Víkurfréttir - 29.08.2002, Page 20
VANGAVELTUR í VIKULOKIN
Það er af sem áður var
Hefur haustið færst fram eða
er þaö bara skólaganga
barnanna sem hringir inn
þessa árstíð. Mig minnir að við
hufum bara verið að tína ber í
rólegheitunum í enduðum
ágúst hér áður fyrr. Einhvern
veginn fannst manni að haustið
næði hámarki l.okt. þegar
skólarnir byrjuðu já svona eft-
ir réttirnar. En það var auðvit-
að i fornöld eins og börnin
scgja.
Bæjarfélagið tekur á sig nýja
mynd þegar skólarnir byrja og
allt heimilislifið fer að snúast um
nesti, nýja skó og heimanámið.
Mér varð á að minnast á vekjara-
klukku um daginn, hvort nem-
andinn þyrfti ekki vekjara-
klukku? Spurningin þótti mjög
hallærisleg því nú væru allir með
gemsa.
En greinarhöfundur hefur þann
meingalla að geta ekki náð tök-
um á tækninni með sama hraða
og aðrir heimilismenn. Hef ekki
enn lært að finna út þetta með
SMS og
gengur illa að læra að chilla.
Spurði meira að segja bamið um
daginn hvernig þetta orð chilla
væri skrifað og fékk mikinn
vandlætingarsvip og umvöndun-
arræðu.
Hver man ekki eftir íýrsta skóla-
deginum sínum? Við sem fædd
erum um miðja síðustu öld segj-
umst stundum muna hvað allt
virtist einfalt i þá daga. Maður
fór í gamla bamaskólann og þar
var tekið lestrarpróf hjá Guð-
laugu og Jónu og eftir því var
raðað í bekki. Ekki þurfti að hafa
áhyggjur af miklum bókakaup-
um, vasatölvum, matarkortum,
strætókortum, umferðaröryggi,
kennaraskorti, einelti eða þess
háttar samfélagsvanda. í minn-
ingunni virkar þetta allt svo ein-
„Mér varð á að
minnast á vekjara-
klukku um dag-
inn, hvort nem-
andinn þyrfti ekki
vekjaraklukku?
Spurningin þótti
mjög hallærisleg
því nú væru allir
meðgemsa. “
WKBBBBtSKISStBSUBSBSt
falt en kannski var það bara ein-
fold veröld bamsins sem maður
man. Foreldramir voru eflaust í
sambærilegu basli með að lifa af
og nú. Auðvitað er það nostalgía
að vera að rifja upp svona atburði
sem eru síðan sautján hundruð
og súrkál eins og afleggjarnir
kalla það. Eg hef alla vega lært
það núna þegar ungamir em að
fljúga úr hreiórinu að röksemda-
færslan um að þetta hafi nú ekki
verið svona eða hinsegin í mínu
ungdæmi er úreld og steingeld.
Svo er það þetta með að keyra og
sækja. Ef ég voga mér að segja
að ég hafi notað fætuma og labb-
að í skólann og meir að segja á
handboltaæfingar í gamla Kross-
inum alla leið út í Njarðvík og
hafi ekki talið það eftir mér. Fæ
ég alltaf sama svarið. Þaó var
bara af því pabbi þinn átti ekki
Stórviðburðir í menningar-
lífi Reykjanesbæjar
Já það cr óhætt að hefja skrif
mín á þessari yfirskrift.
Kosningar nýafstaðnar, nýr
bæjarstjóri nieð nýjar hug-
myndir og nýjar áherslur sem
eiga eflaust eftir að koma
þessu bæjarfélagi til góöa í
náinni framtið, enda mikil
þörf á ef litið er á þróun versl-
unar og þjónustu við Hafnar-
götuna þar sem allt viröist í
dauðateygjunum eða þannig!
Sömu sögu er ekki hægt að
segja um vakninguna í iista og
menningargeiranum. Þar eru
Itlutirnir að gerast.
Má af mörgu taka þar en hæst
stendur náttúrulega val á lagi
fyrir þessa hátíð okkar sem fór
vonum framar, 52 lög send inn
auk beinnar útsendingar á Skjá
einum. Ljósanótt verður haldin
nú í þriðja sinn vonandi enn
glæsilegri en áður enda úrval
manna og kvenna þar við stjóm
ásamt mörgum öðrum bæði ein-
staklingum og fýrirtækjum sem
unnið hafa hvíldarlaust að því
að gera þetta að stórviðburði !
Já ég segi stórviðburði því þessi
fyrsta helgi í september hér i bæ
er orðin það vel þekkt og góð
afspurnar fýrir okkur bæjarbúa
að undrun sætir. Ég held að fólk
eigi eftir að tala um Ljósanótt
okkar löngu eftir að menning-
arnótt í Reykjavík verður löngu
gleymd, á því er ekki nokkur
vafi í mínum huga.“ Hvað hald-
ið þiö t.d. að flugeldasýningin í
Reykjavík hafi staðið lengi"?
Við getum öll verið stolt af
þessum aðilurn öllum sem hönd
hafa iagt á plóginn til að gera
þennan menningarviðburð að
því sem hann er í dag. Með
samstilltu átaki gerast hlutimir.
Ég sit nú annað árið í röð í
stjóm Félags myndlistarmanna í
Reykjanesbæ. Okkur þ.e stjóm-
inni hefur tekist að rífa félagið
úr þeirri lægð sem það var í
með samstilltu átaki og sam-
vinnu, vekja áhuga fólks á list
og menningu, verið í samstarfi
við önnur féiög til að setja sam-
an eitthvað gaman og skemmti-
legt. Sem dæmi má nefna uppá-
komuna í portinu við Svarta
pakkhúsið í fýrra en þar vorum
við í samstarfi við leikfélagið.
Nú verðum við með kynningu á
Ljósanótt nteð verkum sem
staðsett verða víða í bænum
sem síðan verða boðin upp 7.
sept.væntanlega undir stjórn
Kjartans Más Kjartanssonar
enda stóð hann sig eins og hetja
í fyrra. Þá verður galleríið í
fremri sal pakkhússins og sam-
sýning nokkurra valinna lista-
manna í innri sal, Júlíus Samú-
elsson sýnir ein 50 verk á efri
hæð hússins og ég ætla ekki að
láta mitt eftir liggja. Ég ætla að
ríða á vaðið og opna myndlista-
sýningu undir yfirskriftinni
„Böm náttúrunnar" fimmtudag-
inn 5. september kl.20.00 -
22.00 í vetrarsal gólfklúbbs
Suðurnesja inn í portinu gengt
Svarta pakkhúsinu. Hún verður
að sjálfsögðu öllum opin alla
ljósahelgina fi-á kl. 14.00 og eitt-
hvað ffameftir næstu viku þar á
eftir.
Auk þess veit ég af sýningum
m.a hjá Guðrúnu Baðstofufor-
manni og sjö eldri baðstofu-
meðlimum.Það verður því nóg
að gera fýrir alla listunnendur af
öllu landinu vonandi að sjá,
heyra og njóta alls þess er i boði
verður þessa miklu og stóru
helgi sem framundan er.
Ágætu bæjarbúar við skulum
síðan öll fýllast stolti þegar ís-
lendingur siglir inn Keflavíkina,
vikjunt á burt öllu svartsýnis-
bauli og afturhaldshugsunum og
stöndum saman að því að gera
þennan bæ að þvi sem hann á
að vera, okkur
öllum til sóma.
Góða skemmtun
Hermann
Árnason
Hermann Árna-
son situr í stjóm Félags mynd-
listamianna í Reykjanesbæ.
20