Morgunblaðið - 24.05.2016, Síða 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ
Arctic Trucks
Kletthálsi 3
110 Reykjavík
sími 540 4900
info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.isEXPLORE WITHOUT LIMITS
®
Vandaðar plasthlífar á flestar gerðir bifreiða.
Hlífa bílnum gegn grjótkasti og varna lakkskemmdum.
• Húddhlífar
• Gluggavindhlífar
• Ljósahlífar
PLASTHLÍFAR
A
ðeins er eftir eitt mót af
annarri keppnistíð rafbíla-
formúlunnar, Formula E,
og stefnir í uppgjör
tveggja ökumanna um heimsmeist-
aratitilinn í þessari íþrótt. Henni hef-
ur vaxið ásmegin jafnt og þétt frá því
að henni var ýtt úr vör með kapp-
akstri í Peking 13. september 2014.
Er nú svo komið að helstu stórborgir
heims bjóða greinina velkomna og
það til keppni í miðborgum, nú síðast
í París og Berlín, á slóðum þar sem
flestar akstursíþróttir aðrar hafa ver-
ið útlægar.
Það er rafbílaformúlunni styrkur
að í henni keppa ökumenn sem gert
hafa garðinn frægan í öðrum greinum
akstursíþrótta, ekki síst úr formúlu-1.
Um helgina fór næstsíðasta mót
keppnistíðarinnar fram í Berlín. Þar
varð hlutskarpastur Svisslending-
urinn Sebastien Buemi hjá Renault
sem á endanum sigraði af nokkru ör-
yggi.
Með sigri Buemi er ljóst að í al-
gjört einvígi stefnir milli hans og
Brasilíumannsins Luca di Grassi hjá
Audi Sport Abt í lokamótinu, sem
fram fer í Battersea Park á miðborg-
arsvæði London 2. og 3. júlí næst-
komandi. Aðeins einu stigi munar á
þeim í titilslagnum, Grassi er með 141
stig og Buemi 140. Báðir eru fyrrver-
andi keppendur í formúlu-1.
Buemi missti afar naumlega af titl-
inum í fyrra en segir það styrkja sig
fyrir lokamótið, að Renault e.dams
hefur ákveðið að halda honum áfram
fyrir tímabilið 2016/17, ásamt Nicolas
Prost. Færðu þeir liðinu titil liðanna í
fyrra og eru einnig í forystu í þeirri
keppni í ár, með 202 stig gegn 191
stigi Audi Sport. „Ég er mjög ein-
beittur í því að næla í titilinn í ár og
það er mikil hvatning að vita að hér
verð ég áfram á næsta ári,“ segir
Buemi.
„Jafnara gat það ekki verið fyrir
lokamótið, nú er allt opið í London og
veðráttan þar mun ráða miklu um
hvernig fer,“ sagði di Grassi eftir
kappaksturinn í Berlín. Hvor þeirra
Buemi hefur unnið þrjú mót í ár. Di
Grassi í Putrajaya í Indlandi, Long
Beach í Kaliforníu og París. Þá varð
hann í öðru sæti í Peking og Punta
del Estre. Buemi hefur aftur á móti
sigrað í Peking, Punta del Este og
Berlín, ásamt því að verða í öðru sæti
í Mexíkó og Buenos Aires.
Uppselt var á kappaksturinn í
Berlín og þótti mótið takast í alla
staði einstaklega vel. Einn af ráða-
mönnum borgarinnar, Cornelia Yzer,
sagði rafbílaformúluna „vera raf-
magnaða“ og hefði hún unnið hug og
hörtu borgarbúa á methraða.
Í Berlín börðust Buemi og Frakk-
inn Jean-Eric Vergne í miklu návígi á
fyrstu hringjunum. Komst Buemi
fram úr eftir tvo hringi og lét ekki
forystuna af hendi eftir það. Þjóðverj-
inn Daniel Abt hjá Audi Sport Abt
varð á endanum annar en reyndi að
hleypa liðsfélaganum di Grassi fram
úr á lokahringnum til að styrkja hann
í titilslagnum. Það gekk ekki eftir og
varð Grassi þriðji í mark.
