Víkurfréttir - 29.08.2002, Qupperneq 4
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is
ÚTGÁFAN
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319,
Grundarvegi 23, 260 Njarðvik
Simi 421 0000 (15 línur)
Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
simi 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
simi 421 0002, hbb@vf.is
Sölu- og markaðsstjóri:
Jónas Franz Sigurjónsson,
sími 421 0001, franz@vf.is
Auglýsingar:
Kristín Njálsdóttir,
sími 421 0008, kristin@vf.is,
Jófriður Leifsdóttir,
sími 421 0009, joftidur@vf.is
Blaðamaður:
Sævar Sævarsson,
simi 421 0004 sjabbi@vf.is
Hönnunarstjóri:
Kolbrún Pétursdóttir,
simi 421 0005, kolla@vf.is
Hönnun/umbrot:
Kolbrún Pétursdóttir,
kolla@vf.is,
Stefan Swales,
stefan@vf.is
Skrifstofa:
Stefania Jónsdóttir,
sími 421 0012, stebba@vf.is
Aldís Jónsdóttir
simi 421 0010,
Útlit, umbrot og prentvistun:
Víkurfréttir ehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiójan Oddi hf.
Dreifing: íslandspóstur
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is
Aðrir fjölmiðlar
Vikurfrétta ehf. eru:
Timarit Víkurfrétta,
The White Falcon og
Kapalsjónvarp Víkurfrétta.
MUNDI
Ætlar Grétar Óla að
leggjast á hnén hjá
Jóni Sýsla
FRÉTTR
Hitaveita Suðurnesja hf. skoðar
virkjun á Reykjanesi
Hitaveita Suðurnesja hf.
vinnur nú að umhverfis-
mati á borsvæðum á Reykja-
nesi og vegna 220 kV iínu í
tengslum við raforkuöflun fyr-
ir stækkun álvers Norðuráls.
Rannsóknir eru að hefjast á
hvernig best verði að vinna
orkuna úr svæðinu, en vegna
hærra hitastigs, seltu og meira
cfnainnihalds er svæðið á
Reykjanesi að ýmsu leyti erfið-
ara til virkjunar en Svartseng-
issvæðið. Þá er unnið að áætl-
unargerð um kostnað og fyrir-
komulagi fjármögnunar slíkr-
ar virkjunar, því að sjálfsögðu
verður þessi virkjun að vera
arðbær til að í hana verði ráð-
ist, segir Júlíus Jónsson for-
stjóri HS á vefsvæði fyrirtækis-
ins.
Nú hafa aukist líkur á því að
stækkun álvers Norðuráls geti átt
sér stað innan þeirra tímamarka
sem miðað hefur verið við, þ.e. á
árinu 2005.
Landsvirkjun og Norðurál hafa
undirritað viljayfirlýsingu þar
sem fram koma þau meginatriði
sem semja þarf um en eftir úr-
skurð Skipulagsstofnunar um
Norðlingaöldu virðast miklar lík-
ur á að sá íyrirvari í viljayfirlýs-
ingunni reynist óþarfur, en Norð-
lingaalda hefur verið talin helsti
þröskuldur þess að af stækkun-
inni geti orðið.
Landsvirkjun hefur síðan verið
að ræða við HS hf. og Orkuveitu
Reykjavíkur um þátttöku í orku-
öfluninni og heflir þeim viðræð-
um miðað ágætlega.
Helstu álitamál svo sem flutn-
ingskostnaður raforkunnar virð-
ast vera leyst og vandséð að
samningar geti ekki gengið upp.
Miðað er við að 70 MW komi
frá Landsvirkjun og um 40 MW
frá Orkuveitu Reykjavíkur og
Hitaveitu Suðurnesja hf. hvoru
fyrir sig, en 150 MW þarf vegna
stækkunar álversins um 90 þús.
tonn.
Miðað við 40 MW virkjun má
telja líklegt að virkjunin verði
hönnuð a.m.k. tvisvar sinnum
stærri en síðan í þessum áfanga
einungis gert það sem nauðsyn-
legt er vegna 40 MW áfanga.
Fyrri áfanginn verður þá tiltölu-
lega dýrari, en tvöfóldunin þá
þeim mun hagkvæmari.
Kennarar búnir
að stilla saman
strengi sína
Kennarar í grunnskólum á
Suðurncsjum eru búnir
að stilla saman strengi sína
fyrir skólaárið sem var að
hefjast á mánudag. Þann 21.
ágúst var haldinn samráðs-
fundur kennara á þjónustu-
svæði Skólaskrifstofu
Reykjanesbæjar þ.e. úr
Reykjanesbæ, Sandgerði
Garði og Vogum.
Fundurinn var haldinn í Heið-
arskóla og sóttu hann hartnær
200 kennarar.
Aðalfýrirlesari var Jón Bald-
vin Hannesson sem kallaði er-
indi sitt: Betri skóli - betra
samfélag. Mjög góður rómur
var gerður að framlagi hans.
Að fyrirlestri hans loknum var
kennarahópnum skipt upp í
vinnuhópa sem fjölluðu bæði
um erindi Jóns og samstarf
kennara og skóla.
Harður árekstur á
Reykjanesbraut við
Voga
Harður árekstur varð laust
fyrir klukkan fimm á
sunnudag á Rcykjancsbraut
við Voga. Ekki fengust upplýs-
ingar um tildrög slyssins en
talsvert eignatjón varð. Þá var
þrennt flutt á Heilbrigðisstofn-
un Suðurnesja með áverka eft-
ir slysið. Fjarlægja þurfti bíl-
ana af vettvangi með kranabif-
reið._____________________
Fjórtán kærðir fyrir
umferðarlagabrot í
Keflavík
Lögreglumenn á vakt í Kefla-
vík í dag voru í sektarham
svo margir fengu það óþvegið.
Fjórtán trassar, sem ekki
höfðu fyrir þessu handtaki að
fcsta á sig bílbelti, geta nagað
sig í handarbakið yfir myndar-
legri sekt fyrir athæfíð. Alltaf
má þó leggjast á hnén hjá Jóni
Fysteinssyni sýslumanni eöa
starfsfólki hans og fá afslátt, sé
greitt innan fárra daga.
Það kostar hins vegar ekki neitt
að festa á sig beltið og heimilis-
bókhaldið má örugglega ekki við
útlátum sem þessum. Spennum
beltin!
Clinique ráðgjafi verður
í Apóteki Keflavíkur,
föstudaginn 30.ágúst
kl. 12-18.
NYTT! Long Pretty
Lashes Mascara
Verið velkomin,
Apótek Keflavíkur
Snyrtivörudeild
Suðurgötu 2 - Keflavík
Ef þú kaupir tvo hluti frá
Clinique, er þessi gjöf þín:
• Long Pretty Lashes
Mascara 4.g
• Dramatically Different
Moisurizing Lotion 15. ml.
• 7 Day Scrub Cream
Rinse-Off Formula 30.ml.
• High impact Eye
shadow Duo 1.1 g.
• Different Lipstick
Rasperry Glace 4.g.
• Healthy Shine Serum
for Hair 15.ml.
• Asamt renndri
fyrir förSunarvörur og
aðrar nauðsynjar.
• VerSgildi gjafarinnar
er kr. 6.900,-
4