Morgunblaðið - 24.05.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.05.2016, Qupperneq 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is H vað er það sem gerir bíla svona heillandi? Enginn hörgull er á körlum og konum sem upplifa bíla sem eitthvað annað og meira en bara samgöngutæki; þetta er fólkið sem fer í sunnudagsbíltúra um plönin hjá bílabúðunum, á í líflegum samræðum um púströr og bón á Facebook eða setur drjúgan skerf af launum sínum í að breyta bílnum og bæta, og setja helst á hann gríðarstóra hjólbarða eða vindskeið. Og í hversu mörgum svefnherbergjum unglingspilta er ekki að finna veggspjald með mynd af vígalegu tryllitæki á tveimur eða fjórum hjólum – við hliðina á mynd af uppáhaldsbandinu eða einhverri lögulegri kynbombunni? Hvaðan kemur bíladellan eig- inlega? Kannski að sálfræðingur viti svarið? Ásgeir Sigurgestsson er sálfræð- ingur, stjórnsýslufræðingur og mikill áhugamaður um bíla. Skrifaði Ásgeir á sínum tíma sögu bílaviðgerða á Ís- landi og Félags bifvélavirkja, í tveim- ur bindum. Dolfallinn í Bankastræti Hann segir bílaáhugann hafa kom- ið frá föður hans, Sigurgesti Guð- jónssyni, sem var bifvélavirki. „Búið er að rekja bíladelluna mína allt aftur til þess tíma þegar ég var tveggja ára og neitaði að fara í gammosíurnar nema ég fengi fyrst að fara í bíltúr. Mér er sagt að ég hafi víst fengið bíl- túrinn. Ég man síðan vel þegar áhug- inn á bílum kviknaði fyrir alvöru, en þá var ég staddur í Bankastrætinu átta ára gamall, árið 1955, og splunkunýr Chevrolet-fólksbíll kom akandi niður brekkuna. Ég varð gjörsamlega hugfanginn af bílnum. Ég man að hann var bleikur og grár á litinn, sem var þá mjög óvenjuleg litasamsetning. Áhuginn hefur ekk- ert dvínað síðan. Þetta er það sem heitir „krónískt“.“ Áhuginn hjá Ásgeiri hefur tekið á sig ýmsar myndir og þróast með aldrinum. Þegar hann var yngri varði hann löngum stundum inni í bílskúr við viðgerðir og stillingar en gerði minna af því eftir því sem bílarnir urðu fullkomnari. „Það er orðið erfitt að gera við í seinni tíð nema vera vel að sér í rafeindatækni,“ segir Ásgeir og bætir við að hann sé veikur fyrir fornbílum. Ásgeir leggur upp úr því að aka á vönduðum og glæsilegum bílum hversdags, þó að þeir þurfi ekki að vera gamlir. „Það veitir mér óskipta gleði að aka, og það vekur stöðugt áhuga minn hvernig bíllinn er tæknilega, hvernig allt virkar. Ef ég á fallegan bíl finnst mér hrein ánægja – ef ekki nautn – bara að ganga að honum, horfa á hann. Mér finnst fara vel á því að nefna mig bif- reiðaunnanda, svipað og með ljóða- unnendur.“ Kynhvöt og sjálfsmynd Að sögn Ásgeirs má reyna að skilja bílaáhuga fólks út frá nokkrum ólíkum sviðum sálfræðinnar. Þannig má finna snertifleti við persónu- leikasálfræðina, sem snýr að því hvað býr innra með einstaklingnum, per- sónuleikaþáttum hans og hvötum sem móta sjálfsmyndina. „Annað sjónarhorn er félagssálfræðin, og það hlutverk sem bíllinn gegnir í samskiptum fólks og hópamyndun. Svo má skoða bílaáhugann frá sjón- armiðum kynjanna og kynhvat- arinnar,“ útskýrir sálfræðingurinn. Til að nálgast viðfangsefnið á skipulegan hátt er sennilega best að byrja á fyrstu þroskaskeiðum. Strax á unga aldri eru