aðalleikvelli Keflvíkinga á þriójudag. Stelpurnar mættu tvíefldar til leiks eftir tap í síðasta leik en þess má geta aö sjö leikmenn vantaði í leikinn sökum fría.A- liðið sigraði 3-1 mcð mörkum frá Hclcnu Rós Þórólfsdóttur, Kareni Sævarsdóttur og Sonju Sverrisdóttur en B-liðið gerði jafntefli 1-1 og var það Hildur Pálsdóttir sem skoraði mark Keflavíkur. í leik A-liða réðu Keflavíkurstúlkur gangi leiksins með góðri baráttu og voru þær staðráðnar í að sigra þennann leik. Þær voru að skapa sér tölu- vert af færum sem hefði mátt nýta betur en staðan í hálfleik var 1-0 Keflavík í vil. Sama var upp á teningum í seinni hálfleik og bættu stelpurnar við tveimur mörkum en urðu fyrir því óláni að gera sjálfmark á síðustu mínú- tum leiksins. Hjá B-liðinu einkenndist leikurinn af mikilli baráttu og sóttu liðin á vígsl. Keflavíkurstúlkur ætluðu sér greinilega sigur og um miðjan fyrri hálfleik komast þær yfir 1-0 og þannig var staðan allt þar til tíu mínutur voru til leiksloka að gestimir náðu að jafha leikinn og þar við sat. Hart barist hjá A-liðum Keflavíkur og Stjörnunnar. Keflavík vann leikinn 3-1 Enn eitt jafnteflið Víðismenn fá kaldar kveðjur frá Njarðvíkingum að voru frekar kaldar kveðjur sem Víðismenn fengu frá Njarðvíkingum í leikskrá þeirra síðarnefndu fyrir leik þessara félaga sl. fimmtudag í 2. deild karla í knattspyrnu. Þar voru ýmsar óskemmtilegar kenningar um Víðisliö látnar í Ijós og ekki var látið nægja ósmekklegur liúmor í garð félagsins sjálfs heldur var einn leikmaður liðsins einnig uppnefndir hinum ýmsu niðrandi nöfnum sem ekki verða höfð eftir þeim er ritaöi þennan „vesæla“ pis- til. Víðismenn sigruðu leikinn 1-2 með marki frá Kára Jónssyni en hitt markið var sjálfsmark. Sverrir Þór Sverrisson skoraði mark heimamanna. Greinilegt er að mikil spenna rikir milli þessara keppinauta og ekki hefur hún minnkað eftir skrifin á þessum pistli. Hefur þetta mál dregið talsverðan dilk á eftir sér og samkvæmt heimil- dum Víkurfrétta er málið komið til KSÍ þar sem það verður eflaust litið mjög alvarlegum augum. Keflvíkingar gerðu 1-1 jafntefli við Fram í Símadeild karla í knatt- spyrnu sl. sunnudag en leik- urinn fór fram á Laugar- dalsvellinum. Magnús Þorst- einsson kom gestunum yfir á 70. minútu eftir skcmmtilega takta upp við markiö en tíu mínútum síðar náði Agúst Gylfason að jafna metin fyrir Framara úr vítaspyrnu sem var í ódýrari kantinum. Bæði lið fengu talsvert af dauðafærum en hvorugt liðið náði þó að nýta þau og því geta þau kannski verið sátt með að deila stigunum á milli sín. Keflvíkingar eru með 11 stig í 7. sæti deildarinnar og hörð fallbarátta blasir við liðinu. '90s Flashback! Flashback kvöld djammari.is á H-38 laugardagínn 20. júlí. DJ HotPot og DJ DrumaTix þeyta skífum Djammaðu fram á rauóa nótt meó Scooter, Whigfield og Haddaway. Tj|boð á barnum! Frítt inn! 18 ára aldurstakmark - aóeins þetta eina kvöld 25% Jfc*# #V afsláttur af Nýtl korlatímabil! DIESEL S H A R E PARTS vorum \ *ekki af gallabuxum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.