Í titilslagnum er breski ökumað-
urinn Sam Bird hjá DS Virgin Racing
Formula E Team þriðji með 82 stig. Í
fjórða sæti Jerome d’ Ambrosio hjá
Dragon Racing með 64 stig, fimmti
Prost með 62 og sjötti Stephane Sar-
razin hjá Venturi Formula E Team
með 59 stig.
Nefndur Nicolas Prost hjá Renault
er sonur formúlumeistarans fjór-
falda, Alain Prost. Hann varð fjórði í
Berlín. Vergne, sem hóf keppni af
ráspól, varð fimmti og fyrrverandi
formúluökuþór, Nick Heidfeld, sjö-
undi. Tíundi varð svo annar úr þeirri
átt, Frakkinn Stephane Sarrazin.
Aðrir fyrrverandi ökumenn úr form-
úlu-1 sem komið hafa við sögu í ár eru
Jacques Villeneuve, Bruno Senna og
Nelson Piquet, en hann varð fyrsti
meistari rafformúlunnar í fyrra. Með
ævintýralegum hætti vann hann sig
úr 16. sæti í það sjöunda og vann tit-
ilinn með einu stigi fleira en fyrr-
nefndur Buemi.
Villeneuve varð heimsmeistari í
formúlu-1 1997 en náði aldrei tökum á
rafbílnum og hætti keppni eftir þrjú
mót.
Ein kona er meðal ökumanna, hin
svissneska Simona de Silvestro, og
varð hún í níunda sæti af 18 kepp-
endum, aðeins 12,4 sekúndum frá
fyrsta sæti. Er það jafnt hennar besta
en hún varð í sama sæti í mótinu sem
fram fór í Long Beach í Kaliforníu í
apríl.
Keppnisbílunum í rafbílaform-
úlunni svipar að útliti mjög til bíla
formúlu-1 en meginmunurinn er að
þeir eru miklu hljóðlátari þar sem
þeir ganga aðeins fyrir rafmagni. Tíu
lið taka þátt en hefur fækkað í níu eft-
ir að lið Jarno Trulli, formúluöku-
mannsins fyrrnefnda, dró sig í hlé.
Keppt er jafnan á 2-3 km brautum í
borgarmiðju. Tvær æfingar fara fram
að morgni keppnisdags, sú fyrri í 45
mínútur og sú seinni í 30 mínútur.
Hefur hver ökumaður tvo bíla til af-
nota með samtals 200 kílóvöttum.
Tímataka hefst um hádegisbil og
stendur í klukkustund. Ökumönnum
er skipt upp í fjóra hópa með fimm í
hverjum og hefur hver hópur sex
mínútur til að setja sinn besta braut-
artíma. Mega ökumenn aðeins nota
einn bíl í tímatökunni en hafa áfram
200 kW af afli. Fimm hraðskreiðustu
ökumennirnir úr fyrstu umferð halda
áfram í aðra lotu og aka þar einn og
einn í einu og keppa um fimm
fremstu sætin á rásmarkinu.
Sjálfur kappaksturinn stendur yfir
í um það bil 50 mínútur og er öku-
mönnum skylt að taka þjónustuhlé til
að skipta um bíl. Í þessum stoppum
er ekki leyfilegt að skipta um dekk
nema það hafi sprungið undir eða
skemmst af völdum áreksturs. Í
keppnisham er hámarksafl bílanna
takmarkað við 170 kW. Stig fyrir ár-
angur eru veitt með sama hætti og í
formúlu-1, þ.e. tíu fremstu ökumenn
fá stig.