börn farin að leika sér með bíla og ákveðin kynjaskipt- ing á sér stað. Segir Ásgeir erfitt að meta að hve miklu leyti eðlislægir þættir og félagsleg mótun ráða því að strákar virðast alla jafna hrifnari af bílum – og tæknilegu dóti almennt – en stelpur. „Félagsmótunin er vissu- lega sterk, t.d. ef ungur drengur á föður sem er upptekinn af bílum. Þá er viðbúið að þeir verji tíma saman í heimsóknir til bílaumboðanna, og þá er ekki ósennilegt að áhugi á bílum verði leið fyrir drenginn að samsama sig pabba. Það er eins víst að mamm- an komi ekki einu sinni með í þessar ferðir – nema pabbinn þurfi að sann- færa hana um að nú sé fundinn akk- úrat rétti bíllinn! En við skulum halda því til haga að sumar konur hafa líka áhuga á bílum. Ég þekki þó ekki margar.“ Skilaboð til hins kynsins Þegar komið er yfir á unglingsárin vill bílaáhuginn ágerast. Segir Ásgeir að á þessu æviskeiði geti verið sterk tengsl á milli kynhvatarinnar og bíla, og í huga unglingsins – ekki síst ung- lingspiltsins – að bíllinn verður að tákni um karlmennsku og sjálfstæði. Getur Ásgeir vitnað til eigin reynslu: „Þegar ég fékk bílprófið kom ég því þannig fyrir að ég gat sótt öku- skírteinið mitt kl. 12 miðnætti að morgni sautjánda afmælisdagsins. Svo fór öll nóttin í að aka um bæinn með vinunum og ég upplifði þetta sem mjög mikilsverðan viðburð og merkileg tímamót.“ Getur verið að bíllinn sé þá leið til að sýnast, og ganga í augun á hinu kyninu? Er bíllinn eins og fjaðra- skrúð páfuglsins? „Bíllinn getur ver- ið tjáning á karlmennskunni og bæt- ist ofan á kosti eins og að vera myndarlegur eða duglegur í íþrótt- um – eða kemur í staðinn fyrir þá. Við sendum alls konar skilaboð til hins kynsins og eitt af þeim getur verið að aka bíl, kannski svolítið hratt og gefa í í beygjum.“ Segir Ásgeir að kynin sendi skila- boð hvort með sínum hætti. Karl- menn reyni sumir að tjá kynþokkann með kröftugum og vandlega bón- uðum bíl á meðan konur geri það sama með tísku og förðun. „Bíla- breytingafyrirtækin gegna þá svip- uðu hlutverki fyrir karlana og svo- nefndir stílistar gera fyrir konurnar.“ Rómantík í aftursætinu En um leið er bíllinn líka til þess fallinn að liðka fyrir samskiptum kynjanna á þessum aldri. „Þegar einkabíllinn kemur til sögunnar gjör- breytir hann þessum samskiptum. Margir nota ökutækið sem eins kon- ar ástarhreiður og leið til að komast burtu frá heimilunum þar sem að- Tengist sjálfsmynd, félagslegum tengslum og jafnvel kynhvötinni Hvers vegna fær fólk bíladellu? Morgunblaðið/Golli Ásgeir Sigurgestsson sálfræðingur segir að með tilkomu bílsins hafi samskipti kynjanna breyst. Með bílnum var hægt að flýja eftirlitið heima fyrir og gat bíllinn orðið ástarhreiður. Margt skemmtilegt gerist í aftursætinu. Morgunblaðið/Sverrir Kraftalegur kaggi getur verið ein af mörgum leiðum fyrir stráka að senda stelpum skilaboð um karlmennsku sína. Að geta boðið skutl er líka ein leið fyrir unglinga til að brjóta ísinn og stuðla að nánari kynnum seinna. Morgunblaðið/Golli Þekkt er að þegar karlmenn komast á miðjan aldur og eru á góðum stað fjárhagslega kaupa þeir fornbíl sem var draumabíll unglingsáranna.  6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.