Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 29.08.2002, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 29.08.2002, Qupperneq 8
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRETTIR MANNLÍF Ferðamaður í ógöngum og skemmdi bílaleigubíl Björgunarsveitin Þorbjörn fékk á sunnudag bciðni um aöstoð við vegfaranda á ísólfsskálavcgi. Ferðamaður á bíialeigubifreið hafði misst stjórn á bifreiðinni og ekið útaf. Þegar björgunarsveitarmenn höfðu dregið bifreiðina upp á veg kom í ljós að tjón hafði orðið á bifreiðinni við útafakst- urinn og var hún óökufær. Björgunarsveitarmenn óku því með ferðamanninn til Hafnar- íjarðar. Þetta var annað slysið sama daginn á ísólfsskálavegi. Hafnaði langt utan vegar Mildi er að ekki varð slys á fólki þegar fólksbifreið hafnaði langt utan vegar á mótum Djúpavatnsvegar og ísólfsskálavegar, austan Grindavíkur síðdcgis á sunnudag. Kona með þrjú börn missti stjóm á bifreiðinni en það varð fólkinu til happs að bílnum hvolfdi ekki. Tilkynnt var um óhappið til lögreglunnar í Keflavík. 800 ökumenn sektað- ir á Reykjanesbraut Samtals er búið að stöðva og sekta 800 ökumenn sem óku of hratt á Reykja- nesbraut þaö sem af er þessu ári. Það á við hlutann sem liggur frá Keflavíkurflugvelli að Hvassahrauni. Talsvert hefur verið um hraðakstur á brautinni að und- anfömu að sögn lögreglunnar í Keflavík. Erill hjá lögreglu og þjófar á ferð! Nokkuö erilsamt hefur ver- ið hjá lögreglunni í Kefla- vík um helgina. Næturvakt- irnar hafa haft í nógu að snú- ast í tengslum við skemmt- anahald á Suðurncsjum en skemmtistaöirnir voru vel sóttir þessa helgina. Þá hafa þjófar einnig verið á ferðinni og hafa lögreglumenn fengið tilkynningar í morgunsárið um innbrot og skemmdar- verk á bílum. Brotist var inn í bifreið við Hólmgarð síðustu nótt og úr henni stolið myndavél og hljómdiskum. Þá var farið inn í gröfur, bæði í malarnámum í Stapafelli og einnig í Keflavík og hljómtækjum og fjarskipta- búnaði stolið. Þessi innbrot em ennþá óupplýst og þeir sem upplýsingar geta gefið eru hvattir til að hafa samband við lögregluna í Keflavík. DAGLEGAR FRETTIR Á VF.IS austvörurnar strevma ínn Kvenpeysur frá Skovhuus Kvenbuxur frá Cero Útigallar, úlpur j og flísfatnaður % 'alóma Víkurbraut 62 - sími 426 8711 2 GERÐAHREPPUR Gerðaskóli Skólaliða vantaií 60% starf, þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skólastjóri ASMUNDUR LEIKUR „U0SALAGIГ FYRIR LEIKSKÓLABÖRN Ásmundur Valgeirsson, höfundur „Velkomin á Ljósanótt" mætti með gítarinn á leikskólann Gimli fyrir helgi og spilaði sigurlagið og nokkur önnur fyrir börnin á leikskólanum. Mikil gleði var á leikskólanum og börnin tóku undir í viðlaginu og mátti heyra sönginn út á götu. (samtali við Víkurfréttir sagði Ásmundur að „bókanir fari hægt af stað" en fyrirhugað væri að spila lagið fyrir vistfólk á Hlévangi á Ljósanótt. Aðrir leikskólar hafi ekki verið í sambandi, enda segir Ásmundur að Gimli eigi í sér hvert bein, þar sem hann hafi verið á Gimli sem patti. Víkurfréttamynd/Hilmar Bragi. Námsáætlun 2002-2003 Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ Námskeið/kúrsar í myndlist á vegum Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ starfsárið 2002-2003. FYRIR ARAMOT: Miövikudagar 11.09-23.10= 7 vikur: Módelteikning - kennari Jón Ágúst Pálmason 30.10-11.12= 7 vikur: Vatnslitir - kennari Ásta Árnadóttir Fimmtudagar 12.09-24.10= 7 vikur: Byrjendur í olíumálun - kennari EiríkurÁrni Sigtryggsson 31.10-12.12= 7 vikur: Abstrakt málun - kennari Kristinn Pálmason ____ EFTIR ÁRAMÓT: Miðvikudagar 15.01-05.03= 8 vikur: Vatnslitir - kennari Eric Hearn 12.03-30.04= 8 vikur: Málun með áherslu á litameðferð og spaða - kennarí Sossa Almennt verð: 7 vikna námskeið kr. 7.000. 8 vikna námskeið kr. 8.000. Félagar: 7 vikna námskeið kr. 6.000. 8 vikna námskeið kr. 7.000. Öll námskeiðin standa frá kl. 20-23. Fimmtudagar 16.01-06.03= 8 vikur: Abstrakt - kennari Kristinn Pálmason 13.03-24.04= 7 vikur: Portrait teikning og málun - kennari Eric Hearn Skráning er hjá formanni félagsins, Hjördísi Árnadóttur í síma 421 3389 eða 862 5299 og varaformanni Þóru Jónsdóttur ísíma 421 5197. Stjórnin Skaut með loftbyssu í andlit drengs Fimmtán ára piltur skaut með loftbyssu í andlit ellefu ára drengs á Suðurnesjum á þriðjudagskvöld. Plastkúla var í loftbyssunni og hafnaöi hún í andliti drengsins, rétt fyrir neðan auga. Atvikið var tilkynnt lögreglunni í Keflavik og mætti hún á stað- inn og gerði þijár loftbyssur upp- tækar. Með höfuðáverka eftir bílveltu á Garðvegi ■ ■ Okumaöur og farþegi voru fluttir á Heilbrigðisstof- nunar Suöurncsja eftir bílveltu á Garðvegi í Berghólabeygj- unni, skammt frá golfvellinum í Leiru, skömmu eftir miönætti í fyrrinótt. Farþegi í bílnum hlaut höfuðáverka í slysinu og liggur á sjúkrahúsi. Ökumaður bifreiðarinnar fékk að fara heim að lokinni skoðun. Bifreiðin er ónýt og var flutt á brott með kranaþifreið. NYTT TIMARIT VÍKURFRÉTTA KEMUR ÚT FÖSTUDAGINN 6. SEPTEMBER 8

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.