Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 18.07.2002, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 18.07.2002, Blaðsíða 2
Fimmtudagurinn 18. júlí 2002 Fréttavaktin 421 0002 stuttar F R E T T I R Þrír í glasi Lögreglan i Keflavík stöðvaði einn ökumann aðfararnótt sunnudags fyrir ölvun við akstur og lögregluvaktin sem tók við kl. 07 á sunnudaginn ók fram á ökumann í morgunsárið sem keyrði helst til undarlega. Viðkomandi var stöðvaður af laganna vörðum og kom þá i Ijós að hann var við skál und- ir stýri. Ökumaður og ökutæki voru færð til stöðvar, þar sem læknir tók góðan skammt af blóði eftir hefbundinn blöðrublástur. Samtals voru þrír teknir fyrir ölvun við akstur um síðustu helgi. Bakkaði í skurð og klessti á grindverk Það varð óvenjulegur árekstur við Heið- arból 1 í Reykjanesbæ fyrir V helgi þegar öku- maður bifrciðar ^ bakkaði ofan í skurð og svo á grind- verk. Var hann að laga bílinn af en tók ekki eftir skurðinum sem var fyrir aft- an. Lenti bíllin þar ofaní og við það steyptist hann á grindvcrk hússins. Engin meiðsli urðu á fólki en bíllinn fór rnjög illa út úr þess- um árekstri og skemmdist mik- ið. Grindverkið við húsið skemmdist einnig töluvert. FRÉTTIR Hitaveitan má rannsaka Brennisteinsfjöll Íðnaðarráðuneytið hefur veitt bæði Hitaveitu Suð- urnesja og Orkuveitu Reykjavíkur rannsóknar- Ieyfl í Brcnnisteinsfjöllum en hvorugt fyrirtækið fær for- gang að nýtingu á svæðinu. Forstjóri Hitaveitu Suður- nesja er ósáttur við þessa niðurstöðu og segir hana furðulega. Yfirborðsmæl- ingar benda til þess að jarð- hiti sé í Brennisteinsfjöllum, lágum fjallgarði milli Blá- fjalla og Kleifarvatns. Hita- veita Suðurnesja sótti um lcyfl til að rannsaka mögu- lcika á gufuaflsvirkjun á svæðinu í apríl árið 2000 og fylgdi þvi eftir með rannsókn- aráætlun. I ágúst sama ár sótti Orkuveita Reykjavíkur einnig um rannsóknarlcyfí á svæðinu en engin svör bárust frá ráðu- neytinu þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir Hitaveitunnar. 1 síðasta mánuði, rúmum tveimur árum síðar, svaraði iðnaðarráðu- neytið loks með bréfi til beggja orkuveitnanna þar sem þeim er báðum veitt leyfi til að kanna virkjunarmöguleika á svæðinu. Hvorugt fyrirtækið fær forgang um nýtingarleyfi á svæðinu en ráðuneytið bendir á að umsækj- endur geti sótt um sameiginlegt nýtingarleyfi. Júlíus Jónsson, for- stjóri Hitaveitu Suðurnesja er Stúlka úr Keflavík lést í umferðarslysi í Borgarfirði Litla stúlkan sem lést í bflslysinu við Varmaland í Borgarflrði á föstudagskvöld, hét Alda Hnappdal Sæmundsdóttir, til hcimilis að Tjarnargötu 26 í Reykjancsbæ. Hún var fimm ára gömul, fædd 8. apríl árið 1997. ekki sáttur við þessa niðurstöðu. Rannsóknirnar geta hæglega kostað um 500 miljónir króna. Júlíus segir vonlaust að bæði fyr- irtækin verji slíkum fjárhæðum til rannsókna á sama svæðinu án þess að hafa vilyrði fyrir því að fá að nýta svæðið ef niðurstöð- urnar reynast jákvæðar og skil- yrði eru fyrir að minnsta kosti 70 megavatta gufúaflsvirkjun. Hitaveita Suðurnesja er nú að kanna lagalega stöðu sína og við- brögð við svarinu en iðnaðar- ráðuneytið hefúr veitt fyrirtækj- unum frest til 1. ágúst næstkom- andi til að gera athugasemdir við rannsóknarleyfið. Ný Sparkaups-verslun í Garði á teikniborðinu Fl 'ramkvæmdir við nýja Sparkaups-verslun í Garði munu vonandi hefjast fljótlega. Fulltrúar Samkaupa hf. hafa átt í viðræðum við sveitarstjórnina í Garði um málið. Skúli Skúlason hjá Samkaup hf. sagði í samtali við Víkurfréttir að þar á bæ hefðu menn mikinn áhuga á að byggja nýtt verslunarhúsnæði, sem yrði svipað og ný