Á fyrsta ári voru liðunum öllum
lagðir til keppnisbílar sem fyrirtækið
Spark Racing Technology smíðaði og
nefndir voru Spark-Renault SRT
01E. Undirvagninn hannaði keppn-
isbílasmiðurinn Dallara og McLaren
þróaði rafmótorinn sem í bílunum
var. Hann er sá sami og í P1-
ofursportbíl McLaren. Raf-
hlöðukerfið þróaði dótturfélag form-
úluliðsins Williams, Williams Adv-
anced Engineering, og einnig fimm
hraða Hewland-gírkassa. Undir öll-
um bílunum hafa svo verið dekk frá
Michelin. Ekki vantaði rafbílinn
snerpu því hann komst úr kyrrstöðu í
100 km/klst. ferð á þremur sekúndum
en hámarkshraði hans var 225 km/
klst. Vegna loftviðnáms og suðs í raf-
mótornum stafar 80 desibela hávaði
frá bílnum en til samanburðar fram-
leiðir venjulegur fólksbíll um 70 db
hávaða.
Fyrir yfirstandandi keppnistíð var
tæknireglum breytt til að opna fyrir
þátttöku fleiri aflrásaframleiðenda.
Þeir geta framleitt rafmótor, straum-
breyta, gírkassa og kælikerfi. Und-
irvagninn og rafgeymar eru óbreyttir
frá í fyrra. Átta framleiðendur voru
viðurkenndir til að sjá liðum fyrir afl-
rásum í ár, en Andretti, Abt Sportsl-
ine, Venturi Automobiles og Virgin
Racing Engineering völdu að fram-
leiða sínar eigin. Því til viðbótar buðu
liðin Motomatica, NEXTEV TCR og
Renault Sport öðrum liðum upp á að
nýta sér þeirra aflrásir.
Eins og áður segir er rafformúlan
aufúsugestur í stórborgum heims. Til
marks um það hafa mótin á yfirstand-
andi keppnistíð verið meðal annars
háð í Peking, Buenos Aires, Mexíkó,
París, Berlín og London. Af óviðráð-
anlegum ástæðum varð að fella niður
keppni sem fyrirhuguð var í Moskvu
4. júní. Reynt var að flytja mótið í
staðinn, m.a. til Mónakó, en fyrirvar-
inn var alltof stuttur. Á næsta ári er
jafnvel möguleiki á að keppt verði í
sjálfri New York. Á sínum tíma létu
margir í ljós efasemdir um að keppni
á nær hljóðlausum rafbílum ætti
framtíð fyrir sér. Það hefur afsannast
og er óhætt að segja, að rafbílaform-
úlan lifi bara góðu lífi og batnandi.
Fær íþróttin vaxandi rými í fjöl-
miðlum en fyrir þá sem ekki hafa að-
gang að sjónvarpsútsendingum frá
rafformúlunni geta þeir hinir sömu
fylgst með keppni í beinni útsendingu
á vefnum youtube.com.
agas@mbl.is
Rafmagnsbílar munu þjóta um miðborg Lundúna
Lokamótið verður rafmagnað
Öðru keppnistímabili
rafbílaformúlunnar,
Formula E, er að ljúka.
Aðeins er eftir eitt mót,
í miðborg London
fyrstu helgina í júlí.
Stefnir þar í grimmt
uppgjör tveggja efstu
manna í stigakeppninni
um titil ökumanna en
aðeins eitt stig skilur
þá Luca Di Grassi og
Sebastian Buemi af.
Verðlaunaafhendingin í París var mögnuð. Mislitum smámiðum rigndi niður yfir verðlaunapallinn.
Hnífjöfn keppni á fyrstu hringjunum í Berlín sl. laugardag. Sebastian
Bumi á blágula Renaultinum að taka forystuna af Jean-Eric Vergne.
Keppendur rétt eftir ræsingu rafformúlunnar í París fyrr í þessum
mánuði. Fremstur fer Luc di Grassi á rauðgula Audi Sport Abt-bílnum.