Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 29.08.2002, Side 12

Víkurfréttir - 29.08.2002, Side 12
Lestu Víkurfréttir a Netinu daglega a sloðinm www.vf.is 35. tölublað • fimmtudagurinn 29. ágúst 2002 UMHVERFISMAL UMHVERFISMAL Verðlaunagarðurinn fyrir árið 2002 er að Oddnýjarbraut 1. Eigendur hans eru María Björnsdóttir og Birgir Kristinsson. Verðlaunahafar með viðurkenningar sínar. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Snyrtilegt umhverfi í Sand- gerði fær viðurkenningar Umhverfisráð Sandgerðis- bæjar veitti íu gærkvöldi umhverfisverðlaun Sandgerð- isbæjar fyrir árið 2002 á veit- ingarhúsinu Vitanum og af því tilefni var bæjarstjórn og verð- launahöfum boöið til kaffisam- sætis. Sólrún Anna Símonardóttir og Jóhann Harðarson hafa unnið ótrauð að endumýjun húsnæðis og umhverfis húss síns við Strandgötu 18 sem nú hýsir fyrir- tækið Jöklaljós. Húsið er orðið hið glæsilegasta og umhverfið í kring er til sóma. Umhverfisráð- ið er sammála um að fleiri mættu taka sér þau til fyrirmyndar og er stolt að því að veita þeim viður- kenningu fyrir snyrtilegt um- hverfi, húss og lóðar fyrirtækis. Valborg Jónsdóttir og Högni Jensson eru eigendur Hjarðarholt sem er hús númer 19 við Tún- götu. Þetta er gamalt hús sem búið er að taka miklum breyting- um. Lóðin í kring er stór og til mikills sóma og ber þess merki að mikil alúð er lög í vinnuna. Þau fengu viðurkenningu fyrir endurbætur á eldra húsnæði og lóð. Friðrik Björnsson og Þórhildur Sigurðardóttir eru nýflutt að Suð- urgötu 22. Allir Sandgerðingar hafa séð þetta hús risa á mettíma og er hreint unun að sjá hve allt hefúr gegnið vel. Þama er allt til fyrirmyndar, bæði hús og lóð. Með þessari viðurkenningu vill ráðið hvetja fleiri til að taka þau sér til fyrirmyndar en þau hafa sýnt okkur að lóðin þarf ekki að bíða lengi þegar nýbygging hefur risið, eins og svo oft vill verða. Þau fengu viðurkenningu fyrir skjótan og góðan frágang á ný- byggingu og lóð. Verðlaunagarðurinn fyrir árið 2002 er að Oddnýjarbraut 1. Eig- endur hans eru María Björns- dóttir og Birgir Kristinsson. Það er ekki hægt að segja annað en að þessi garður sé hreint listaverk þar sem hugsað hefur verið fyrir öllu. Lýsingin er falleg þannig að garðsins er hægt að njóta jafnt að kvöldi til sem og að degi. Hann er vel skipulagður og hönnunin hreint frábær. Umhverfisráð Sandgerðisbæjar sér fram á að hafa nóg að gera í framtíðinni þar sem umhverfis- mál voru ofarlega á lista hjá flestum í nýliðnum kosningum og telur afhendingu viðurkenn- inganna ágætis byrjun á sam- starfinu. Ráðið er stolt að því að veita þessar viðurkenningar og vonar um leið að þær verði öðr- um til hvatningar.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.