Spar- kaups-verslun í Sandgerði. Að sögn Skúla hafa þeir verið að leita að heppilegri lóð fyrir versl- unina. Meðal annars er verið að skoða byggingu verslunarhúss á Nektardansmeyjar í Keflavík hafa meira frelsi: Bann við einkadansi ekki rætt í Reykjanesbæ Breytingar á lögreglu- samþykkt fyrir Reykjanesbæ þar sem bann yrði lagt við einka- dansi hafa ekki verið rædd- ar af meirihluta bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar. Dómsmálaráðuneytið stað- festi í dag breytingar á lög- reglusamþykktum Reykja- víkur og Akureyrar sem fela m.a. í sér bann við hvers konar einkasýningum á næturklúbbum þar sem hcimilt er að sýna ncktar- dans. í fréttatilkynningu ráðuncytisins er vitnað til á- lits rikislögmanns sem telur ólíklegt að bótaskylda kunni að falla á ríkissjóð vegna breytinganna. Steinþór Jónsson, bæjar- fúlltrúi í Reykjanesbæ, sagði ekki ólíklegt að málið komi til umræðu í sveitarfélaginu í framhaldi af þeim breytingum sem orðið hafa í Reykjavík og norðan heiða. Yfirvöld hér þyrffu þó ekki að feta sömu braut og breytingamar á sam- þykktinni í Reykjavík og á Akureyri væm ekki fordæmis- gefandi fyrir önnur sveitarfé- lög. í tilkynningu ráðuneytisins kemur fiam að lögum skv. skal sveitarstjóm skilgreina þau velsæmismörk sem hún telur við hæfi á og við al- mannafæri, þar með talið á veitingahúsum og nætur- klúbbum. „Það er ekki dóms- málaráðuneytisins að hrófla við þvi mati sveitarfélaganna, nema það sé bersýnilega ó- málefhalegt, en það á ekki við í þessu máli samkvæmt mati ráðuneytisins og er það stutt áliti ríkislög- manns,“ seg- ir í tilkynn- ingunni. Fram kem- ur að mál- ið hefúr verið skoðað með ítar- legum hætti og í kjölfarið var ákveðið að staðfesta breytingam- horni Heiðartúns og Silfurtúns, ofan við bensínstöð ESSO. Skúli sagði aðspurður engar viðræður hafi átt sér stað við ESSO um annað en hugsanleg afnot af bíla- stæðum. Það að Sparkaup byggi verslun við hliðina á ESSO-stöð- inni myndi væntanlega styrkja þjónustu á nærliggjandi svæði. Sparkaup reka i dag matvöru- verslun í eldra húsnæði við Gerðaveg í Garði, sem fyrir löngu er orðið alltof litið og væntingar Garðmanna orðnar há- værar um nýja matvöruverslun með auknu vömúrvali í byggðar- lagið. Skúli sagði það forgangs- verkefni hjá Samkaupum að bæta aðbúnað og þjónustu við íbúa Gerðahrepps. DÆMDUR FYRIR P0KAFISK! Þrítugur karlmaður úr Reykjanesbæ hefur verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir kvótasvindl. Maðurinn keypti físk af sjómönnum, sem smyglað var í land fram hjá vikt og þrí ekki dregist frá k\óta útgerð- arinnar, og síðan selt til út- landa.Var magnið sem maður- inn var dæmdur fyrir 134 tonn og verðmæti aflans 44 milljón- ir króna. Ekki hefúr fallið dómur á íslandi fyrir sambærilegt brot. , Utgefandi: lfllf IIP Víkurfréttir ehf- kt' 710183-0319, VIIVUR Grundarvegi 23, 260 Njarðvík FRÉTTIR Sími 421 0000 (15 línur) • Fax 421 0020 Útlit, umbrot og prentvistun (pdf): Vikurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. / Dreifing: íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: Timarit Víkurfrétta, The White Falcon og Kapalsjónvarp Víkurfrétta. Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Báróarson, sími 421 0002, hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson simi 421 0001, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófriður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamaður: Sævar Sævarsson, simi 421 0004 sjabbi@vf.is Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is, Stefan Swales, stefan@vf.is Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.